Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og meðlimur stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, segir fjölmiðla stunda meiri pólitík en stjórnmálamenn. Samkvæmt honum eru þeir veikasti hlekkurinn í íslensku samfélagi og eiga eiginlega heima í ruslflokki. Þetta kemur fram í nýrri stöðuuppfærslu á Facebook-síðu þingmannsins.
Færsla Brynjars snýr að völdum og áhrifum í íslensku samfélagi, en samkvæmt honum fara ýmsir aðrir en kjörnir fulltrúar með það. Vald stjórnmálamanna hafi dvínað þar sem þeir færi það í meira mæli til umboðslausra sérfræðinga eða hagsumasamtaka.
Þar að auki nefnir Brynjar fjölmiðla hérlendis, en telur að þrátt fyrir mikilvægt hlutverk þeirra séu þeir veikasti hlekkurinn í íslensku samfélagi. Uppfærsluna má sjá hér að neðan.
Ýmsir aðrir en kjörnir fullrúar hafa völd og áhrif í íslensku samfélagi. Þar má nefna auðvitað fjölmiðla og...
Posted by Brynjar Níelsson on Tuesday, July 3, 2018
Fyrir mánuði síðan voru lagðar fram hugmyndir til Lilju Daggar Alfreðsdóttur, mennta-og menningarmálaráðherra, um hvernig styrkja eigi rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Á meðal þeirra voru tillögur varðandi fjármögnunar á starfsemi ritstjórna sem vinna fréttatengt efni. Lilja sagðist svomunu væntanlega birta þær með haustinu í samtali við útvarpsstöðina K100 fyrr í vor.