Nemendur óánægðari með kvenkyns háskólakennara

Kvenkyns háskólakennarar í fullu starfi fá mun lægri einkunn á kennslumati en karlkyns samkennarar. Hugsanlega gæti það verið vegna kynjamismununar.

Katrín Ólafsdóttir, lektor við HR.
Katrín Ólafsdóttir, lektor við HR.
Auglýsing

Kynjamismunun gæti verið meginástæða þess að kvenkyns háskólakennarar hljóta lægri einkunn á kennslumati en karlkyns félagar sínir og fái því síður vinnu við kennslu í háskóla. Þetta eru niðurstöður nýrrar greinar Katrínar Ólafsdóttur, lektors við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík.

Í greininni, sem birtist í vorhefti Tímarits um viðskipti og efnahagsmál, fjallar Katrín um kynjahlutföll í háskólum í hinum vestræna heimi.  Hlutfallið er nokkuð ójafnt, en í Bandaríkjunum og Evrópu eru einn af hverjum fimm viðskiptafræðiprófessorum í fullu starfi konur, þrátt fyrir  að helmingur grunnnema í viðskiptafræði sé kvenkyns. 

„Lagnirnar leka“

Katrín segir þetta misræmi milli kynjahlutfalls nemenda og kennara eiga að vera tímabundið samkvæmt svokallaðri lagnakenningu (e. Pipeline theory), með tímanum eigi jafnt hlutfall nemenda að leiða til jafns hlutfalls kennara. Ekkert bendir þó til þess að það muni gerast fljótlega, en misræmið hefur breyst mjög hægt. „Lagnirnar leka,“ segir Katrín í greininni þegar hún bendir á hæga þróun í þessum efnum á síðustu árum.

Auglýsing

Máli sínu til stuðnings skoðar Katrín kennslukönnun í 127 áföngum í grunnnámi viðskiptafræðideildar íslensks háskóla milli haustmánaða 2010 og 2015. Í þeim áföngum voru 40 kennarar, þar af 28 karlkyns og 12 kvenkyns. 

Bitnar helst á óreyndum

Samkvæmt niðurstöðum var marktækur munur á mati nemenda á kennurum eftir því hvers kyns þeir væru, jafnvel þótt tekið væri tillit til reynslu, aðstoðarkennara og bekkjarstærð. Niðurstöðurnar voru í takt við aðrar rannsóknir, en kennsluaðferðir, frammistaða og aðgengi kvenkyns kennara fengu markvisst lægri einkunnir á kennslumati. Athygli vekur að kynjamisræmið virðist bitna helst á kennara sem hafa litla reynslu og vinna í fullu starfi, en virðist minnka með reynslu og eftir starfshlutfalli. 

Samkvæmt Katrínu mætti rekja hluta misræmisins til kynjamismununar, en hún hafi ekki verið mæld hér á landi með þessum hætti hingað til. Þar sem árangur háskólakennara í starfi sé að einhverju leyti mældur með kennslukönnun sé hins vegar hætt við því að mismununin sjálf valdi ójöfnu kynjahlutfalli meðal háskólakennara. Því setur hún spurningamerki við notagildi kennslukannanna sem mælikvarða á gæði kennslu og segir þær geta lagt sitt af mörkum til að halda „lögnunum lekandi.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent