Nemendur óánægðari með kvenkyns háskólakennara

Kvenkyns háskólakennarar í fullu starfi fá mun lægri einkunn á kennslumati en karlkyns samkennarar. Hugsanlega gæti það verið vegna kynjamismununar.

Katrín Ólafsdóttir, lektor við HR.
Katrín Ólafsdóttir, lektor við HR.
Auglýsing

Kynja­mis­munun gæti verið meg­in­á­stæða þess að kven­kyns háskóla­kenn­arar hljóta lægri ein­kunn á kennslu­mati en karl­kyns félagar sínir og fái því síður vinnu við kennslu í háskóla. Þetta eru nið­ur­stöður nýrrar greinar Katrínar Ólafs­dótt­ur, lekt­ors við við­skipta­fræði­deild Háskól­ans í Reykja­vík.

Í grein­inni, sem birt­ist í vor­hefti Tíma­rits um við­skipti og efna­hags­mál, fjallar Katrín um kynja­hlut­föll í háskólum í hinum vest­ræna heim­i.  Hlut­fallið er nokkuð ójafnt, en í Banda­ríkj­unum og Evr­ópu eru einn af hverjum fimm við­skipta­fræði­pró­fess­orum í fullu starfi kon­ur, þrátt fyr­ir  að helm­ingur grunn­nema í við­skipta­fræði sé kven­kyns. 

„Lagn­irnar leka“

Katrín segir þetta mis­ræmi milli kynja­hlut­falls nem­enda og kenn­ara eiga að vera tíma­bundið sam­kvæmt svo­kall­aðri lagna­kenn­ingu (e. Pipeline the­or­y), með tím­anum eigi jafnt hlut­fall nem­enda að leiða til jafns hlut­falls kenn­ara. Ekk­ert bendir þó til þess að það muni ger­ast fljót­lega, en mis­ræmið hefur breyst mjög hægt. „Lagn­irnar leka,“ segir Katrín í grein­inni þegar hún bendir á hæga þróun í þessum efnum á síð­ustu árum.

Auglýsing

Máli sínu til stuðn­ings skoðar Katrín kennslukönnun í 127 áföngum í grunn­námi við­skipta­fræði­deildar íslensks háskóla milli haust­mán­aða 2010 og 2015. Í þeim áföngum voru 40 kenn­ar­ar, þar af 28 karl­kyns og 12 kven­kyns. 

Bitnar helst á óreyndum

Sam­kvæmt nið­ur­stöðum var mark­tækur munur á mati nem­enda á kenn­urum eftir því hvers kyns þeir væru, jafn­vel þótt tekið væri til­lit til reynslu, aðstoð­ar­kenn­ara og bekkj­ar­stærð. Nið­ur­stöð­urnar voru í takt við aðrar rann­sókn­ir, en kennslu­að­ferð­ir, frammi­staða og aðgengi kven­kyns kenn­ara fengu mark­visst lægri ein­kunnir á kennslu­mati. Athygli vekur að kynja­mis­ræmið virð­ist bitna helst á kenn­ara sem hafa litla reynslu og vinna í fullu starfi, en virð­ist minnka með reynslu og eftir starfs­hlut­fall­i. 

Sam­kvæmt Katrínu mætti rekja hluta mis­ræm­is­ins til kynja­mis­mun­un­ar, en hún hafi ekki verið mæld hér á landi með þessum hætti hingað til. Þar sem árangur háskóla­kenn­ara í starfi sé að ein­hverju leyti mældur með kennslukönnun sé hins vegar hætt við því að mis­mun­unin sjálf valdi ójöfnu kynja­hlut­falli meðal háskóla­kenn­ara. Því setur hún spurn­inga­merki við nota­gildi kennslukann­anna sem mæli­kvarða á gæði kennslu og segir þær geta lagt sitt af mörkum til að halda „lögn­unum lek­and­i.“ 

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent