Ætlað samþykki líffæragjafar orðið að lögum

Alþingi samþykkti í gær frumvarp til laga um brottnám líffæra, nánar tiltekið um svokallað ætlað samþykki, það er að segja að nema megi brott líffæri eða lífræn efni úr líkama látins einstaklings hinn látni ekki lýst sig andvígan því.

Silja Dögg spítali
Auglýsing

Alþingi sam­þykkti í gær frum­varp til laga um brott­nám líf­færa, nánar til­tekið um svo­kallað ætlað sam­þykki, það er að segja að nema megi brott líf­færi eða líf­ræn efni úr lík­ama lát­ins ein­stak­lings til nota við lækn­is­með­ferð ann­ars ein­stak­lings hafi hinn látni ekki lýst sig and­vígan því og það er ekki af öðrum sökum talið brjóta í bága við vilja hans.

Þetta þýðir að hafi lát­inn ein­stak­lingur ekki lýst sig sér­stak­lega mót­fall­inn því að líf­færi hans séu nýtt til líf­færa­gjafar eftir and­lát þá mega heil­brigð­is­starfs­menn nýta þau til að græða í annan ein­stak­ling sé það hægt. Þó með þeirri tak­mörkun að þetta gildir ekki ef nán­asti vanda­máður hins látna leggst gegn þessu.

Mikil breyt­ing

Í gild­andi rétti fyrir þessa breyt­ingu var miðað við að líf­færi yrðu ekki numin brott nema fyrir liggi sam­þykki við­kom­andi eða nán­asta vanda­manns hans og því í raun gert ráð fyrir ætl­aðri neitun í stað ætl­aðs sam­þykk­is, það er að hinn látni hefði ekki veitt sam­þykki fyrir brott­námi líf­færis að sér látn­um, nema annað liggi fyr­ir.

Auglýsing

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu segir að því til grund­vallar liggi sú afstaða að eðli­legra sé að gera ráð fyrir því að fólk vilji koma náunga í neyð til hjálpar með því að gefa líf­færi og líf­ræn efni að sér látnum en ekki. Af þessum sökum sé eðli­legra að lög­gjöf end­ur­spegli við­horf um „ætlað sam­þykki“ en „ætl­aða neit­un“ vegna líf­færa­gjaf­ar.

„Með frum­varp­inu er stað­inn vörður um sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt fólks um eigin lík­ama með því að gera óheim­ilt að nema brott líf­færi eða líf­ræn efni úr lík­ama lát­inna ein­stak­linga hafi þeir lýst sig and­víga því eða brott­nám sé af öðrum sökum talið brjóta í bága við vilja þeirra.“

Best að koma ákvörðun sinni á fram­færi í gagna­grunn­inn

Hjá Emb­ætti land­læknis er starf­ræktur gagna­grunnur þar sem unnt er að skrá afstöðu til líf­færa­gjafar og segir í frum­varpi að tryggi­leg­ast sé að and­stöðu sé komið á fram­færi með þeim hætti. Einnig beri þó að virða það liggi áreið­an­lega fyrir að hinn látni hafi lýst and­stöðu sinni með öðrum hætti, til dæmis við nán­asta vanda­mann. Þá ætti ekki að nema brott líf­færi eða líf­ræn efni úr lík­ama lát­ins ein­stak­lings væri af öðrum sökum sér­stakt til­efni til að ætla að það hefði verið á móti vilja hans, til dæmis ef fyrir lægi að það væri and­stætt trú­ar­brögðum sem við­kom­andi aðhyllt­ist.

20-30 manns á ári þurfa líf­færa­ígræðslu

Á heima­síðu Land­læknis segir að eft­ir­spurn eftir líf­færa­ígræðslum hafi vaxið jafnt og þétt í gegnum árin og nú þurfi um 25–30 sjúk­lingar hér á landi líf­færa­ígræðslu á ári hverju. „Ekki er unnt að nýta líf­færi nema í litlum hluta dauðs­falla en hver líf­færa­gjafi getur bjargað lífi nokk­urra ein­stak­linga. Mik­ill skortur er á líf­færum til ígræðslu og því er áríð­andi að sem flestir séu fúsir til að gefa líf­færi.“

Árangur af líf­færa­ígræðslum er yfir­leitt góður að sögn Land­lækn­is. Ígræðsla líf­færis bjargar ekki ein­ungis lífi heldur geti hún einnig bætt lífs­gæði. Margir lifa eðli­legu lífi með ígrætt líf­færi, geta stundað vinnu og lík­ams­rækt. Konur með ígrætt líf­færi geta stundum eign­ast börn.

Frum­varpið var sam­þykkt á þing­inu í gær með 52 atkvæð­um, tveir greiddu ekki atkvæði og níu voru fjar­ver­andi við atkvæða­greiðsl­una. Flutn­ings­menn frum­varps­ins voru þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins, þau Silja Dögg Gunn­ars­dóttir og Willum Þór Þórs­son.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Ítrustu varúðar gætt við greftrun manneskju sem lést vegna COVID-19 í Indónesíu. Hálf milljón Indónesa hafa greinst með veiruna.
Bóluefnið ekki „töfralausn“ – dauðsföll vegna COVID komin yfir 1,5 milljónir
Brýnt er að allir haldi vöku sinni áfram næstu vikur og mánuði. Bóluefni gegn COVID-19 er væntanlegt en það mun engan veginn útrýma öllum þeim vandamálum sem faraldurinn hefur skapað.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent