Forsætisráðherra hyggst hefja undirbúning að skiptingu velferðarráðuneytisins upp í tvö ráðuneyti. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á vef forsætisráðuneytisins.
í tilkynningu segir að forsætisráðuneytið muni undirbúa þingsályktunartillögu í samráði við velferðarráðuneytið sem lögð verður fyrir Alþingi í haust. Í henni verða færð rök fyrir því að ráðuneytinu yrði skipt upp í tvennt, en skiptingin eigi að vera í megindráttum í samræmi við núverandi verkaskiptingu ráðherranna tveggja sem starfa undir ráðuneytið. Skiptingin geti eflt getu ráðuneytanna tveggja til að sinna lögbundnum verkefnum og rækja hlutverk sín á sviði stefnumótunar.
Undir velferðarráðuneyti sitja félags-og jafnréttismálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, auk heilbrigðisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur. Ráðuneytið var sameinað úr heilbrigðisráðuneyti og félags-og tryggingarmálaráðuneyti þann 1. janúar 2011.