Eiginkona Donald Trump Bandaríkjaforseta, forsetafrúin Melania Trump, vill að bandarísk yfirvöld hætti að aðskilja börn frá foreldrum sínum þegar þau eru stoppuð á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hún segir þetta ómannúðlegt, og að yfirvöld eigi að koma vel fram við börn og stjórna aðgerðum með hjartanu.
Í yfirlýsingu frá henni, sem vitnað er til í helstu fjölmiðlum vestanhafs, þar á meðal Washington Post, segir að hún „þoli ekki“ að sjá fréttir af því að börn séu aðskilin frá foreldrum sínum. Þetta gangi ekki, og sé óþarfi.
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Demókratar beri ábyrgð á þessu, þar sem þeir neiti að samþykkja lög þar sem fjármagn er tryggt til byggingar veggs á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Á meðan það verði ekki gert, þá muni lögunum verða framfylgt með þeim hætti sem gert hefur verið undanfarnar vikur.
The Democrats should get together with their Republican counterparts and work something out on Border Security & Safety. Don’t wait until after the election because you are going to lose!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 18, 2018
Á sex vina tímabili hafa um tvö þúsund fjölskyldur verið aðskildar með þessum hætti, og hafa mannréttindasamtök gagnrýnt bandarísk stjórnvöld harðlega fyrir aðgerðir sínar.