Viðhorf íslenskra kvenna jákvætt gagnvart erfðaráðgjöf og erfðaprófi

Samkvæmt íslenskri rannsókn er viðhorf íslenskra kvenna jákvætt gagnvart erfðaráðgjöf og erfðaprófi vegna BRCA-stökkbreytinga en um helmingur virðist hafa áhyggjur af skertum rétti til sjúkratrygginga í kjölfar jákvæðrar niðurstöðu.

img_3108_raw_1807130194_10016379115_o.jpg
Auglýsing

Við­horf íslenskra kvenna er jákvætt gagn­vart erfða­ráð­gjöf og erfða­prófi vegna BRCA-­stökk­breyt­inga en um helm­ingur virð­ist hafa áhyggjur af skertum rétti til sjúkra­trygg­inga í kjöl­far jákvæðrar nið­ur­stöðu. Þrátt fyrir það er skýr vilji fyrir því að upp­lýsa skuli arf­bera um stöðu sína í for­varn­ar­skyni.

Þetta kemur fram í rann­sókn sem birt­ist í Lækna­blað­inu

1129 konur svör­uðu spurn­inga­list­anum og var 69 pró­sent svar­hlut­fall. Með­al­­aldur var 47 ár og tæp­lega helm­ingur eða 47 pró­sent þekkti til BRCA-­stökk­breyt­inga. Óháð ætt­ar­sögu um krabba­mein hafði meiri­hluti kvenna áhuga á að fara í erfða­ráð­gjöf eða 79 pró­sent og í erfða­próf eða 83 pró­sent, sér­stak­lega yngri kon­ur. 

Auglýsing

Í rann­sókn­inni kemur jafn­fram fram að ein­ungis 4 pró­sent kvenn­anna höfðu þegar farið í erfða­ráð­gjöf og 7 pró­sent í erfða­próf. Konur með ætt­ar­sögu um krabba­mein höfðu meiri vit­neskju um BRCA-­stökk­breyt­ing­arnar og virt­ust síður hræð­ast afleið­ingar þess að hafa slíka stökk­breyt­ingu sam­an­borið við konur með litla ætt­ar­sögu. Óháð ætt­ar­sögu hafði helm­ingur áhyggjur af því að nið­ur­stöður erfða­prófa hefðu áhrif á sjúkra­trygg­ing­ar. 

Nær allar kon­urnar eða 97 pró­sent voru hlynntar eða mjög hlynntar því að erfða­upp­lýs­ingar sem liggja fyrir vegna vís­inda­­rann­sókna séu nýttar til að upp­lýsa arf­bera stökk­breyt­ing­anna.

BRCA2-­stökk­breyt­ingin finnst í um 7% kvenna

Í rann­sókn­inni segir að um 20 ár séu liðin síðan genin tvö, BRCA1 (br­e­ast cancer gene one) og BRCA2 (br­e­ast cancer gene two) voru ein­angr­uð. Fjöl­þjóð­legar rann­sókn­ir, meðal ann­ars frá Íslandi, sýndu að stökk­breyt­ingar í þessum genum auka líkur á brjóstakrabba­meini til muna ásamt því að auka líkur á öðrum teg­undum krabba­meina og þannig stytta lífslíkur arf­bera. Á Íslandi er ein stökk­breyt­ing í BRCA2-­geni til staðar hjá 0,8 pró­sent Íslend­inga. Þessa svoköll­uðu land­nema­stökk­breyt­ingu má rekja til sam­eig­in­legs for­föður og er hún mun algeng­ari en stökk­breyt­ingar í BRCA1-­geni hér á landi. BRCA2-­stökk­breyt­ingin finnst í um 7 pró­sent kvenna sem grein­ast með brjóstakrabba­mein á Íslandi en stökk­breyt­ingar í BRCA1- geni eru aftur á móti fátíðar og finn­ast í minna en 1 pró­sent kvenna með brjóstakrabba­mein á Íslandi.

„Ís­lensk erfða­grein­ing ásamt öðrum vís­inda­mönnum innan heil­brigð­is­þjón­ust­unnar hefur í gegnum rann­sóknir sínar aflað erfða­upp­lýs­inga um stóran hluta þjóð­ar­innar en mikið hefur verið deilt um hvort og þá hvernig megi nýta þessar upp­lýs­ingar til heil­brigð­is­þjón­ustu eða for­varna. Þar skar­ast við­horf um rétt kvenna til að fá vit­neskju um eigið heilsu­far og að geta haft áhrif þar á, við rétt kvenna til þess að hafna slíkum upp­lýs­ing­um. Þessi umræða hefur aðal­lega farið fram milli lækna, sið­fræð­inga og vís­inda­manna og lítið hefur verið gert í því að kanna við­horf íslenskra kvenna,“ segir í rann­sókn­inn­i. 

Hægt er að skoða og rýna enn frekar í rann­sókn­ina á vef­síðu Lækna­blaðs­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent