Viðhorf íslenskra kvenna jákvætt gagnvart erfðaráðgjöf og erfðaprófi

Samkvæmt íslenskri rannsókn er viðhorf íslenskra kvenna jákvætt gagnvart erfðaráðgjöf og erfðaprófi vegna BRCA-stökkbreytinga en um helmingur virðist hafa áhyggjur af skertum rétti til sjúkratrygginga í kjölfar jákvæðrar niðurstöðu.

img_3108_raw_1807130194_10016379115_o.jpg
Auglýsing

Við­horf íslenskra kvenna er jákvætt gagn­vart erfða­ráð­gjöf og erfða­prófi vegna BRCA-­stökk­breyt­inga en um helm­ingur virð­ist hafa áhyggjur af skertum rétti til sjúkra­trygg­inga í kjöl­far jákvæðrar nið­ur­stöðu. Þrátt fyrir það er skýr vilji fyrir því að upp­lýsa skuli arf­bera um stöðu sína í for­varn­ar­skyni.

Þetta kemur fram í rann­sókn sem birt­ist í Lækna­blað­inu

1129 konur svör­uðu spurn­inga­list­anum og var 69 pró­sent svar­hlut­fall. Með­al­­aldur var 47 ár og tæp­lega helm­ingur eða 47 pró­sent þekkti til BRCA-­stökk­breyt­inga. Óháð ætt­ar­sögu um krabba­mein hafði meiri­hluti kvenna áhuga á að fara í erfða­ráð­gjöf eða 79 pró­sent og í erfða­próf eða 83 pró­sent, sér­stak­lega yngri kon­ur. 

Auglýsing

Í rann­sókn­inni kemur jafn­fram fram að ein­ungis 4 pró­sent kvenn­anna höfðu þegar farið í erfða­ráð­gjöf og 7 pró­sent í erfða­próf. Konur með ætt­ar­sögu um krabba­mein höfðu meiri vit­neskju um BRCA-­stökk­breyt­ing­arnar og virt­ust síður hræð­ast afleið­ingar þess að hafa slíka stökk­breyt­ingu sam­an­borið við konur með litla ætt­ar­sögu. Óháð ætt­ar­sögu hafði helm­ingur áhyggjur af því að nið­ur­stöður erfða­prófa hefðu áhrif á sjúkra­trygg­ing­ar. 

Nær allar kon­urnar eða 97 pró­sent voru hlynntar eða mjög hlynntar því að erfða­upp­lýs­ingar sem liggja fyrir vegna vís­inda­­rann­sókna séu nýttar til að upp­lýsa arf­bera stökk­breyt­ing­anna.

BRCA2-­stökk­breyt­ingin finnst í um 7% kvenna

Í rann­sókn­inni segir að um 20 ár séu liðin síðan genin tvö, BRCA1 (br­e­ast cancer gene one) og BRCA2 (br­e­ast cancer gene two) voru ein­angr­uð. Fjöl­þjóð­legar rann­sókn­ir, meðal ann­ars frá Íslandi, sýndu að stökk­breyt­ingar í þessum genum auka líkur á brjóstakrabba­meini til muna ásamt því að auka líkur á öðrum teg­undum krabba­meina og þannig stytta lífslíkur arf­bera. Á Íslandi er ein stökk­breyt­ing í BRCA2-­geni til staðar hjá 0,8 pró­sent Íslend­inga. Þessa svoköll­uðu land­nema­stökk­breyt­ingu má rekja til sam­eig­in­legs for­föður og er hún mun algeng­ari en stökk­breyt­ingar í BRCA1-­geni hér á landi. BRCA2-­stökk­breyt­ingin finnst í um 7 pró­sent kvenna sem grein­ast með brjóstakrabba­mein á Íslandi en stökk­breyt­ingar í BRCA1- geni eru aftur á móti fátíðar og finn­ast í minna en 1 pró­sent kvenna með brjóstakrabba­mein á Íslandi.

„Ís­lensk erfða­grein­ing ásamt öðrum vís­inda­mönnum innan heil­brigð­is­þjón­ust­unnar hefur í gegnum rann­sóknir sínar aflað erfða­upp­lýs­inga um stóran hluta þjóð­ar­innar en mikið hefur verið deilt um hvort og þá hvernig megi nýta þessar upp­lýs­ingar til heil­brigð­is­þjón­ustu eða for­varna. Þar skar­ast við­horf um rétt kvenna til að fá vit­neskju um eigið heilsu­far og að geta haft áhrif þar á, við rétt kvenna til þess að hafna slíkum upp­lýs­ing­um. Þessi umræða hefur aðal­lega farið fram milli lækna, sið­fræð­inga og vís­inda­manna og lítið hefur verið gert í því að kanna við­horf íslenskra kvenna,“ segir í rann­sókn­inn­i. 

Hægt er að skoða og rýna enn frekar í rann­sókn­ina á vef­síðu Lækna­blaðs­ins.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sacky Shanghala var dómsmálaráðherra Namibíu þar til á miðvikudag, þegar hann sagði af sér vegna Samherjamálsins.
Bankareikningar mútuþega í Samherjamálinu í Namibíu frystir
Yfirvöld í Namibíu eru búin að frysta bankareikninga í eigu tveggja lykilmanna í Samherja-málinu. Annar þeirra var dómsmálaráðherra landsins og hinn er tengdasonur fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Mikið velti á áhættudreifingu lífeyrissjóðanna
Breytt aldurssamsetning þjóða og áhrif hennar á lífeyrissjóðakerfið eru á meðal þess sem fjallað er um í nýrri skýrslu framtíðarnefndar forsætisráðherra. Að mati nefndarinnar er mikilvægt að íslenskum lífeyrissjóðum takist vel til í áhættudreifingu.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Gefa út bókina „Ekkert að fela“ um Samherjamálið á morgun
Teymið sem vann Kveiks-þáttinn um Samherja og viðskiptahætti fyrirtækisins í Afríku hefur skrifað bók um málið. Hún kemur út á morgun.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Talnastuð
Safnað fyrir jólaspilaverkefninu í ár á Karolína fund.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent