Rússar vilja að Sameinu þjóðirnar bregðist við fundi Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu, og Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og aflétti viðskiptaþvingunum á Norður-Kóreu.
AFP greindi frá þessu í dag, en Rússar hafa þegar talað fyrir þessu innan öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sem samþykkt hefur endurtekið að beita Norður-Kóreu viðskiptaþvingunum vegna tilrauna með kjarnorkuvopn og langdrægar flaugar.
Meðal þeirra viðskiptaþvingana sem Norður-Kórea hefur verið beitt, eru hömlur á olíuinnflutningi. Þetta hefur leitt til víðtækra efnahagslegra áhrifa í þessu einangraða 25 milljóna íbúa landi.
So funny to watch the Fake News, especially NBC and CNN. They are fighting hard to downplay the deal with North Korea. 500 days ago they would have “begged” for this deal-looked like war would break out. Our Country’s biggest enemy is the Fake News so easily promulgated by fools!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 13, 2018
Eitt af því sem Bandaríkin hafa lagt að Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu, að gera er að afvopnast kjarnorkuvopnum fyrir árslok árið 2020. Þrátt fyrir að fundi Kim Jong Un og Trump hafi lokið á vinsamlegum nótum í gær, með undirritun viljayfirlýsingar um áframhaldandi viðræður, þá liggur ekki fyrir enn hvert framhaldið verður í samskiptum ríkjanna.
Viljayfirlýsingin þykir þó bæði söguleg og skref í rétta átt að því marki, að tryggja frið og draga úr spennu á Kóreuskaga.