Segir grafið undan trúverðugleika fjölmiðla

Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir þingmenn þurfa að gæta sérstaklega að orðum sínum þegar komi að fjölmiðlum. Brynjar Níelsson kollegi hans sagði íslenska fjölmiðla veikasta hlekkinn í íslensku samfélagi í gær.

Kolbeinn Óttarsson Proppé Brynjar Níelsson
Auglýsing

Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé, þing­maður Vinstri grænna og fyrr­ver­andi blaða­mað­ur, svarar á Face­book síðu sinni gagn­rýni Brynjars Níels­son­ar, þing­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins og kollega hans í rík­is­stjórn­ar­flokk­un­um, á fjöl­miðla. Brynjar sagði í gær að íslenskir fjöl­miðlar séu veikasti hlekk­ur­inn í íslensku sam­fé­lagi, stundi meiri póli­tík en stjórn­mála­menn og eigi heima í rusl­flokki. Kol­beinn nefnir Brynjar ekki beint eða skrif hans, en hug­leið­ingum Kol­beins er aug­ljós­lega beint að gagn­rýni Brynjars frá því gær.

Kol­beinn rifjar upp störf sín í blaða­mennsku, þar sem hann seg­ist hafa mátt sitja undri alls kyns upp­nefn­um, frá eig­end­um, þing­mönnum og ráð­herrum meðal ann­arra.

„Þegar ég ræddi þetta við fólk, til­greindi mig og ýmsa félaga á rit­stjórn­inni – ertu að tala um mig, þenn­an, þessa? – þá fjar­aði þetta gjarnan út. Fyrir mörgum varð rit­stjórnin nefni­lega ein­hvers konar líf­ræn heild sem hægt var að finna allt til for­áttu, en þegar bent var á að hún væri sam­safn ein­stak­linga fannst mér oft lítið verða úr þessu. Því eitt er að gagn­rýna mig sem blaða­mann, annað að heim­færa það á heila rit­stjórn, hvað þá fjöl­miðla í heild,“ segir Kol­beinn.

Auglýsing

Hann seg­ist ekki hafa verið óskeik­ull blaða­mað­ur, gert mis­tök eða villur sem hann hafi þá leið­rétt. En sú gagn­rýni sem hann vísi til hafi ekki snú­ist um stað­reynd­ar­villur eða mis­tök. Fólki hafi mis­líkað að hann hefði skrifað um eitt­hvað eða hvernig hann gerði það, án þess að hægt væri að benda á vill­ur.

„Nú er ég þing­mað­ur. Oft sé ég eitt­hvað í fjöl­miðlum sem ég er ósam­mála og stundum mis­ferst eitt­hvað í frétt­um. Það er eðli­legt. Að taka það sem eitt­hvað dæmi um ástand fjöl­miðla almennt er ekki bara galið, það er bein­línis hættu­legt. Þetta höfum við séð æ oftar und­an­farin ár, því mið­ur. Heilu fjöl­miðl­arnir eru sagðir svona eða hinseg­in, grafið er undan trú­verð­ug­leika þeirra, og svo fjöl­miðlar í heild sinni tal­aðir nið­ur,“ skrifar Kol­beinn og bætir við: „Þing­menn bera mikla ábyrgð og ættu að mínu mati að huga oftar að þeirri ábyrgð. Við erum hluti af því kerfi lýð­ræðis sem ríkir á Íslandi og það eru fjöl­miðlar líka. Þess vegna verða þing­menn að gæta sér­stak­lega að orðum sínum þegar að fjöl­miðlum kem­ur. (Raunar finnst mér að við mættum öll gæta oftar að orðum okk­ar.) Fjöl­miðlar eru ekki hafnir yfir gagn­rýni, en sú gagn­rýni skal þá vera rök­studd með dæmum – ekki sleggjudóm­ar. Því með þeim er sleggjan reidd til höggs að lýð­ræð­is­legu hlut­verki fjöl­miðla, sem er einmitt að veita okkur þing­mönnum og stjórn­völdum aðhald.“

Ég vann lengi á fjöl­miðlum og lengst á Frétta­blað­inu. Sem blaða­maður þar mátti ég sitja undir alls kyns upp­nefnum um mig...

Posted by Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé on Wed­nes­day, July 4, 2018


Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent