Steingrímur: Bæta þarf samskipti ríkisstjórnar og Alþingis

Störfum þingsins hefur nú lokið að sinni. Í ávarpi forseta Alþingis sagði hann meðal annars að taka þyrfti skipulag þingstarfanna og starfshætti á Alþingi til endurskoðunar.

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon
Auglýsing

Bæta þarf sam­skipti rík­is­stjórnar og Alþingis við fram­lagn­ingu stjórn­ar­mála og taka þarf skipu­lag þing­starf­anna og starfs­hætti á Alþingi einnig til end­ur­skoð­un­ar. Þetta sagði Stein­grímur J. Sig­fús­son for­seti Alþingis í ávarpi sínu við frestun þing­funda í gær. 

Varð­andi sam­skipti rík­is­stjórnar og Alþingis sagði hann að for­sætis­nefnd og for­menn þing­flokka hefðu átt um þetta efni gagn­legan fund með for­sæt­is­ráð­herra um miðjan apríl síð­ast­lið­inn. „Ljóst er að einkum tvennt brennur á þing­mönnum í þessum efn­um. Hið fyrra er að breyta þarf vinnslu­ferli mála innan Stjórn­ar­ráðs­ins og aðgreina end­ur­flutt þing­mál og ný mál. Þannig má tryggja að end­ur­fluttu málin komi fram snemma á haust­þingi en drag­ist ekki fram undir loka­fresti fyrir jól eða að vori,“ sagði hann. 

Í annan stað hefðu verið uppi óskir um að þing­mála­skrá rík­is­stjórnar væri upp­færð reglu­lega á vef Stjórn­ar­ráðs­ins og þess gætt að hún væri raun­hæf lýs­ing á vinnslu­stöðu mála. Það myndi auka fyr­ir­sjá­an­leika í skipu­lagn­ingu þing­halds­ins en eftir slíku væri mjög kallað af hálfu þing­manna. „Þeir vilja eðli­lega geta skipu­lagt tíma sinn betur en nú er hægt. Hæstv. for­sæt­is­ráð­herra hefur tekið vel í þessar ábend­ingar og bind ég því vonir við að sjá breyt­ingar í þessum efnum á næsta þing­i.“

Auglýsing

Þarf að auka fyr­ir­sjá­an­leika í störfum þings­ins

Stein­grímur sagði, eins og áður hefur komið fram, að skipu­lag þing­starf­anna og starfs­hætti á Alþingi þyrfti einnig að taka til end­ur­skoð­un­ar, meðal ann­ars í því skyni að auka fyr­ir­sjá­an­leika í störfum þings­ins. Um það væru allir þing­flokkar sam­mála. 

„Nið­ur­staðan varð því sú í mars sl. að koma á fót vinnu­hópi til að sinna þessum málum og er hann auk for­seta skip­aður einum full­trúa frá stjórn­ar­liðum og öðrum frá stjórn­ar­and­stöðu. Hóp­ur­inn hefur þegar komið saman til skrafs og ráða­gerða en vegna anna í þing­störfum hefur honum ekki tek­ist að ljúka störf­um. Engu að síður tel ég að þegar hafi komið fram, bæði í umræðum við for­menn þing­flokka og í vinnu­hópn­um, ýmsar góðar hug­myndir sem mik­il­vægt er að vinna frekar úr. Ég hef ein­sett mér að þetta starf haldi áfram á haust­þing­inu. Vissum hlutum hefur þegar verið hrint í fram­kvæmd, eins og t.d. að senda for­mönnum allra þing­flokka í lok hverrar viku dag­skrá þess mánu­dags sem í hönd fer og drög að funda­haldi út næstu viku,“ sagði Stein­grím­ur. 

Störf þings­ins mót­ast af sér­stökum aðstæðum

Stein­grímur benti á að þingið hefði verið fremur stutt, reglu­legt þing­hald hefði sem sagt haf­ist þremur mán­uðum síðar en venju­lega, og hefðu þau gert þar í við­bót rúm­lega hálfs mán­aðar hlé vegna sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga. „Eins og við er að búast hafa störf þings­ins mót­ast af þessum aðstæð­um. Rík­is­stjórnin hafði skemmri tíma til að und­ir­búa mál fyrir Alþingi en ella hefði ver­ið. Þing­mála­skrá rík­is­stjórnar sem lögð var fram í upp­hafi þings var því í reynd yfir­lit yfir mál sem voru í vinnslu og kynnu að koma fyrir þingið fremur en raun­hæfur verk­efna­list­i,“ sagði hann. 

„Við lok þing­halds­ins vil ég þakka öllum alþing­is­mönnum fyrir sam­starf­ið. Eðli­lega greinir þing­menn á um ýmis mál, en hér á Alþingi hefur almennt ríkt góður andi og ríkur sam­starfsvilji og vil ég þakka fyrir það. Þá hefur þetta þing, þótt stutt sé, afka­stað miklu og leitt mörg stór mál til lykta með far­sælum hætti. Alls 84 frum­vörp hafa orðið að lögum og þingið hefur sam­þykkt 29 álykt­an­ir.

Ég færi vara­for­setum sér­stakar þakkir fyrir ágæta sam­vinnu við stjórn þing­halds­ins, svo og for­mönnum flokk­anna og þing­flokka fyrir mjög gott sam­starf. Skrif­stofu­stjóra og starfs­fólki Alþingis þakka ég góða aðstoð og mjög mikið og gott starf og sam­vinnu í hví­vetna þar sem mikið hefur mætt á, ekki síst nú síð­ustu dag­ana.

Ég óska utan­bæj­ar­mönnum góðrar heim­ferðar og ánægju­legrar heim­komu og vænti þess að við hitt­umst öll heil þegar Alþingi kemur saman að nýju í næsta mán­uð­i,“ sagði Stein­grímur í ávarpi sín­u. 

Áhrif Bláu plánetunnar láta á sér kræla
Eftir frumsýningu heimildaþátta BBC um lífríkið í hafinu hefur fólk í Bretlandi og víðar tekið við sér og ákveðin vitundarvakning virðist hafa átt sér stað. Sir David Attenborough segist vera furðulostinn yfir viðbrögðunum.
Kjarninn 23. júní 2018
Mænusótt snýr aftur
Þrátt fyrir jákvæð teikn á lofti um að mænusótt myndi brátt heyra sögunni til þá bárust þau tíðindi fyrir skömmu að veiran hefði greinst í Venesúela.
Kjarninn 23. júní 2018
Sama hver lausnin á vandamálum leigumarkaðsins er mun ekkert breytast nema að afstaða Íslendinga til húsnæðisleigu breytist.
Hvernig er hægt að gera leigumarkaðinn öruggari?
Leigumarkaðurinn á Íslandi er óstöðugur og hefur hækkað hratt á undanförnum árum. Hvaða ástæður liggja að baki því og hvernig getum við bætt hann að mati sérfræðinga?
Kjarninn 23. júní 2018
Tíu staðreyndir um strákana okkar
Strákarnir okkar hafa vakið mikla athygli á heimsmeistaramótinu í Rússlandi, hvort sem er fyrir glæsilega frammistöðu, miðað við og án höfðatölu, útlit Rúriks eða skemmtilega aðdáendur. Kjarninn tók saman tíu tölulegar staðreyndir um strákana okkar.
Kjarninn 23. júní 2018
HB Grandi
Ekkert verðmat á HB Granda í kjölfar tilboðs
Ekkert greiningarfyrirtæki í landinu hefur útbúið verðmat eða greiningu á HB Granda síðan Guðmundur Kristjánsson keypti stóran hlut í félaginu, samkvæmt fréttum Morgunblaðsins.
Kjarninn 23. júní 2018
Ahmed Musa, leikmaður nígeríska karlalandsliðsins í fótbolta
Nígeríumenn í skýjunum og Argentínubúar vongóðir
Nígerískir miðlar eru hæstánægðir með landsliðsmanninn sinn Ahmed Musa og vonarglæta hefur kviknað hjá Argentínumönnum um að komast upp úr riðlinum í eftir tap strákanna okkar fyrr í dag.
Kjarninn 22. júní 2018
Hæðir og lægðir á Twitter - Stemmningin snerist úr ofsagleði í angist
Twitter lætur sitt aldrei eftir liggja þegar þjóðin horfir saman á sjónvarpið, hvort sem um er að ræða íþróttaviðburði, söngvakeppnir eða íslenskar bíómyndir eða þáttaseríur. Mínúturnar 90 voru erfiðar þjóðarsálinni í dag.
Kjarninn 22. júní 2018
Ísland tapaði fyrir Nígeríu - Verðum að vinna Króatíu
Svekkjandi tap í Volgograd hjá strákunum okkar gegn Nígeríu 2-0. Íslenska liðið, sem náði sér aldrei á strik í leiknum, verður því að vinna Króatíu á þriðjudag. Annars er þetta búið spil.
Kjarninn 22. júní 2018
Meira úr sama flokkiInnlent