Nemendur óánægðari með kvenkyns háskólakennara

Kvenkyns háskólakennarar í fullu starfi fá mun lægri einkunn á kennslumati en karlkyns samkennarar. Hugsanlega gæti það verið vegna kynjamismununar.

Katrín Ólafsdóttir, lektor við HR.
Katrín Ólafsdóttir, lektor við HR.
Auglýsing

Kynja­mis­munun gæti verið meg­in­á­stæða þess að kven­kyns háskóla­kenn­arar hljóta lægri ein­kunn á kennslu­mati en karl­kyns félagar sínir og fái því síður vinnu við kennslu í háskóla. Þetta eru nið­ur­stöður nýrrar greinar Katrínar Ólafs­dótt­ur, lekt­ors við við­skipta­fræði­deild Háskól­ans í Reykja­vík.

Í grein­inni, sem birt­ist í vor­hefti Tíma­rits um við­skipti og efna­hags­mál, fjallar Katrín um kynja­hlut­föll í háskólum í hinum vest­ræna heim­i.  Hlut­fallið er nokkuð ójafnt, en í Banda­ríkj­unum og Evr­ópu eru einn af hverjum fimm við­skipta­fræði­pró­fess­orum í fullu starfi kon­ur, þrátt fyr­ir  að helm­ingur grunn­nema í við­skipta­fræði sé kven­kyns. 

„Lagn­irnar leka“

Katrín segir þetta mis­ræmi milli kynja­hlut­falls nem­enda og kenn­ara eiga að vera tíma­bundið sam­kvæmt svo­kall­aðri lagna­kenn­ingu (e. Pipeline the­or­y), með tím­anum eigi jafnt hlut­fall nem­enda að leiða til jafns hlut­falls kenn­ara. Ekk­ert bendir þó til þess að það muni ger­ast fljót­lega, en mis­ræmið hefur breyst mjög hægt. „Lagn­irnar leka,“ segir Katrín í grein­inni þegar hún bendir á hæga þróun í þessum efnum á síð­ustu árum.

Auglýsing

Máli sínu til stuðn­ings skoðar Katrín kennslukönnun í 127 áföngum í grunn­námi við­skipta­fræði­deildar íslensks háskóla milli haust­mán­aða 2010 og 2015. Í þeim áföngum voru 40 kenn­ar­ar, þar af 28 karl­kyns og 12 kven­kyns. 

Bitnar helst á óreyndum

Sam­kvæmt nið­ur­stöðum var mark­tækur munur á mati nem­enda á kenn­urum eftir því hvers kyns þeir væru, jafn­vel þótt tekið væri til­lit til reynslu, aðstoð­ar­kenn­ara og bekkj­ar­stærð. Nið­ur­stöð­urnar voru í takt við aðrar rann­sókn­ir, en kennslu­að­ferð­ir, frammi­staða og aðgengi kven­kyns kenn­ara fengu mark­visst lægri ein­kunnir á kennslu­mati. Athygli vekur að kynja­mis­ræmið virð­ist bitna helst á kenn­ara sem hafa litla reynslu og vinna í fullu starfi, en virð­ist minnka með reynslu og eftir starfs­hlut­fall­i. 

Sam­kvæmt Katrínu mætti rekja hluta mis­ræm­is­ins til kynja­mis­mun­un­ar, en hún hafi ekki verið mæld hér á landi með þessum hætti hingað til. Þar sem árangur háskóla­kenn­ara í starfi sé að ein­hverju leyti mældur með kennslukönnun sé hins vegar hætt við því að mis­mun­unin sjálf valdi ójöfnu kynja­hlut­falli meðal háskóla­kenn­ara. Því setur hún spurn­inga­merki við nota­gildi kennslukann­anna sem mæli­kvarða á gæði kennslu og segir þær geta lagt sitt af mörkum til að halda „lögn­unum lek­and­i.“ 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Frumvarp um Þjóðarsjóð lagt aftur fram – Yrði stofnaður um áramót
Frumvarp um stofnun Þjóðarsjóðs, sem á að taka við arðgreiðslum frá orkufyrirtækjum ríkisins, hefur verið lagt aftur fram. Ekki hefur verið einhugur um hvort að um sé að ræða góða nýtingu á fjármagninu, sem getur hlaupið á hundruð milljörðum á fáum árum.
Kjarninn 16. október 2019
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir - Þjóðbúningamafían
Kjarninn 16. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ofurstéttin sem er að eignast Ísland
Kjarninn 16. október 2019
Samningar sagðir vera að nást milli Breta og Evrópusambandsins
Fundað hefur verið stíft í Brussel og einnig í London, síðustu daga. Reynt er til þrautar að ná samningi um forsendur útgöngu Breta úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 16. október 2019
Flokkar Bjarna Benediktssonar og Loga Einarssonar mælast nánast jafn stórir í nýrri könnun Zenter.
Samfylkingin mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkur
Frjálslyndu miðjuflokkarnir þrír í stjórnarandstöðu mælast með meira samanlagt fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir þrír í nýrri könnun. Fylgisaukning Miðflokksins, sem mældist í könnun MMR í síðustu viku, er hvergi sjáanleg.
Kjarninn 16. október 2019
AGS segir hættumerkin hrannast upp í heimsbúskapnum
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að nú séu hagvaxtarhorfur í heimsbúskapnum svipaðar og voru fyrir fjármálakreppuna 2007 til 2009.
Kjarninn 15. október 2019
Rauður dagur á markaði - Arion banki fellur enn í verði
Rauður dagur var í kauphöll Íslands í dag. Öll félögin lækkuðu nema eitt, Origo. Virði þess félags hækkaði um tæplega 2 prósent í dag, í viðskiptum upp á 677 þúsund.
Kjarninn 15. október 2019
Landsvirkjun hækkar raforkuverð um 2,5 prósent
Heildsöluverð á raforku hjá Landsvirkjun mun hækka um 2,5 prósent um næstu áramót.
Kjarninn 15. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent