Yfirtaka á HB Granda yrði stór biti

Tilkynningin um kaupa Guðmundar Kristjánssonar á ríflega 34 prósent hlut í HB Granda koma mörgum fjárfestum á óvart, ekki síst innan íslenskra lífeyrissjóða. Svo gæti farið að margir hluthafar ákveði að selja hluti sína, þvert á vilja Guðmundar.

HB Grandi
Auglýsing

Krist­ján Lofts­son, sem hefur verið burð­ar­rásin í hlut­hafa­hópi HB Granda í ára­tugi, fékk á dög­unum til­boð í hlut sinn í félag­inu sem hann taldi of gott til að hafna því.

Guð­mundur Krist­jáns­son, for­stjóri og aðal­eig­andi Brims, gerði til­boðið í hluta­féð, og voru til­kynn­ingar sendar um það til Nas­daq kaup­hallar Íslands, eins og greint hefur verið frá.

Það var sam­tals upp á 21,7 millj­arða króna og í 34,1 pró­sent hlut í HB Granda, en hluta­féð var að mestu leyti Hvals, sem er að miklu leyti í eigu Krist­jáns Lofts­son­ar, og félag­anna Vog­unar og Venusar, og síðan einnig Hall­dórs Teits­son­ar. Þeir eiga báðir sæti í stjórn HB Granda. 

Auglýsing

Yfir­töku­skylda mynd­að­ist við þessi við­skipti og er Guð­mundi skylt að gera hlut­höfum til­boð um kaup á því verði sem um ræðir í við­skipt­un­um. Yfir­töku­skyldan mynd­ast við yfir­ráð yfir 30 pró­sent hlut í skráðu félagi.

Yfirtökuskyldan er svona sett fram í lagatexta.

Verðið í við­skipt­unum fyrr­nefndu var 16 pró­sentum yfir þáver­andi mark­aðs­gengi félags­ins, en strax á fyrsta við­skipta­degi eftir að til­boðið var gert opin­bert hækk­aði gengi HB Granda um 11 pró­sent og svo aftur um lítið eitt í gær. Mark­aðsvirði félags­ins hefur auk­ist um 6 millj­arða frá því að til­kynnt var um fyrr­nefnd við­skipti.

Þetta eru um margt áhuga­verð við­skipti, ekki síst í ljósi þess að þau eru meðal þeirra umfangs­mestu frá því að hluta­bréfa­mark­að­ur­inn var end­ur­reistur fyrir bráðum ára­tug. Þá verður það að telj­ast sögu­legt að Krist­ján Lofts­son hverfi úr fram­varða­sveit hlut­hafa félags­ins, eftir ára­tuga veru þar, en hann mun þó eiga lít­inn hlut í félag­inu, sem nemur um 10 millj­ónum króna miðað við núver­andi gengi.

Nokkrir hlutir eru for­vitni­legir í þessu sam­hengi.

- Aðrir hlut­hafar þurfa að fara í gegnum sömu hugs­anir og Krist­ján Lofts­son, og velta því fyrirHluthafar HB Granda. sér hvort þetta er gott til­boð eða ekki. Ekki væri óeðli­legt ef hlut­hafar myndu ákveða að selja, í ljósi þess að Krist­ján taldi þetta það gott til­boð, og síðan gætu líf­eyr­is­sjóðir lands­manna, sem eru meðal stærstu hlut­hafa, hagn­ast veru­lega á söl­unni. Sé sér­stak­lega horft til líf­eyr­is­sjóð­anna þá getur einnig verið fýsi­legt fyrir þá að vera hlut­hafar í félag­inu áfram, enda rekstr­ar­saga HB Granda traust og árang­urs­mik­il, til langs tíma lit­ið. Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna á 13,66 pró­sent hlut í félag­inu og er næst stærstur hlut­hafa. Sam­an­lagt eiga fjórir líf­eyr­is­sjóð­ir, það er Gildi, LSR og Birta auk Líf­eyr­is­sjóðs versl­un­ar­manna, tæp­lega þriðj­ungs­hlut í félag­inu.

Stórar spurn­ingar sem þarf að svara

- Ef félagið verður yfir­tekið þá þýðir það að Guð­mundur þyrfti að fjár­magna 65 millj­arða við­skipti, og ef það á að vera trú­verð­ug­leiki að baki til­boð­unum þá þarf að fjár­magna þau öll fyrir fram. Við­mæl­endur Kjarn­ans sögðu umfang við­skipt­anna vera mik­ið, og að það yrði ekki auð­sótt að fjár­magna þau, ef margir hlut­hafar myndu ákveða að selja.

Fjár­mála­eft­ir­lit­ið, Sam­keppn­is­eft­ir­litið og Fiski­stofa eru nú að skoða þau álita­mál sem vakna við þessi við­skipti, er varða áhrifin á lögin sem eft­ir­lits­stofn­an­irnar hafa eft­ir­lit með. Það er hluti af hinum form­lega fer­il. Mun reyna á hámarks­eign í kvóta? Er þetta of mikil sam­þjöppun sam­kvæmt sam­keppn­is­lög­um? Og svo fram­veg­is. Þessum spurn­ingum þarf að svara.

Guð­mundur sagði í við­tali við Morg­un­blaðið að hann væri að fjár­magna kaupin á hlut Krist­jáns og Hall­dórs með aðkomu lána­stofn­anna. Ef það á að vera fullur trú­verð­ug­leiki að baki þessum til­boðum í afgang­inn af hlutafé HB Granda, í ljósi skil­yrða um yfir­töku­skyldu, þá þyrfti að vera búið að fjár­magna yfir­tök­una. Ljóst er að það er mikið verk­efni að leysa.

Koma rík­is­bank­arnir að fjár­mögn­un?

- Skatt­greið­endur gætu átt tölu­vert und­ir, þar sem ríkið á bæði Lands­bank­ann og Íslands­banka, og raunar um 80 pró­sent af fjár­mála­kerf­inu. Heild­ar­upp­hæð­in, 65 millj­arð­ar, nemur um fjórð­ungi af eig­in­fjár­stöðu Lands­bank­ans, svo dæmi sé tek­ið. Erfitt er að segja til um hversu mikil aðkoma lána­stofn­anna verður en óbeint má segja, að ríkið komi að þessum við­skipt­um, það er ef annar hvor þess­ara banka kemur að fjár­mögn­un­inni.

Eigið fé Brims var rúm­lega 20 millj­arðar í lok árs 2016 og þrátt fyrir háar fjár­hæðir og digra sjóði, þá er þetta stór bit­i. Enda sam­svarar yfir­töku­upp­hæðin öllu mark­aðsvirði VÍS, Trygg­ing­ar­mið­stöðv­ar­innar og Origo, sem einnig eru skráð á mark­að.

Staðan mun hins vegar skýr­ast á næst­unni, og að öllum lík­indum fyrir aðal­fund félags­ins sem fram fer 4. maí. Líf­eyr­is­sjóðir eru stórir hlut­haf­ar, eins og áður seg­ir, en þeir hafa ekki enn fengið nein til­boð í hluti sína, sam­kvæmt svörum frá þeim. Vænt­an­lega koma þau innan tíð­ar, enda tekur tíma að ganga frá málum sem þessum, og frest­ur­inn er 30 dagar frá því yfir­töku­skylda mynd­ast.

- Guð­mundur hefur ekki hikað við að stækka útgerð­ar­veldi sitt þegar tæki­færin til þess koma. Að því leyt­inu til kemur það ekki á óvart að hann sé að hugsa stórt, en til­kynn­ingin um kaupin kom þó mörgum á óvart, en ekki síst hjá líf­eyr­is­sjóð­un­um. 

Guð­mundur og aðilar tengdir honum á eiga um þriðj­ungs­hlut í Vinnslu­stöð­inni en hann hefur lengi átt í deilum við aðra hlut­hafa, og neit­aði hann að stað­festa árs­reikn­ing Vinnslu­stöðv­ar­innar fyrir árið 2017, einn stjórn­ar­manna. Í lok árs 2017 var eig­in­fjár­hlut­fall Vinnslu­stöðv­ar­innar 32 pró­sent og greiddi félagið tæp­lega einn millj­arð í arð til hlut­hafa.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar