Hafliði Helgason hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytisins. Starfið var auglýst í mars og svo á nýjan leik í apríl.
Alls bárust 25 umsóknir um starf upplýsingafulltrúa dómsmálaráðuneytisins þegar það var auglýst í annað sinn nú í lok apríl. Tveir þeirra hafa dregið umsóknir sínar til baka. Áður hafði hópur umsækjenda sótt um starfið samkvæmt fyrri auglýsingu og lítur ráðuneytið svo á að þær umsóknir séu enn í gildi, samkvæmt svari við fyrirspurn Kjarnans.
Ráðuneytið auglýsti starfið aftur með breyttum hæfniskröfum. Í bréfi til fyrri hóps umsækjendanna kom fram að aðeins hluti umsóknanna hafi uppfyllt þau hæfnisskilyrði sem tilgreind hafi verið. Því taldi ráðuneytið rétt að útvíkka hæfnisskilyrðin og gera ítarlegri grein fyrir því í hverju starfið fælist til að freista þess að hafa úr stærri hópi umsækjenda að velja.
Í síðari auglýsingunni kom fram að umsækjendur þyrftu að hafa hæfni til að koma fram fyrir hönd ráðuneytisins og hæfni í að miðla upplýsingum. Ekki var gerð krafa um reynslu af blaða- eða fréttamennsku eins og gert var í fyrri auglýsingu en þess í stað krafist reynslu sem nýtist í starfi. Jafnframt þurfa umsækjendur að hafa færni í textagerð og framsetningu kynningarefnis.
Hafliði starfaði síðast sem framkvæmdastjóri Hringbrautar. Hann hefur MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, auk menntunar í blaðamennsku og hugvísindum. Hann kemur til starfa í ráðuneytinu í byrjun ágúst næstkomandi.
Hafliði starfaði á Fréttablaðinu á árunum 2001 til 2007 þegar hann réð sig til starfa hjá Reykjavík Energy Investment (REI). Síðar starfaði hann meðal annars hjá Framtakssjóði Íslands en snéri aftur í fjölmiðlun í ágúst 2016 þegar hann var ráðinn ritstjóri efanhags- og viðskiptafrétta hjá fréttastofu 365. Hann staldraði þó stutt við og lét af störfum í lok árs 2016.
Þeir sem sóttu um starfið í apríl eru í stafrófsröð:
- Agnes Ósk Egilsdóttir
- Baldur Þórir Guðmundsson, viðskiptafræðingur
- Birkir Guðlaugsson, viðskiptastjóri
- Emilía Sjöfn Kristinsdóttir, sérfræðingur
- Gísli Ásgeirsson, þýðandi og kattaræktandi
- Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi
- Hafliði Helgason, ráðgjafi
- Katla Ásgeirsdóttir, trúarbragðafræðingur
- Laufey Kristjánsdóttir, lögfræðingur
- Polina Diljá Helgadóttir, stjórnmálafræðinemi
- Ragnar Egilsson, framkvæmdastjóri Hlemmur Mathöll
- Ragnar Halldórsson, miðlunarsérfræðingur og almannatengslaráðgjafi
- Ragnar Sveinsson, stuðningsfulltrúi
- Rúna Helgadóttir, háskólanemi í stjórnmálafræði
- Rúnar Þór Clausen, tónlistarmaður
- Sandra Rún Jónsdóttir, umboðsmaður
- Sigurbjörg Yngvadóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur
- Sigurgeir Sigurpálsson, vörustjóri
- Sólveig Fríða Guðrúnardóttir, lögfræðingur
- Sölvi Tryggvason, fjölmiðlamaður
- Vala (Valgerður) Hafstað, blaðamaður og MA í ensku
- Þorgeir Freyr Sveinsson, guðfræðingur
- Þóra Jónsdóttir, textahöfundur og ritstjóri
Áður höfðu þessi sótt um:
- Aldís Gunnarsdóttir
- Auðunn Arnórsson
- Berglind Pétursdóttir
- Björn Friðrik Brynjólfsson
- Björn Sigurður Lárusson
- Eyþór Gylfason
- Gró Einarsdóttir
- Guðmunda Sigurðardóttir
- Guðmundur Albert Harðarson
- Guðmundur Heiðar Helgason
- Guðrún Óla Jónsdóttir
- Hulda Birna
- Inga Dóra Guðmundsdóttir
- Kolbrún G. Þorsteinsdóttir
- Ragnar Auðunn Árnason
- Sólveig Fríða Guðrúnarsdóttir
- Stefanía Hrund Guðmundsdóttir
- Tinna Garðarsdóttir
- Torfi Geir Sómonarson
- Viktor H. Andersen
- Þórdís Valsdóttir
- Ösp Ásgeirsdóttir