Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað Kínverjum því að leggja frekari tolla á vörur sem fluttar eru til Bandaríkjanna.
Eftir að samningaviðræðum milli Kínverja og Bandaríkjamanna sigldu í strand, án þess að nokkuð hafi verið ákveðið með tolla, þá hefur Trump ákveðið að setja tolla alveg einhliða á Kínverja og því hafa Kínverjar nú svarað.
Samtals voru upphaflegu tollarnir upp á 50 milljarða Bandaríkjadala, eða sem nemur um 550 milljarða króna, en Kínverjar hafa þegar hótað að svara með sambærilegum tollum, meðal annars á mörg hundruð vörutegundir á sviði landbúnaðar og efnaframleiðslu ýmis konar.
Í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC segir að tollarnir sem Kínverjar ætla að svara Bandaríkjunum með nái til 659 vörutegunda.
Fair Trade is now to be called Fool Trade if it is not Reciprocal. According to a Canada release, they make almost 100 Billion Dollars in Trade with U.S. (guess they were bragging and got caught!). Minimum is 17B. Tax Dairy from us at 270%. Then Justin acts hurt when called out!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 11, 2018
Í yfirlýsingu frá Trump segir að Kínverjar verði að leggja meira af mörkum, við að bæta viðskiptasamband Kína og Bandaríkjanna, svo að bandarískir hagsmunir verndist betur. Trump hefur ítrekað sagt að það halli of mikið á Bandaríkin þegar kemur að viðskiptum við Kína.
Kínverjar segja að viðskiptastríð með tollum og sértækum aðgerðum, til að vernda tiltekin fyrirtæki eða tiltekna geira í Bandaríkjunum, muni ekki skila árangri.
Tollarnir sem Trump er að hóta nú eru upp á 10 prósent á innflutning vara upp á um 200 milljarða Bandaríkjadala, og að sögn BBC gæti það valdið því að átökin við Kínverja muni stigmagnast enn meira.