Brynjar svarar gagnrýni á orð hans um fjölmiðla

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerir engar athugasemdir við að fréttamenn setji sínar skoðanir fram í leiðurum eða einstaka greinum en þá verði þeir að viðurkenna það og hætta að þykjast vera hlutlausir og óháðir.

Brynjar Níelsson.
Brynjar Níelsson.
Auglýsing

Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, segir að öll gagn­rýni á fjöl­miðla og skoðun á þeim sé í huga sumra aðför eða árás á þá. Það sé eins og þeir sem séu upp­teknir af tján­ing­ar­frelsi finn­ist að það eigi ekki við um stjórn­mála­menn. Þetta kemur fram á Face­book-­síðu hans í dag.

Kol­beinn Ótt­­ar­s­­son Proppé, þing­­maður Vinstri grænna og fyrr­ver­andi blaða­­mað­­ur, er einn þeirra sem svar­aði gagn­rýni Brynjars á fjöl­miðla en Brynjar hafði áður sagt að íslenskir fjöl­miðlar væru veikasti hlekk­­ur­inn í íslensku sam­­fé­lagi, stund­uðu meiri póli­­tík en stjórn­­­mála­­menn og ættu heima í rusl­­flokki. Kol­beinn nefndi Brynjar ekki beint eða skrif hans en hug­­leið­ingum Kol­beins er aug­­ljós­­lega beint að gagn­rýni Brynjars frá því gær.

Brynjar segir í þess­ari nýju stöðu­upp­færslu sinni að nú sé það svo að fjöl­miðlar fjalli mjög um það sem er á borðum stjórn­mála­manna. Hann spyr sig hverjir séu þá betur til þess fallnir að gagn­rýna fjöl­miðla. „Eða eiga fjöl­miðlar að vera stikk­frí að því að þeir trúa því að þeir séu sér­stak­lega á vegum almenn­ings? Vanda­málið er að stundum eru þeir ein­fald­lega á eigin veg­um.

Ég væri ekki að gagn­rýna fjöl­miðla ef ég teldi þá ekki gegna mik­il­vægu hlut­verki. Að þeir skyldu vera að mínu mati veikasti hlekk­ur­inn af þeim sem telj­ast valda- og áhrifa­hópa í sam­fé­lag­inu fór auð­vitað mikið fyrir brjóstið á mörgum og vilja nán­ari útskýr­ingar á orðum mín­um. Skal orðið við því,“ segir hann. 

Auglýsing

Brynjar bendir á að eng­inn neiti því að fjöl­miðl­ar, sér­stak­lega þeir sem telji sig hlut­lausa og óháða, hafi mjög mikil áhrif á skoð­ana­myndum og ákvarð­anir ann­arra. Því sé mik­il­vægt að fag­leg umgjörð þeirri sé sterk og að póli­tískt skoðun eða gild­is­mat ein­stakra frétta­manna verði ekki alls­ráð­andi í fréttaum­fjöll­un. Ágætt sé að taka nokkur dæmi síð­ustu miss­eri til útskýr­inga þar sem skort hafi mjög á fag­mennsku og margir frétta­menn hafi fest í eigin póli­tísku skoð­un­um.

Fyrsta dæmið sem hann nefnir er fréttaum­fjöll­unin um upp­reist æru. Hann segir að þar hafi margir fjöl­miðlar verið með fréttaum­fjöllun um að ráð­herra og hans flokkur væri að hygla barn­a­níð­ingum og ítrekað látið að því liggja að lög væru brotin þótt alltaf lægi fyrir að ráð­herra færi að lögum eins og for­verar hans höfðu gert alla tíð. 

„Svo má nefna Lands­rétt­ar­málið þar sem skorti mjög á fag­mennsku eins og nýleg dæmi sanna. Kannski að fyrr­ver­andi dóm­ari við Mannrett­inda­dóm­stól Evr­ópu hafi náð að leið­rétta mesta ruglið í fjöl­miðlum um það mál. Svo er mjög algengt að ein­stakir frétta­menn geti ekki látið vera í fréttaum­fjöllun að upp­nefna íslenska og útlenda flokka sem þeir eru ekki sam­mála. Eru þeir ýmist nefndir öfga­flokk­ar, pop­ul­ískir og gjarnan hægri öfga­flokkar ef mikið liggur við. Einnig má taka mörg dæmi um fréttaum­fjöllun fjöl­miðla um meinta ólög­lega vopna­flutn­inga íslensks flug­fé­lags til Saudi Arab­íu, kjara­deilu ljós­mæðra, Brexit fréttir og svona mætti lengi telja. Umfjöllun um þessi atriði var oft á tíðum svo gild­is­hlaðin og ekki síst hjá þeim sem telja sig full­trúa almenn­ings. Það er eins fjöl­miðlar séu með enga rit­stjórn.

Ég geri engar athuga­semdir við að frétta­menn setji sínar skoð­anir fram í leið­urum eða ein­staka greinum í sínum fjöl­miðl­um. Heldur ekki við það að fjöl­miðlar hafi póli­tísk mark­mið. En þá verða þeir bara að við­ur­kenna það og hætta að þykj­ast vera hlut­lausir og óháð­ir,“ segir hann að lok­um. 

Öll gagn­rýni á fjöl­miðla og skoðun á þeim er í huga sumra aðför eða árás á þá. Það er eins og þeir sem eru upp­teknir af...

Posted by Brynjar Níels­son on Wed­nes­day, July 4, 2018


Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent