Friðurinn úti í borgarstjórn eftir innan við klukkustund

Borgarstjórnarfulltrúar minnihlutans kalla eftir óháðri rannsókn vegna trúnaðarbrests og leka í Ráðhúsinu í upphafi fyrsta fundar borgarstjórnar Reykjavíkur. Málið sé prófraun.

Marta Guðjónsdóttir, Vigdís Hauksdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir á fyrsta fundi borgarstjórnar 19. júní 2018.
Marta Guðjónsdóttir, Vigdís Hauksdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir á fyrsta fundi borgarstjórnar 19. júní 2018.
Auglýsing

Þeir voru ekki margir hveiti­brauðs­dagar nýrrar borg­ar­stjórn­ar. Innan við klukku­tíma eftir að fyrsti fundur borg­ar­stjórnar var settur í dag, var Vig­dís Hauks­dóttir borg­ar­full­trúi Mið­flokks­ins farin að kalla eftir rann­sókn vegna algjörs trún­að­ar­brests.

Þannig var að Marta Guð­jóns­dóttir borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins óskaði eftir nán­ari útskýr­ingum á stofnun umhverf­is- og heil­brigð­is­ráðs, hlut­verki þess og til­gangi. Líf Magneu­dóttir borg­ar­full­trúi Vinstri grænna kom í pontu og þakk­aði í svari sínu Mörtu fyrir að vilja taka sæti í ráð­inu.

Þá varð uppi fótur og fit. Minni­hlut­anum varð mikið um við að heyra að Líf væri kunn­ugt um að Marta ætli að taka sæti í ráð­inu. Var tölu­vert rætt um trún­að­ar­brest og óskað eftir því form­lega í ræðum að Líf upp­lýsti hvaðan úr kerf­inu hún hefði þær upp­lýs­ingar að Marta ætl­aði að setj­ast í umhverf­is- og heil­brigð­is­ráð.

Auglýsing

Líf sagði að það væri ekk­ert óeðli­legt við að fólk ræddi saman á göng­un­um.

Eyþór Arn­alds odd­viti Sjálf­stæð­is­manna sagði að ekki mætti gera lítið úr þessu, þeir sem ekki séu trúir yfir því litla séu ekki til þess fallnir að halda utan um það stóra. Um væri að ræða próf­raun fyrir borg­ar­stjórn­ina.

Hildur Björns­dóttir sam­flokks­maður Eyþórs lýsti yfir miklum áhyggjum af þeim trún­að­ar­bresti sem upp var kom­inn og óskaði eftir upp­lýs­ingum um hvernig þessar upp­lýs­ingar hafi lekið til Líf­ar.

Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri velti því upp hvort þetta væri stóra málið í borg­ar­stjórn. Sagð­ist ekki kunn­ugt um hvort að þessar sam­eig­in­legu til­lögur minni­hlut­ans hefðu átt að fara leynt, en þessar upp­lýs­ingar væru sann­ar­lega opin­berg gögn. „Ég átta mig engan veg­inn á þessum mál­funda­ræf­ingum sem hér eru,“ sagði Dag­ur.

Marta Guð­jóns­dóttir óskaði eftir skoðun á mál­inu af annað hvort óháðum aðila eða innri end­ur­skoð­un.

Líf sagði um brigsl að ræða. Henni hafi borist það til eyrna að Marta kynni að sitja í ráð­inu og þegar hún hafi síðan spurt sér­stak­lega út í ráðið á fund­inum hafi hún lagt saman tvo og tvo.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent