Steingrímur: Bæta þarf samskipti ríkisstjórnar og Alþingis

Störfum þingsins hefur nú lokið að sinni. Í ávarpi forseta Alþingis sagði hann meðal annars að taka þyrfti skipulag þingstarfanna og starfshætti á Alþingi til endurskoðunar.

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon
Auglýsing

Bæta þarf sam­skipti rík­is­stjórnar og Alþingis við fram­lagn­ingu stjórn­ar­mála og taka þarf skipu­lag þing­starf­anna og starfs­hætti á Alþingi einnig til end­ur­skoð­un­ar. Þetta sagði Stein­grímur J. Sig­fús­son for­seti Alþingis í ávarpi sínu við frestun þing­funda í gær. 

Varð­andi sam­skipti rík­is­stjórnar og Alþingis sagði hann að for­sætis­nefnd og for­menn þing­flokka hefðu átt um þetta efni gagn­legan fund með for­sæt­is­ráð­herra um miðjan apríl síð­ast­lið­inn. „Ljóst er að einkum tvennt brennur á þing­mönnum í þessum efn­um. Hið fyrra er að breyta þarf vinnslu­ferli mála innan Stjórn­ar­ráðs­ins og aðgreina end­ur­flutt þing­mál og ný mál. Þannig má tryggja að end­ur­fluttu málin komi fram snemma á haust­þingi en drag­ist ekki fram undir loka­fresti fyrir jól eða að vori,“ sagði hann. 

Í annan stað hefðu verið uppi óskir um að þing­mála­skrá rík­is­stjórnar væri upp­færð reglu­lega á vef Stjórn­ar­ráðs­ins og þess gætt að hún væri raun­hæf lýs­ing á vinnslu­stöðu mála. Það myndi auka fyr­ir­sjá­an­leika í skipu­lagn­ingu þing­halds­ins en eftir slíku væri mjög kallað af hálfu þing­manna. „Þeir vilja eðli­lega geta skipu­lagt tíma sinn betur en nú er hægt. Hæstv. for­sæt­is­ráð­herra hefur tekið vel í þessar ábend­ingar og bind ég því vonir við að sjá breyt­ingar í þessum efnum á næsta þing­i.“

Auglýsing

Þarf að auka fyr­ir­sjá­an­leika í störfum þings­ins

Stein­grímur sagði, eins og áður hefur komið fram, að skipu­lag þing­starf­anna og starfs­hætti á Alþingi þyrfti einnig að taka til end­ur­skoð­un­ar, meðal ann­ars í því skyni að auka fyr­ir­sjá­an­leika í störfum þings­ins. Um það væru allir þing­flokkar sam­mála. 

„Nið­ur­staðan varð því sú í mars sl. að koma á fót vinnu­hópi til að sinna þessum málum og er hann auk for­seta skip­aður einum full­trúa frá stjórn­ar­liðum og öðrum frá stjórn­ar­and­stöðu. Hóp­ur­inn hefur þegar komið saman til skrafs og ráða­gerða en vegna anna í þing­störfum hefur honum ekki tek­ist að ljúka störf­um. Engu að síður tel ég að þegar hafi komið fram, bæði í umræðum við for­menn þing­flokka og í vinnu­hópn­um, ýmsar góðar hug­myndir sem mik­il­vægt er að vinna frekar úr. Ég hef ein­sett mér að þetta starf haldi áfram á haust­þing­inu. Vissum hlutum hefur þegar verið hrint í fram­kvæmd, eins og t.d. að senda for­mönnum allra þing­flokka í lok hverrar viku dag­skrá þess mánu­dags sem í hönd fer og drög að funda­haldi út næstu viku,“ sagði Stein­grím­ur. 

Störf þings­ins mót­ast af sér­stökum aðstæðum

Stein­grímur benti á að þingið hefði verið fremur stutt, reglu­legt þing­hald hefði sem sagt haf­ist þremur mán­uðum síðar en venju­lega, og hefðu þau gert þar í við­bót rúm­lega hálfs mán­aðar hlé vegna sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga. „Eins og við er að búast hafa störf þings­ins mót­ast af þessum aðstæð­um. Rík­is­stjórnin hafði skemmri tíma til að und­ir­búa mál fyrir Alþingi en ella hefði ver­ið. Þing­mála­skrá rík­is­stjórnar sem lögð var fram í upp­hafi þings var því í reynd yfir­lit yfir mál sem voru í vinnslu og kynnu að koma fyrir þingið fremur en raun­hæfur verk­efna­list­i,“ sagði hann. 

„Við lok þing­halds­ins vil ég þakka öllum alþing­is­mönnum fyrir sam­starf­ið. Eðli­lega greinir þing­menn á um ýmis mál, en hér á Alþingi hefur almennt ríkt góður andi og ríkur sam­starfsvilji og vil ég þakka fyrir það. Þá hefur þetta þing, þótt stutt sé, afka­stað miklu og leitt mörg stór mál til lykta með far­sælum hætti. Alls 84 frum­vörp hafa orðið að lögum og þingið hefur sam­þykkt 29 álykt­an­ir.

Ég færi vara­for­setum sér­stakar þakkir fyrir ágæta sam­vinnu við stjórn þing­halds­ins, svo og for­mönnum flokk­anna og þing­flokka fyrir mjög gott sam­starf. Skrif­stofu­stjóra og starfs­fólki Alþingis þakka ég góða aðstoð og mjög mikið og gott starf og sam­vinnu í hví­vetna þar sem mikið hefur mætt á, ekki síst nú síð­ustu dag­ana.

Ég óska utan­bæj­ar­mönnum góðrar heim­ferðar og ánægju­legrar heim­komu og vænti þess að við hitt­umst öll heil þegar Alþingi kemur saman að nýju í næsta mán­uð­i,“ sagði Stein­grímur í ávarpi sín­u. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Dóttir Svandísar alvarlega veik
Heilbrigðisráðherra ætlar með hjálp samstarfsfólks og fjarfunda að sinna áfram störfum sínum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Fall Soga-ættarinnar
Kjarninn 10. júlí 2020
Faraldurinn í faraldrinum
Ef hægt er að líkja heimsfaraldri COVID-19 við hvirfilbyl má líkja faraldri ópíóðafíknar við loftslagsbreytingar: Þær gerast hægt og bítandi en stundum í stökkum og eru stórhættulegar.
Kjarninn 10. júlí 2020
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent