Nemendur óánægðari með kvenkyns háskólakennara

Kvenkyns háskólakennarar í fullu starfi fá mun lægri einkunn á kennslumati en karlkyns samkennarar. Hugsanlega gæti það verið vegna kynjamismununar.

Katrín Ólafsdóttir, lektor við HR.
Katrín Ólafsdóttir, lektor við HR.
Auglýsing

Kynja­mis­munun gæti verið meg­in­á­stæða þess að kven­kyns háskóla­kenn­arar hljóta lægri ein­kunn á kennslu­mati en karl­kyns félagar sínir og fái því síður vinnu við kennslu í háskóla. Þetta eru nið­ur­stöður nýrrar greinar Katrínar Ólafs­dótt­ur, lekt­ors við við­skipta­fræði­deild Háskól­ans í Reykja­vík.

Í grein­inni, sem birt­ist í vor­hefti Tíma­rits um við­skipti og efna­hags­mál, fjallar Katrín um kynja­hlut­föll í háskólum í hinum vest­ræna heim­i.  Hlut­fallið er nokkuð ójafnt, en í Banda­ríkj­unum og Evr­ópu eru einn af hverjum fimm við­skipta­fræði­pró­fess­orum í fullu starfi kon­ur, þrátt fyr­ir  að helm­ingur grunn­nema í við­skipta­fræði sé kven­kyns. 

„Lagn­irnar leka“

Katrín segir þetta mis­ræmi milli kynja­hlut­falls nem­enda og kenn­ara eiga að vera tíma­bundið sam­kvæmt svo­kall­aðri lagna­kenn­ingu (e. Pipeline the­or­y), með tím­anum eigi jafnt hlut­fall nem­enda að leiða til jafns hlut­falls kenn­ara. Ekk­ert bendir þó til þess að það muni ger­ast fljót­lega, en mis­ræmið hefur breyst mjög hægt. „Lagn­irnar leka,“ segir Katrín í grein­inni þegar hún bendir á hæga þróun í þessum efnum á síð­ustu árum.

Auglýsing

Máli sínu til stuðn­ings skoðar Katrín kennslukönnun í 127 áföngum í grunn­námi við­skipta­fræði­deildar íslensks háskóla milli haust­mán­aða 2010 og 2015. Í þeim áföngum voru 40 kenn­ar­ar, þar af 28 karl­kyns og 12 kven­kyns. 

Bitnar helst á óreyndum

Sam­kvæmt nið­ur­stöðum var mark­tækur munur á mati nem­enda á kenn­urum eftir því hvers kyns þeir væru, jafn­vel þótt tekið væri til­lit til reynslu, aðstoð­ar­kenn­ara og bekkj­ar­stærð. Nið­ur­stöð­urnar voru í takt við aðrar rann­sókn­ir, en kennslu­að­ferð­ir, frammi­staða og aðgengi kven­kyns kenn­ara fengu mark­visst lægri ein­kunnir á kennslu­mati. Athygli vekur að kynja­mis­ræmið virð­ist bitna helst á kenn­ara sem hafa litla reynslu og vinna í fullu starfi, en virð­ist minnka með reynslu og eftir starfs­hlut­fall­i. 

Sam­kvæmt Katrínu mætti rekja hluta mis­ræm­is­ins til kynja­mis­mun­un­ar, en hún hafi ekki verið mæld hér á landi með þessum hætti hingað til. Þar sem árangur háskóla­kenn­ara í starfi sé að ein­hverju leyti mældur með kennslukönnun sé hins vegar hætt við því að mis­mun­unin sjálf valdi ójöfnu kynja­hlut­falli meðal háskóla­kenn­ara. Því setur hún spurn­inga­merki við nota­gildi kennslukann­anna sem mæli­kvarða á gæði kennslu og segir þær geta lagt sitt af mörkum til að halda „lögn­unum lek­and­i.“ 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent