Friðurinn úti í borgarstjórn eftir innan við klukkustund

Borgarstjórnarfulltrúar minnihlutans kalla eftir óháðri rannsókn vegna trúnaðarbrests og leka í Ráðhúsinu í upphafi fyrsta fundar borgarstjórnar Reykjavíkur. Málið sé prófraun.

Marta Guðjónsdóttir, Vigdís Hauksdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir á fyrsta fundi borgarstjórnar 19. júní 2018.
Marta Guðjónsdóttir, Vigdís Hauksdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir á fyrsta fundi borgarstjórnar 19. júní 2018.
Auglýsing

Þeir voru ekki margir hveiti­brauðs­dagar nýrrar borg­ar­stjórn­ar. Innan við klukku­tíma eftir að fyrsti fundur borg­ar­stjórnar var settur í dag, var Vig­dís Hauks­dóttir borg­ar­full­trúi Mið­flokks­ins farin að kalla eftir rann­sókn vegna algjörs trún­að­ar­brests.

Þannig var að Marta Guð­jóns­dóttir borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins óskaði eftir nán­ari útskýr­ingum á stofnun umhverf­is- og heil­brigð­is­ráðs, hlut­verki þess og til­gangi. Líf Magneu­dóttir borg­ar­full­trúi Vinstri grænna kom í pontu og þakk­aði í svari sínu Mörtu fyrir að vilja taka sæti í ráð­inu.

Þá varð uppi fótur og fit. Minni­hlut­anum varð mikið um við að heyra að Líf væri kunn­ugt um að Marta ætli að taka sæti í ráð­inu. Var tölu­vert rætt um trún­að­ar­brest og óskað eftir því form­lega í ræðum að Líf upp­lýsti hvaðan úr kerf­inu hún hefði þær upp­lýs­ingar að Marta ætl­aði að setj­ast í umhverf­is- og heil­brigð­is­ráð.

Auglýsing

Líf sagði að það væri ekk­ert óeðli­legt við að fólk ræddi saman á göng­un­um.

Eyþór Arn­alds odd­viti Sjálf­stæð­is­manna sagði að ekki mætti gera lítið úr þessu, þeir sem ekki séu trúir yfir því litla séu ekki til þess fallnir að halda utan um það stóra. Um væri að ræða próf­raun fyrir borg­ar­stjórn­ina.

Hildur Björns­dóttir sam­flokks­maður Eyþórs lýsti yfir miklum áhyggjum af þeim trún­að­ar­bresti sem upp var kom­inn og óskaði eftir upp­lýs­ingum um hvernig þessar upp­lýs­ingar hafi lekið til Líf­ar.

Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri velti því upp hvort þetta væri stóra málið í borg­ar­stjórn. Sagð­ist ekki kunn­ugt um hvort að þessar sam­eig­in­legu til­lögur minni­hlut­ans hefðu átt að fara leynt, en þessar upp­lýs­ingar væru sann­ar­lega opin­berg gögn. „Ég átta mig engan veg­inn á þessum mál­funda­ræf­ingum sem hér eru,“ sagði Dag­ur.

Marta Guð­jóns­dóttir óskaði eftir skoðun á mál­inu af annað hvort óháðum aðila eða innri end­ur­skoð­un.

Líf sagði um brigsl að ræða. Henni hafi borist það til eyrna að Marta kynni að sitja í ráð­inu og þegar hún hafi síðan spurt sér­stak­lega út í ráðið á fund­inum hafi hún lagt saman tvo og tvo.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent