Aldrei verið fleiri á flótta í heiminum

Tæpar 70 milljónir manna voru hrakin frá heimilum sínum og rúmar 25 milljónir þeirra teljast flóttamenn. Báðar tölur eru þær hæstu sem mælst hafa í mörg ár.

Róhingjar á flótta.
Róhingjar á flótta.
Auglýsing

Alls höfðu 68,5 millj­ónir manna verið hrakin burt frá heim­ilum sínum um allan heim undir lok síð­asta árs, sam­kvæmt nýbirtri skýrslu flótta­manna­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna. Þar af voru flótta­menn 25,4 millj­ónir og hafa þeir aldrei verið jafn­margir frá því mæl­ingar SÞ hófust.

Sam­kvæmt skýrsl­unni hýsir Tyrk­land fleiri flótta­menn enn nokkur önnur þjóð, fjórða árið í röð. Ef tekið er til­lit til íbúa­fjölda hins vegar hafa Líbanon og Jórdanía vinn­ing­in, en fjórð­ungur íbúa í Líbanon og þriðj­ungur íbúa í Jórdaníu telj­ast til flótta­manna. Alls eru 85% flótta­manna stað­sett í þró­un­ar­lönd­um, en flestir þeirra flýja til­ ­ná­granna­landa ­sinna. Dreif­ing flótta­manna eftir þjóð­ernum er ójöfn, en 68% allra flótta­manna koma frá ein­ungis fimm lönd­um: Sýr­land­i, Af­ghanistan, ­Suð­ur­-Súd­an, ­Myan­mar og Sómal­íu.

Auglýsing

Fjöldi þeirra sem skráðir eru flótta­menn sam­kvæmt UNRWA-til­skipun SÞ nemur 25,4 millj­ónum manna. Þetta eru hæstu tölur í tíu ár, eða frá því að mæl­ingar hófust. Rúmur helm­ingur þeirra eru börn, og þar af eru 173,800 þeirra án for­ráða­manna eða aðskilin frá for­eldrum sín­um. Þetta er í fyrsta skipti sem SÞ safnar upp­lýs­ingum um þennan hóp, en sam­kvæmt skýrsl­unni er mik­il­vægt fyrir rík­is­stjórnir allra landa að gera slíkt hið sama þar sem börn án fylgdar sé við­kvæm­asti hópur flótta­manna. 

Mynd­band Sam­ein­uðu Þjóð­anna um nýút­gefna skýrslu.

Alls voru 68,5 millj­ónir manna ver­gangi í lok árs 2017 og höfðu ekki verið fleiri frá upp­hafi mæl­inga SÞ árið 2003. Meðal þeirra voru 40 millj­ónir manna í eigin heima­landi og 3,1 milljón hæl­is­leit­enda.

Sam­hliða met­fjölda flótta­manna á heims­vísu hefur fjöldi hæl­is­leit­enda til Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins minnkað ört, eins og Kjarn­inn greindi frá fyrr í dag. Hæl­is­um­sóknir til aðild­ar­ríkja sam­bands­ins voru tæpar 730.000 tals­ins árið 2017, sem er um 44% lækkun frá því árinu á und­an. 

 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent