Læknafélag Íslands lýsir yfir áhyggjum vegna stöðu sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu

Stjórn LÍ hvetur heilbrigðisráðherra til að standa við skuldbindingar og samninga ríkisins. Þau hafa áhyggjur af því að án slíkra samninga um sérhæfða heilbrigðisþjónustu sé hætta á að á Íslandi þróist tvöfalt heilbrigðiskerfi og þjónustustig dali.

Landspítalinn.
Landspítalinn.
Auglýsing

Stjórn Lækna­fé­lags Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum vegna stöðu sér­hæfðrar heil­brigð­is­þjón­ustu utan sjúkra­húsa. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá félag­inu.

Á fundi stjórnar Lækna­fé­lags Íslands þann 4. júní síð­ast­lið­inn var sam­þykkt ályktun þar sem segir meðal ann­ars að ein af meg­in­stoðum þjón­ust­unnar sé samn­ingur Lækna­fé­lags Reykja­víkur við Sjúkra­trygg­ingar Íslands en á honum bygg­ist heil­brigð­is­þjón­usta sjálf­stætt starf­andi sér­fræði­lækna við sjúk­linga. Slíkan samn­ing megi rekja allt aftur til árs­ins 1909 við stofnun fyrsta sjúkra­sam­lags lands­ins.

Mikið hefur verið fjallað um mál Önnu Björns­dóttur tauga­læknis á und­an­förnum dögum en hún til­kynnti Sjúkra­trygg­ingum Íslands að hún hygð­ist hefja störf sem tauga­læknir á stofu eftir að hún lýkur sér­fræði­námi sínu í Banda­ríkj­un­um. Sjúkra­trygg­ingar synj­uðu henni um aðild að ramma­samn­ingi sér­fræð­inga, í takt við stefnu­mótun vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins. Ráðu­neytið stað­festi þá nið­ur­stöðu í úrskurði vegna stjórn­sýslu­kæru Önnu. Sam­kvæmt frétt RÚV um málið þá stefnir hún eftir sem áður að því að opna stofu á Íslandi. Að óbreyttu þurfi sjúk­lingar hennar að borga fjór­falt meira en ella.

Auglýsing

Hvetja heil­brigð­is­ráð­herra til að standa við skuld­bind­ingar

Stjórn LÍ telur að um trún­að­ar­brest hafi verið að ræða milli heil­brigð­is­yf­ir­valda og lækna á Íslandi með þessum skýru og for­dæma­lausu brotum á umsömdum ákvæðum og skil­greindum verk­ferlum í samn­ingi LR og SÍ.

Stjórnin hvetur heil­brigð­is­ráð­herra til að standa við skuld­bind­ingar og samn­inga rík­is­ins. Án slíkra samn­inga um sér­hæfða heil­brigð­is­þjón­ustu sé hætta á að á Íslandi þró­ist tvö­falt heil­brigð­is­kerfi, þekk­ing og þjón­ustu­stig dali og upp komi við­var­andi lækna­skortur á mik­il­vægum sviðum nútíma lækn­is­fræði.

Stjórnin kallar enn fremur eftir skýrri og heild­stæðri stefnu frá yfir­völdum varð­andi heil­brigð­is­þjón­ustu utan sjúkra­húsa og lýsir sig reiðu­búna til að vinna að upp­bygg­ingu heil­brigð­is­kerfis þar sem trún­að­ur, traust og virð­ing ríkir milli þeirra sem veita heil­brigð­is­þjón­ust­una, heil­brigð­is­starfs­fólks sem velur sér þennan starfs­vett­vang og æðstu stjórnar heil­brigð­is- og lands­mála. 

Ákvæði um nýliðun ekki virt

Í álykt­un­inni segir að fyr­ir­mælum heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins hafi skýr ákvæði gild­andi samn­ings LR og SÍ um nýliðun sér­fræði­lækna ekki verið virt. Afleið­ingar þess séu þær að læknum í ýmsum sér­greinum hafi fækkað sem getur leitt til skorts á sér­hæfðri þjón­ustu við lang­veika sjúk­linga, töf á grein­ingum alvar­legra sjúk­dóma, óvið­un­andi eft­ir­fylgni á með­ferð og skorts á með­ferð­ar­úr­ræð­um.

„Þetta er skerð­ing sem bitnar fyrst og fremst á sjúk­lingum og öryggi þeirra en einnig á atvinnu­frelsi lækna. Slíkar aðgerðir hafa ákveð­inn fæl­ing­ar­mátt og letja íslenska lækna frá því að koma til Íslands að afloknu löngu sér­fræði­námi, sem aftur bíður heim hættu á stöðnun í heil­brigð­is­þjón­ust­unni. Virk end­ur­nýjun í lækna­stétt og aðgengi að nægj­an­legum fjölda sér­fræði­lækna hér­lendis á öllum sviðum lækn­is­fræð­innar er þjóðar­ör­ygg­is­mál.“

Brot á grund­vall­ar­mann­rétt­indum

Í álykt­un­inni segir jafn­framt að í lögum um heil­brigð­is­þjón­ustu sé skýrt tekið fram að mark­mið lag­anna sé að tryggja að allir lands­menn eigi kost á full­komn­ustu heil­brigð­is­þjón­ustu sem á hverjum tíma er tök á að veita til verndar and­legri, lík­am­legri og félags­legri heil­brigði. Í lögum um sjúkra­trygg­ingar sé þess einnig getið að mark­mið þeirra sé að að tryggja sjúkra­tryggðum aðstoð til verndar heil­brigði og jafnan aðgang að heil­brigð­is­þjón­ustu óháð efna­hag. 

„Ljóst er að með þessum fyr­ir­mælum heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins eru hags­munir ákveð­inna hópa sjúkra­tryggðra fyrir borð born­ir. Aðrir þjón­ustu­að­ilar eru ekki í stakk búnir til að taka við og veita þessa þjón­ustu í dag,“ segir í álykt­un­inn­i. 

Telur Lækna­fé­lag Íslands að það megi að öllum lík­ind­um ­jafna aðgerðum ráðu­neyt­is­ins við brot á þessum grund­vall­ar­mann­rétt­indum lands­manna, þar sem í mörgum þess­ara sér­greina lækn­is­fræð­innar er við­ur­kenndur langvar­andi skortur á aðgengi að lækn­is­þjón­ustu og langir biðlistar eftir grein­ingu og með­ferð hafa mynd­ast. Á sama tíma séu engar skorður settar við samn­inga ann­arra heil­brigð­is­stétta og SÍ.

Rökin ekki byggð á fag­legum grunni

Rök heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins eru að mati stjórnar LÍ ekki byggð á fag­legum grunni eða vegna offram­boðs á ákveð­inni þjón­ustu heldur þau að fjár­magn skorti til að upp­fylla samn­ing­inn og hann hafi farið fram úr áætl­uðum fjár­heim­ild­um. Stjórn LÍ gerir alvar­lega athuga­semdi við þessa nálgun og þennan mál­flutn­ing. 

„Í fyrsta lagi hefur á öllum sviðum heil­brigð­is­kerf­is­ins verið vax­andi eft­ir­spurn m.a. vegna lýð­fræði­legra breyt­inga þjóð­ar­inn­ar, alþjóð­legrar tækni­þró­unar og fram­fara í lækn­is­fræði og auknum kröfum almenn­ings um góða og aðgengi­lega sér­fræði­lækn­is­þjón­ustu.

Í öðru lagi má benda á að hlut­fall fjár­laga til heil­brigð­is­mála af vergri lands­fram­leiðslu (VLF) er lægra hér á landi en í flestum nágranna- og við­mið­un­ar­lönd­um. Heild­ar­út­gjöld til heil­brigð­is­mála á Íslandi árið 2016 reynd­ust 8,6% af VLF en í Nor­egi 10,5% og Sví­þjóð 11%. Tug­þús­undir Íslend­inga hafa kraf­ist þess að fram­lag til heil­brigð­is­mála verði auk­ið. Á Íslandi er fjár­mögnun heil­brigð­is­kerf­is­ins í heild ein­fald­lega ófull­nægj­andi og á það við önnur svið líka en sér­hæfða lækn­is­þjón­ustu utan sjúkra­húsa, allt frá frum­heilsu­gæslu til hátækni úrræða sem m.a. sést í stöð­ugum og vax­andi vanda í mannauðs­málum heil­brigð­is­stofn­anna um allt land,“ segir í ályktun LÍ. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent