Steingrímur: Bæta þarf samskipti ríkisstjórnar og Alþingis

Störfum þingsins hefur nú lokið að sinni. Í ávarpi forseta Alþingis sagði hann meðal annars að taka þyrfti skipulag þingstarfanna og starfshætti á Alþingi til endurskoðunar.

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon
Auglýsing

Bæta þarf sam­skipti rík­is­stjórnar og Alþingis við fram­lagn­ingu stjórn­ar­mála og taka þarf skipu­lag þing­starf­anna og starfs­hætti á Alþingi einnig til end­ur­skoð­un­ar. Þetta sagði Stein­grímur J. Sig­fús­son for­seti Alþingis í ávarpi sínu við frestun þing­funda í gær. 

Varð­andi sam­skipti rík­is­stjórnar og Alþingis sagði hann að for­sætis­nefnd og for­menn þing­flokka hefðu átt um þetta efni gagn­legan fund með for­sæt­is­ráð­herra um miðjan apríl síð­ast­lið­inn. „Ljóst er að einkum tvennt brennur á þing­mönnum í þessum efn­um. Hið fyrra er að breyta þarf vinnslu­ferli mála innan Stjórn­ar­ráðs­ins og aðgreina end­ur­flutt þing­mál og ný mál. Þannig má tryggja að end­ur­fluttu málin komi fram snemma á haust­þingi en drag­ist ekki fram undir loka­fresti fyrir jól eða að vori,“ sagði hann. 

Í annan stað hefðu verið uppi óskir um að þing­mála­skrá rík­is­stjórnar væri upp­færð reglu­lega á vef Stjórn­ar­ráðs­ins og þess gætt að hún væri raun­hæf lýs­ing á vinnslu­stöðu mála. Það myndi auka fyr­ir­sjá­an­leika í skipu­lagn­ingu þing­halds­ins en eftir slíku væri mjög kallað af hálfu þing­manna. „Þeir vilja eðli­lega geta skipu­lagt tíma sinn betur en nú er hægt. Hæstv. for­sæt­is­ráð­herra hefur tekið vel í þessar ábend­ingar og bind ég því vonir við að sjá breyt­ingar í þessum efnum á næsta þing­i.“

Auglýsing

Þarf að auka fyr­ir­sjá­an­leika í störfum þings­ins

Stein­grímur sagði, eins og áður hefur komið fram, að skipu­lag þing­starf­anna og starfs­hætti á Alþingi þyrfti einnig að taka til end­ur­skoð­un­ar, meðal ann­ars í því skyni að auka fyr­ir­sjá­an­leika í störfum þings­ins. Um það væru allir þing­flokkar sam­mála. 

„Nið­ur­staðan varð því sú í mars sl. að koma á fót vinnu­hópi til að sinna þessum málum og er hann auk for­seta skip­aður einum full­trúa frá stjórn­ar­liðum og öðrum frá stjórn­ar­and­stöðu. Hóp­ur­inn hefur þegar komið saman til skrafs og ráða­gerða en vegna anna í þing­störfum hefur honum ekki tek­ist að ljúka störf­um. Engu að síður tel ég að þegar hafi komið fram, bæði í umræðum við for­menn þing­flokka og í vinnu­hópn­um, ýmsar góðar hug­myndir sem mik­il­vægt er að vinna frekar úr. Ég hef ein­sett mér að þetta starf haldi áfram á haust­þing­inu. Vissum hlutum hefur þegar verið hrint í fram­kvæmd, eins og t.d. að senda for­mönnum allra þing­flokka í lok hverrar viku dag­skrá þess mánu­dags sem í hönd fer og drög að funda­haldi út næstu viku,“ sagði Stein­grím­ur. 

Störf þings­ins mót­ast af sér­stökum aðstæðum

Stein­grímur benti á að þingið hefði verið fremur stutt, reglu­legt þing­hald hefði sem sagt haf­ist þremur mán­uðum síðar en venju­lega, og hefðu þau gert þar í við­bót rúm­lega hálfs mán­aðar hlé vegna sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga. „Eins og við er að búast hafa störf þings­ins mót­ast af þessum aðstæð­um. Rík­is­stjórnin hafði skemmri tíma til að und­ir­búa mál fyrir Alþingi en ella hefði ver­ið. Þing­mála­skrá rík­is­stjórnar sem lögð var fram í upp­hafi þings var því í reynd yfir­lit yfir mál sem voru í vinnslu og kynnu að koma fyrir þingið fremur en raun­hæfur verk­efna­list­i,“ sagði hann. 

„Við lok þing­halds­ins vil ég þakka öllum alþing­is­mönnum fyrir sam­starf­ið. Eðli­lega greinir þing­menn á um ýmis mál, en hér á Alþingi hefur almennt ríkt góður andi og ríkur sam­starfsvilji og vil ég þakka fyrir það. Þá hefur þetta þing, þótt stutt sé, afka­stað miklu og leitt mörg stór mál til lykta með far­sælum hætti. Alls 84 frum­vörp hafa orðið að lögum og þingið hefur sam­þykkt 29 álykt­an­ir.

Ég færi vara­for­setum sér­stakar þakkir fyrir ágæta sam­vinnu við stjórn þing­halds­ins, svo og for­mönnum flokk­anna og þing­flokka fyrir mjög gott sam­starf. Skrif­stofu­stjóra og starfs­fólki Alþingis þakka ég góða aðstoð og mjög mikið og gott starf og sam­vinnu í hví­vetna þar sem mikið hefur mætt á, ekki síst nú síð­ustu dag­ana.

Ég óska utan­bæj­ar­mönnum góðrar heim­ferðar og ánægju­legrar heim­komu og vænti þess að við hitt­umst öll heil þegar Alþingi kemur saman að nýju í næsta mán­uð­i,“ sagði Stein­grímur í ávarpi sín­u. 

Börkur Smári Kristinsson
Á ég að gera það?
Kjarninn 9. desember 2018
Karolina Fund: Ljótu kartöflurnar
Viðar Reynisson stofnaði ljótu kartöflurnar. Hann safnar nú fyrir pökkunarvél til að gera pakkað þeim í neytendavænni umbúðir.
Kjarninn 9. desember 2018
Bjarni Jónsson
Á að afhjúpa jólasveinana – eða gæta friðhelgi þeirra?
Leslistinn 9. desember 2018
„Þau sem stjórna þessu landi vilja taka sér langt og gott jólafrí“
Formaður Eflingar segir að tíminn til viðræðna um boðlega lausn á kjaradeilum hafi ekki verið vel nýttur undanfarin misseri. Hún telur íslenska verkalýðsbaráttu hafa verið staðnaða árum saman.
Kjarninn 9. desember 2018
Segir Sigmund Davíð vera á meðal þeirra sem þögðu
Þingmaður Miðflokksins segist gera greinarmun á þeim sem töluðu á Klaustursbarnum og þeim sem þögðu án þess að grípa inn í níðingstalið. Hann telur formann flokksins vera á meðal þeirra sem þögðu.
Kjarninn 9. desember 2018
Heimilið hættulegasti staðurinn fyrir konur
Árið 2017 bárust lögreglunni á Íslandi 870 tilkynningar um heimilisofbeldi. Sama ár voru 50.000 konur myrtar í heiminum af maka sínum eða fjölskyldumeðlim. Á síðustu 15 árum var helmingur þeirra manndrápa sem framin voru á Íslandi tengd heimilisofbeldi.
Kjarninn 9. desember 2018
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Vísindin efla alla dáð
Kjarninn 9. desember 2018
Frederik Skøt og Toke Suhr.
Morðtól í tómstundabúð
Þegar tveir ungir menn, Toke Suhr og Frederik Skøt, opnuðu verslun í Kaupmannahöfn, fyrir tveim árum, grunaði þá ekki að vörur sem þeir hefðu til sölu yrðu notaðar til árása og manndrápa í Írak.
Kjarninn 9. desember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent