Læknafélag Íslands lýsir yfir áhyggjum vegna stöðu sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu

Stjórn LÍ hvetur heilbrigðisráðherra til að standa við skuldbindingar og samninga ríkisins. Þau hafa áhyggjur af því að án slíkra samninga um sérhæfða heilbrigðisþjónustu sé hætta á að á Íslandi þróist tvöfalt heilbrigðiskerfi og þjónustustig dali.

Landspítalinn.
Landspítalinn.
Auglýsing

Stjórn Lækna­fé­lags Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum vegna stöðu sér­hæfðrar heil­brigð­is­þjón­ustu utan sjúkra­húsa. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá félag­inu.

Á fundi stjórnar Lækna­fé­lags Íslands þann 4. júní síð­ast­lið­inn var sam­þykkt ályktun þar sem segir meðal ann­ars að ein af meg­in­stoðum þjón­ust­unnar sé samn­ingur Lækna­fé­lags Reykja­víkur við Sjúkra­trygg­ingar Íslands en á honum bygg­ist heil­brigð­is­þjón­usta sjálf­stætt starf­andi sér­fræði­lækna við sjúk­linga. Slíkan samn­ing megi rekja allt aftur til árs­ins 1909 við stofnun fyrsta sjúkra­sam­lags lands­ins.

Mikið hefur verið fjallað um mál Önnu Björns­dóttur tauga­læknis á und­an­förnum dögum en hún til­kynnti Sjúkra­trygg­ingum Íslands að hún hygð­ist hefja störf sem tauga­læknir á stofu eftir að hún lýkur sér­fræði­námi sínu í Banda­ríkj­un­um. Sjúkra­trygg­ingar synj­uðu henni um aðild að ramma­samn­ingi sér­fræð­inga, í takt við stefnu­mótun vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins. Ráðu­neytið stað­festi þá nið­ur­stöðu í úrskurði vegna stjórn­sýslu­kæru Önnu. Sam­kvæmt frétt RÚV um málið þá stefnir hún eftir sem áður að því að opna stofu á Íslandi. Að óbreyttu þurfi sjúk­lingar hennar að borga fjór­falt meira en ella.

Auglýsing

Hvetja heil­brigð­is­ráð­herra til að standa við skuld­bind­ingar

Stjórn LÍ telur að um trún­að­ar­brest hafi verið að ræða milli heil­brigð­is­yf­ir­valda og lækna á Íslandi með þessum skýru og for­dæma­lausu brotum á umsömdum ákvæðum og skil­greindum verk­ferlum í samn­ingi LR og SÍ.

Stjórnin hvetur heil­brigð­is­ráð­herra til að standa við skuld­bind­ingar og samn­inga rík­is­ins. Án slíkra samn­inga um sér­hæfða heil­brigð­is­þjón­ustu sé hætta á að á Íslandi þró­ist tvö­falt heil­brigð­is­kerfi, þekk­ing og þjón­ustu­stig dali og upp komi við­var­andi lækna­skortur á mik­il­vægum sviðum nútíma lækn­is­fræði.

Stjórnin kallar enn fremur eftir skýrri og heild­stæðri stefnu frá yfir­völdum varð­andi heil­brigð­is­þjón­ustu utan sjúkra­húsa og lýsir sig reiðu­búna til að vinna að upp­bygg­ingu heil­brigð­is­kerfis þar sem trún­að­ur, traust og virð­ing ríkir milli þeirra sem veita heil­brigð­is­þjón­ust­una, heil­brigð­is­starfs­fólks sem velur sér þennan starfs­vett­vang og æðstu stjórnar heil­brigð­is- og lands­mála. 

Ákvæði um nýliðun ekki virt

Í álykt­un­inni segir að fyr­ir­mælum heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins hafi skýr ákvæði gild­andi samn­ings LR og SÍ um nýliðun sér­fræði­lækna ekki verið virt. Afleið­ingar þess séu þær að læknum í ýmsum sér­greinum hafi fækkað sem getur leitt til skorts á sér­hæfðri þjón­ustu við lang­veika sjúk­linga, töf á grein­ingum alvar­legra sjúk­dóma, óvið­un­andi eft­ir­fylgni á með­ferð og skorts á með­ferð­ar­úr­ræð­um.

„Þetta er skerð­ing sem bitnar fyrst og fremst á sjúk­lingum og öryggi þeirra en einnig á atvinnu­frelsi lækna. Slíkar aðgerðir hafa ákveð­inn fæl­ing­ar­mátt og letja íslenska lækna frá því að koma til Íslands að afloknu löngu sér­fræði­námi, sem aftur bíður heim hættu á stöðnun í heil­brigð­is­þjón­ust­unni. Virk end­ur­nýjun í lækna­stétt og aðgengi að nægj­an­legum fjölda sér­fræði­lækna hér­lendis á öllum sviðum lækn­is­fræð­innar er þjóðar­ör­ygg­is­mál.“

Brot á grund­vall­ar­mann­rétt­indum

Í álykt­un­inni segir jafn­framt að í lögum um heil­brigð­is­þjón­ustu sé skýrt tekið fram að mark­mið lag­anna sé að tryggja að allir lands­menn eigi kost á full­komn­ustu heil­brigð­is­þjón­ustu sem á hverjum tíma er tök á að veita til verndar and­legri, lík­am­legri og félags­legri heil­brigði. Í lögum um sjúkra­trygg­ingar sé þess einnig getið að mark­mið þeirra sé að að tryggja sjúkra­tryggðum aðstoð til verndar heil­brigði og jafnan aðgang að heil­brigð­is­þjón­ustu óháð efna­hag. 

„Ljóst er að með þessum fyr­ir­mælum heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins eru hags­munir ákveð­inna hópa sjúkra­tryggðra fyrir borð born­ir. Aðrir þjón­ustu­að­ilar eru ekki í stakk búnir til að taka við og veita þessa þjón­ustu í dag,“ segir í álykt­un­inn­i. 

Telur Lækna­fé­lag Íslands að það megi að öllum lík­ind­um ­jafna aðgerðum ráðu­neyt­is­ins við brot á þessum grund­vall­ar­mann­rétt­indum lands­manna, þar sem í mörgum þess­ara sér­greina lækn­is­fræð­innar er við­ur­kenndur langvar­andi skortur á aðgengi að lækn­is­þjón­ustu og langir biðlistar eftir grein­ingu og með­ferð hafa mynd­ast. Á sama tíma séu engar skorður settar við samn­inga ann­arra heil­brigð­is­stétta og SÍ.

Rökin ekki byggð á fag­legum grunni

Rök heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins eru að mati stjórnar LÍ ekki byggð á fag­legum grunni eða vegna offram­boðs á ákveð­inni þjón­ustu heldur þau að fjár­magn skorti til að upp­fylla samn­ing­inn og hann hafi farið fram úr áætl­uðum fjár­heim­ild­um. Stjórn LÍ gerir alvar­lega athuga­semdi við þessa nálgun og þennan mál­flutn­ing. 

„Í fyrsta lagi hefur á öllum sviðum heil­brigð­is­kerf­is­ins verið vax­andi eft­ir­spurn m.a. vegna lýð­fræði­legra breyt­inga þjóð­ar­inn­ar, alþjóð­legrar tækni­þró­unar og fram­fara í lækn­is­fræði og auknum kröfum almenn­ings um góða og aðgengi­lega sér­fræði­lækn­is­þjón­ustu.

Í öðru lagi má benda á að hlut­fall fjár­laga til heil­brigð­is­mála af vergri lands­fram­leiðslu (VLF) er lægra hér á landi en í flestum nágranna- og við­mið­un­ar­lönd­um. Heild­ar­út­gjöld til heil­brigð­is­mála á Íslandi árið 2016 reynd­ust 8,6% af VLF en í Nor­egi 10,5% og Sví­þjóð 11%. Tug­þús­undir Íslend­inga hafa kraf­ist þess að fram­lag til heil­brigð­is­mála verði auk­ið. Á Íslandi er fjár­mögnun heil­brigð­is­kerf­is­ins í heild ein­fald­lega ófull­nægj­andi og á það við önnur svið líka en sér­hæfða lækn­is­þjón­ustu utan sjúkra­húsa, allt frá frum­heilsu­gæslu til hátækni úrræða sem m.a. sést í stöð­ugum og vax­andi vanda í mannauðs­málum heil­brigð­is­stofn­anna um allt land,“ segir í ályktun LÍ. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent