Aldrei verið fleiri á flótta í heiminum

Tæpar 70 milljónir manna voru hrakin frá heimilum sínum og rúmar 25 milljónir þeirra teljast flóttamenn. Báðar tölur eru þær hæstu sem mælst hafa í mörg ár.

Róhingjar á flótta.
Róhingjar á flótta.
Auglýsing

Alls höfðu 68,5 millj­ónir manna verið hrakin burt frá heim­ilum sínum um allan heim undir lok síð­asta árs, sam­kvæmt nýbirtri skýrslu flótta­manna­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna. Þar af voru flótta­menn 25,4 millj­ónir og hafa þeir aldrei verið jafn­margir frá því mæl­ingar SÞ hófust.

Sam­kvæmt skýrsl­unni hýsir Tyrk­land fleiri flótta­menn enn nokkur önnur þjóð, fjórða árið í röð. Ef tekið er til­lit til íbúa­fjölda hins vegar hafa Líbanon og Jórdanía vinn­ing­in, en fjórð­ungur íbúa í Líbanon og þriðj­ungur íbúa í Jórdaníu telj­ast til flótta­manna. Alls eru 85% flótta­manna stað­sett í þró­un­ar­lönd­um, en flestir þeirra flýja til­ ­ná­granna­landa ­sinna. Dreif­ing flótta­manna eftir þjóð­ernum er ójöfn, en 68% allra flótta­manna koma frá ein­ungis fimm lönd­um: Sýr­land­i, Af­ghanistan, ­Suð­ur­-Súd­an, ­Myan­mar og Sómal­íu.

Auglýsing

Fjöldi þeirra sem skráðir eru flótta­menn sam­kvæmt UNRWA-til­skipun SÞ nemur 25,4 millj­ónum manna. Þetta eru hæstu tölur í tíu ár, eða frá því að mæl­ingar hófust. Rúmur helm­ingur þeirra eru börn, og þar af eru 173,800 þeirra án for­ráða­manna eða aðskilin frá for­eldrum sín­um. Þetta er í fyrsta skipti sem SÞ safnar upp­lýs­ingum um þennan hóp, en sam­kvæmt skýrsl­unni er mik­il­vægt fyrir rík­is­stjórnir allra landa að gera slíkt hið sama þar sem börn án fylgdar sé við­kvæm­asti hópur flótta­manna. 

Mynd­band Sam­ein­uðu Þjóð­anna um nýút­gefna skýrslu.

Alls voru 68,5 millj­ónir manna ver­gangi í lok árs 2017 og höfðu ekki verið fleiri frá upp­hafi mæl­inga SÞ árið 2003. Meðal þeirra voru 40 millj­ónir manna í eigin heima­landi og 3,1 milljón hæl­is­leit­enda.

Sam­hliða met­fjölda flótta­manna á heims­vísu hefur fjöldi hæl­is­leit­enda til Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins minnkað ört, eins og Kjarn­inn greindi frá fyrr í dag. Hæl­is­um­sóknir til aðild­ar­ríkja sam­bands­ins voru tæpar 730.000 tals­ins árið 2017, sem er um 44% lækkun frá því árinu á und­an. 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent