Meirihlutaviðræður Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Vinstri grænna og Pírata í Reykjavík hafa gengið vel undanfarna daga, og þykir líklegt að nýr meirihluti verði kynntur í vikunni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Þar er haft eftir Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, oddvita Viðreisnar, að gert sé ráð fyrir að kynna nýjan meirihluta og málefnasamning, áður en vikunni lýkur.
Formlegar meirihlutaviðræður hafa staðið í um tvær vikur, en ekki liggur fyrir endanlega hvernig verkaskipting verður milli flokkanna, í nefndum og ráðum borgarinnar.
Líklegast er að Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, verði áfram borgarstjóri, en það er ekki búið að ákveða endanlega hvernig hlutverkum verður skipt, eins og áður segir.