Friðurinn úti í borgarstjórn eftir innan við klukkustund

Borgarstjórnarfulltrúar minnihlutans kalla eftir óháðri rannsókn vegna trúnaðarbrests og leka í Ráðhúsinu í upphafi fyrsta fundar borgarstjórnar Reykjavíkur. Málið sé prófraun.

Marta Guðjónsdóttir, Vigdís Hauksdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir á fyrsta fundi borgarstjórnar 19. júní 2018.
Marta Guðjónsdóttir, Vigdís Hauksdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir á fyrsta fundi borgarstjórnar 19. júní 2018.
Auglýsing

Þeir voru ekki margir hveitibrauðsdagar nýrrar borgarstjórnar. Innan við klukkutíma eftir að fyrsti fundur borgarstjórnar var settur í dag, var Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins farin að kalla eftir rannsókn vegna algjörs trúnaðarbrests.

Þannig var að Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins óskaði eftir nánari útskýringum á stofnun umhverfis- og heilbrigðisráðs, hlutverki þess og tilgangi. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna kom í pontu og þakkaði í svari sínu Mörtu fyrir að vilja taka sæti í ráðinu.

Þá varð uppi fótur og fit. Minnihlutanum varð mikið um við að heyra að Líf væri kunnugt um að Marta ætli að taka sæti í ráðinu. Var töluvert rætt um trúnaðarbrest og óskað eftir því formlega í ræðum að Líf upplýsti hvaðan úr kerfinu hún hefði þær upplýsingar að Marta ætlaði að setjast í umhverfis- og heilbrigðisráð.

Auglýsing

Líf sagði að það væri ekkert óeðlilegt við að fólk ræddi saman á göngunum.

Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna sagði að ekki mætti gera lítið úr þessu, þeir sem ekki séu trúir yfir því litla séu ekki til þess fallnir að halda utan um það stóra. Um væri að ræða prófraun fyrir borgarstjórnina.

Hildur Björnsdóttir samflokksmaður Eyþórs lýsti yfir miklum áhyggjum af þeim trúnaðarbresti sem upp var kominn og óskaði eftir upplýsingum um hvernig þessar upplýsingar hafi lekið til Lífar.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri velti því upp hvort þetta væri stóra málið í borgarstjórn. Sagðist ekki kunnugt um hvort að þessar sameiginlegu tillögur minnihlutans hefðu átt að fara leynt, en þessar upplýsingar væru sannarlega opinberg gögn. „Ég átta mig engan veginn á þessum málfundaræfingum sem hér eru,“ sagði Dagur.

Marta Guðjónsdóttir óskaði eftir skoðun á málinu af annað hvort óháðum aðila eða innri endurskoðun.

Líf sagði um brigsl að ræða. Henni hafi borist það til eyrna að Marta kynni að sitja í ráðinu og þegar hún hafi síðan spurt sérstaklega út í ráðið á fundinum hafi hún lagt saman tvo og tvo.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent