Ekkert verðmat á HB Granda í kjölfar tilboðs

Ekkert greiningarfyrirtæki í landinu hefur útbúið verðmat eða greiningu á HB Granda síðan Guðmundur Kristjánsson keypti stóran hlut í félaginu, samkvæmt fréttum Morgunblaðsins.

HB Grandi
HB Grandi
Auglýsing

Ekk­ert grein­ing­ar­fyr­ir­tæki í land­inu hefur útbúið verð­mat eða grein­ingu á HB Granda síðan Guð­mundur Krist­jáns­son keypti 34,1 pró­sent hlut í félag­inu á 21,7 millj­arða króna í apríl síð­ast­liðn­um. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í morg­un­. ­Með kaup­unum hafi mynd­ast yfir­töku­skylda sem um 90 pró­sent hlut­hafa hafi sagst ætla að hafna.

Í frétt Morg­un­blaðs­ins segir jafn­framt að haft hefði verið sam­band við allar helstu grein­ing­ar­deildir lands­ins til þess að spyrj­ast fyrir um af hverju engar grein­ingar hefðu verið gerðar og hvort búast mætti við verð­mati frá þeim á næst­unni. „Allir grein­ing­ar­að­ilar sögðu að ekk­ert nýlegt verð­mat á HB Granda lægi fyrir og ekki væri for­gangs­at­riði að gefa út grein­ingu á fyr­ir­tæk­inu. Starfs­maður hjá IFS grein­ingu sagði að eng­inn við­skipta­vinur þeirra hefði kallað eftir grein­ingu á fyr­ir­tæk­inu og því hefði það ekki verið for­gangs­mál hjá þeim að verð­meta félag­ið.“

Enn fremur segir að Arion banki hafi ekki gert grein­ingu á fyr­ir­tæk­inu, því Arion hafi verið hlut­hafi þegar HB Grandi var skráður á mark­að. Nú sé hins vegar ekk­ert því til fyr­ir­stöðu og sagði við­mæl­andi Morg­un­blaðs­ins innan grein­ing­ar­deild­ar­innar að það væri á döf­inni að verð­meta fyr­ir­tæk­ið.

Auglýsing

„Að­ili sem Morg­un­blaðið setti sig í sam­band við sagði að grein­ing­ar­deild­irnar teldu það skila litlum árangri og vera til­gangs­laust að greina HB Granda sökum þess að eig­endur félags­ins héldu flestir á stórum hlut í félag­inu og stund­uðu lítil við­skipti með þá, en fjórir stærstu hlut­hafar HB Granda eiga rétt tæp­lega tvo þriðju félags­ins. Velta með bréf félags­ins á mark­aði hefur verið lítil og því voru flest grein­ing­ar­fyr­ir­tæki lands­ins sam­mála um að HB Grandi væri ekki í for­gangi hjá þeim,“ segir í frétt­inn­i. 

Guð­mundur nýr for­stjóri félags­ins

Meiri­hluti stjórn­ar HB Granda valdi Guð­mund Krist­jáns­son sem for­stjóra ­út­gerð­ar­fé­lags­ins. Þetta kom fram í til­kynn­ingu á vef Kaup­hall­ar­innar fyrir tveimur dög­um. 

Í til­kynn­ing­unni segir að meiri­hluti stjórnar félags­ins hafi tekið ákvörð­un­ina á fundi sam­hliða ákvörðun um gerð starfs­loka­samn­ings fyrir Vil­hjálm Vil­hjálms­son, frá­far­andi for­stjóra félags­ins. Í kjöl­farið skipti stjórn með sér verkum á ný og var Magnús Gúst­afs­son kjör­inn nýr stjórn­ar­for­mað­ur. 

Guð­mundur Krist­jáns­son er fyrr­ver­andi for­stjóri útgerð­ar­fé­lags­ins Brims, en eins og Kjarn­inn hefur greint frá keypti hann 34,1 pró­sent eign­ar­hlut Krist­jáns Lofts­sonar og Hall­dórs Teits­sonar í HB Granda. Kaupin námu tæp­lega 21,7 millj­örðum króna.

Guð­mundur bauð sig svo fram í stjórn félags­ins en var val­inn stjórn­ar­for­maður á aðal­fund­i HB Granda þann 4. maí síð­ast­lið­inn.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Öðruvísi áhrifavaldar
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Aðferðir til að lifa af.
Kjarninn 30. mars 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Haldið ykkur heima um páskana
Úr heilræðahorni Víðis Reynissonar: Haldið ykkur heima um páskana – hugið tímanlega að innkaupum, farið sjaldan í búð og kaupið meira inn í einu.
Kjarninn 30. mars 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Þessi veira er sjálfri sér samkvæm
„Skilaboðin eru þau að þetta er mjög alvarlegur faraldur og þetta eru mjög alvarleg veikindi og þess vegna full ástæða til að grípa til þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til.“
Kjarninn 30. mars 2020
Isavia segir upp rúmlega hundrað manns
Isavia sagði í dag upp 101 starfsmanni og bauð 37 starfsmönnum sínum áframhaldandi starf í minnkuðu starfshlutfalli. Aðgerðirnar ná til rúmlega 10 prósent starfsmanna fyrirtækisins og bitna helst á framlínustarfsfólki á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 30. mars 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Stærsta áskorunin að koma í veg fyrir annan faraldur
Sóttvarnalæknir segir að aflétta verði hægt og varlega þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hér á landi vegna veirunnar. Það verði okkar stærsta áskorun næstu vikur og mánuði.
Kjarninn 30. mars 2020
Eilítið svartsýnni spá en síðast – Reikna með að 1.700 manns á Íslandi greinist
Nýtt uppfært spálíkan hefur nú litið dagsins ljós en samkvæmt því mun fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm ná hámarki í fyrstu viku apríl.
Kjarninn 30. mars 2020
Fréttablaðið og DV eru nú í eigu sama fyrirtækis.
Ritstjóri DV að láta af störfum og fleiri uppsagnir í burðarliðnum
Kaup Torgs, eiganda Fréttablaðsins, á DV og tengdum miðlum voru blessuð af Samkeppniseftirlitinu í síðustu viku.
Kjarninn 30. mars 2020
Staðfest smit eru orðin 1.086 á Íslandi.
Tæplega sjötíu ný smit síðasta sólarhringinn
Flestir þeirra sem hafa greinst með veiruna eru á aldrinum 40-49 ára. Sex einstaklingar á tíræðisaldri hafa greinst og 25 börn yngri en tíu ára.
Kjarninn 30. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent