Læknafélag Íslands lýsir yfir áhyggjum vegna stöðu sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu

Stjórn LÍ hvetur heilbrigðisráðherra til að standa við skuldbindingar og samninga ríkisins. Þau hafa áhyggjur af því að án slíkra samninga um sérhæfða heilbrigðisþjónustu sé hætta á að á Íslandi þróist tvöfalt heilbrigðiskerfi og þjónustustig dali.

Landspítalinn.
Landspítalinn.
Auglýsing

Stjórn Lækna­fé­lags Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum vegna stöðu sér­hæfðrar heil­brigð­is­þjón­ustu utan sjúkra­húsa. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá félag­inu.

Á fundi stjórnar Lækna­fé­lags Íslands þann 4. júní síð­ast­lið­inn var sam­þykkt ályktun þar sem segir meðal ann­ars að ein af meg­in­stoðum þjón­ust­unnar sé samn­ingur Lækna­fé­lags Reykja­víkur við Sjúkra­trygg­ingar Íslands en á honum bygg­ist heil­brigð­is­þjón­usta sjálf­stætt starf­andi sér­fræði­lækna við sjúk­linga. Slíkan samn­ing megi rekja allt aftur til árs­ins 1909 við stofnun fyrsta sjúkra­sam­lags lands­ins.

Mikið hefur verið fjallað um mál Önnu Björns­dóttur tauga­læknis á und­an­förnum dögum en hún til­kynnti Sjúkra­trygg­ingum Íslands að hún hygð­ist hefja störf sem tauga­læknir á stofu eftir að hún lýkur sér­fræði­námi sínu í Banda­ríkj­un­um. Sjúkra­trygg­ingar synj­uðu henni um aðild að ramma­samn­ingi sér­fræð­inga, í takt við stefnu­mótun vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins. Ráðu­neytið stað­festi þá nið­ur­stöðu í úrskurði vegna stjórn­sýslu­kæru Önnu. Sam­kvæmt frétt RÚV um málið þá stefnir hún eftir sem áður að því að opna stofu á Íslandi. Að óbreyttu þurfi sjúk­lingar hennar að borga fjór­falt meira en ella.

Auglýsing

Hvetja heil­brigð­is­ráð­herra til að standa við skuld­bind­ingar

Stjórn LÍ telur að um trún­að­ar­brest hafi verið að ræða milli heil­brigð­is­yf­ir­valda og lækna á Íslandi með þessum skýru og for­dæma­lausu brotum á umsömdum ákvæðum og skil­greindum verk­ferlum í samn­ingi LR og SÍ.

Stjórnin hvetur heil­brigð­is­ráð­herra til að standa við skuld­bind­ingar og samn­inga rík­is­ins. Án slíkra samn­inga um sér­hæfða heil­brigð­is­þjón­ustu sé hætta á að á Íslandi þró­ist tvö­falt heil­brigð­is­kerfi, þekk­ing og þjón­ustu­stig dali og upp komi við­var­andi lækna­skortur á mik­il­vægum sviðum nútíma lækn­is­fræði.

Stjórnin kallar enn fremur eftir skýrri og heild­stæðri stefnu frá yfir­völdum varð­andi heil­brigð­is­þjón­ustu utan sjúkra­húsa og lýsir sig reiðu­búna til að vinna að upp­bygg­ingu heil­brigð­is­kerfis þar sem trún­að­ur, traust og virð­ing ríkir milli þeirra sem veita heil­brigð­is­þjón­ust­una, heil­brigð­is­starfs­fólks sem velur sér þennan starfs­vett­vang og æðstu stjórnar heil­brigð­is- og lands­mála. 

Ákvæði um nýliðun ekki virt

Í álykt­un­inni segir að fyr­ir­mælum heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins hafi skýr ákvæði gild­andi samn­ings LR og SÍ um nýliðun sér­fræði­lækna ekki verið virt. Afleið­ingar þess séu þær að læknum í ýmsum sér­greinum hafi fækkað sem getur leitt til skorts á sér­hæfðri þjón­ustu við lang­veika sjúk­linga, töf á grein­ingum alvar­legra sjúk­dóma, óvið­un­andi eft­ir­fylgni á með­ferð og skorts á með­ferð­ar­úr­ræð­um.

„Þetta er skerð­ing sem bitnar fyrst og fremst á sjúk­lingum og öryggi þeirra en einnig á atvinnu­frelsi lækna. Slíkar aðgerðir hafa ákveð­inn fæl­ing­ar­mátt og letja íslenska lækna frá því að koma til Íslands að afloknu löngu sér­fræði­námi, sem aftur bíður heim hættu á stöðnun í heil­brigð­is­þjón­ust­unni. Virk end­ur­nýjun í lækna­stétt og aðgengi að nægj­an­legum fjölda sér­fræði­lækna hér­lendis á öllum sviðum lækn­is­fræð­innar er þjóðar­ör­ygg­is­mál.“

Brot á grund­vall­ar­mann­rétt­indum

Í álykt­un­inni segir jafn­framt að í lögum um heil­brigð­is­þjón­ustu sé skýrt tekið fram að mark­mið lag­anna sé að tryggja að allir lands­menn eigi kost á full­komn­ustu heil­brigð­is­þjón­ustu sem á hverjum tíma er tök á að veita til verndar and­legri, lík­am­legri og félags­legri heil­brigði. Í lögum um sjúkra­trygg­ingar sé þess einnig getið að mark­mið þeirra sé að að tryggja sjúkra­tryggðum aðstoð til verndar heil­brigði og jafnan aðgang að heil­brigð­is­þjón­ustu óháð efna­hag. 

„Ljóst er að með þessum fyr­ir­mælum heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins eru hags­munir ákveð­inna hópa sjúkra­tryggðra fyrir borð born­ir. Aðrir þjón­ustu­að­ilar eru ekki í stakk búnir til að taka við og veita þessa þjón­ustu í dag,“ segir í álykt­un­inn­i. 

Telur Lækna­fé­lag Íslands að það megi að öllum lík­ind­um ­jafna aðgerðum ráðu­neyt­is­ins við brot á þessum grund­vall­ar­mann­rétt­indum lands­manna, þar sem í mörgum þess­ara sér­greina lækn­is­fræð­innar er við­ur­kenndur langvar­andi skortur á aðgengi að lækn­is­þjón­ustu og langir biðlistar eftir grein­ingu og með­ferð hafa mynd­ast. Á sama tíma séu engar skorður settar við samn­inga ann­arra heil­brigð­is­stétta og SÍ.

Rökin ekki byggð á fag­legum grunni

Rök heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins eru að mati stjórnar LÍ ekki byggð á fag­legum grunni eða vegna offram­boðs á ákveð­inni þjón­ustu heldur þau að fjár­magn skorti til að upp­fylla samn­ing­inn og hann hafi farið fram úr áætl­uðum fjár­heim­ild­um. Stjórn LÍ gerir alvar­lega athuga­semdi við þessa nálgun og þennan mál­flutn­ing. 

„Í fyrsta lagi hefur á öllum sviðum heil­brigð­is­kerf­is­ins verið vax­andi eft­ir­spurn m.a. vegna lýð­fræði­legra breyt­inga þjóð­ar­inn­ar, alþjóð­legrar tækni­þró­unar og fram­fara í lækn­is­fræði og auknum kröfum almenn­ings um góða og aðgengi­lega sér­fræði­lækn­is­þjón­ustu.

Í öðru lagi má benda á að hlut­fall fjár­laga til heil­brigð­is­mála af vergri lands­fram­leiðslu (VLF) er lægra hér á landi en í flestum nágranna- og við­mið­un­ar­lönd­um. Heild­ar­út­gjöld til heil­brigð­is­mála á Íslandi árið 2016 reynd­ust 8,6% af VLF en í Nor­egi 10,5% og Sví­þjóð 11%. Tug­þús­undir Íslend­inga hafa kraf­ist þess að fram­lag til heil­brigð­is­mála verði auk­ið. Á Íslandi er fjár­mögnun heil­brigð­is­kerf­is­ins í heild ein­fald­lega ófull­nægj­andi og á það við önnur svið líka en sér­hæfða lækn­is­þjón­ustu utan sjúkra­húsa, allt frá frum­heilsu­gæslu til hátækni úrræða sem m.a. sést í stöð­ugum og vax­andi vanda í mannauðs­málum heil­brigð­is­stofn­anna um allt land,“ segir í ályktun LÍ. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent