Pólska ríkisstjórnin styrkir ítök í dómstólum

Ný lög tóku í gildi í Póllandi í gær sem eykur vald ríkisstjórnarinnar yfir dómstólum landsins, en lagabreytingarnar hafa mætt mikilli andstöðu.

Malgorzata Gersdorf, forseti hæstaréttar Póllands
Malgorzata Gersdorf, forseti hæstaréttar Póllands
Auglýsing

Þing­menn rík­is­stjórnar Pól­lands hrundu af stað laga­breyt­ingum um mið­nætti í gær sem leiðir til upp­sagnar 27 af 72 hæsta­rétt­ar­dóm­urum lands­ins. Laga­breyt­ing­unum var mætt með mót­mælum í meira en 60 bæjum um allt landið í gær­kvöldi og í dag hafn­aði einn frá­far­andi dóm­ar­anna ákvörð­un­inni með því að mæta í hæsta­rétt. Frá þessu er greint á Reuters og New York Times.

Í frétt­unum er greint frá laga­breyt­ingum rík­is­stjórn­ar­inn­ar, en litið er á þær sem liður í her­ferð stjórn­ar­flokks­ins Laga-og rétt­lætis (PiS), gegn sjálf­stæði dóms­kerf­is­ins þar í landi. Eftir að hafa kom­ist til valda árið 2015 tók flokk­ur­inn yfir stjórn­ar­skrár­dóm­stól lands­ins og fól dóms­mála­ráð­herra vald yfir sak­sóknurum lands­ins. Nýlega hefur PiS svo gefið sér vald til að velja nýja dóm­ara og lækk­uðu svo eft­ir­launa­aldur þeirra niður í 65 ára. 

Lækkun eft­ir­launa­ald­urs­ins, sem tók gildi um mið­nætti í gær, leiddi til þess að 27 af 72 hæstar­rétt­ar­dóm­urum Pól­lands voru neyddir til að segja af sér. Dóm­ar­arnir geta þó fengið und­an­þágu frá lög­unum frá Andrzej Duda, for­seta lands­ins, sem er hlið­hollur PiS.

Auglýsing

Reuters greindi svo frá því að einn umræddra dóm­ara, Malgorzata Gers­dorf, mætti til vinnu í hæsta­rétt í dag og hafn­aði þar með nýju laga­setn­ing­unni. Gers­dorf, sem hefur verið for­seti hæsta­rétts­ins síðan 2014, segir laga­setn­ing­una brjóta í bága við ákvæði stjórn­ar­skrár Pól­lands og geti því ekki tekið gild­i. 

Sam­kvæmt frétt Reuters hefur laga­setn­ingin ein­angrað Pól­land innan ESB. Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins ákærði pólsku rík­is­stjórn­ina vegna breyt­ing­anna síð­ast­lið­inn mánu­dag, en í ákærunni eru þær sagðar draga úr sjálf­stæði dóm­stóla þar í landi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Guð og náttúran
Kjarninn 25. september 2020
Steingrímur J. Sigfússon
Upplýsingamengun í annarra boði!
Kjarninn 25. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent