Fylgi Viðreisnar hækkar um rúm tvö prósentustig á meðan fylgi Samfylkingarinnar og Vinstri grænna dalaði milli maí og júní. Þetta kemur fram í nýjasta þjóðarpúlsi Gallup sem birtist í dag.
Í Þjóðarpúlsinum mælist stuðningur við ríkisstjórnina nær óbreyttur frá síðasta mánuði í um 54%, en fylgi Framsóknarflokksins helst stöðugt í 8,5% á meðan Sjálfstæðisflokkurinn bætir lítillega við sig og er kominn upp í 24,5% og Vinstri græn dala úr 13% í 11,5%.
Helstu breytingar á fylgi flokka eru hins vegar innan stjórnarandstöðunnar, en þar hækkaði fylgi Viðreisnar úr 8% í 10,4% á meðan fylgi Samfylkingarinnar lækkaði úr 18% niður í 15,2%.
Fylgi Pírata helst í rúmum 13% og Miðflokkurinn dalar lítillega niður í 8%, en fylgi Flokks fólksins styrktist einnig nokkuð og mælist nú með 5,1% fylgi. Næstum 4% segjast myndu kjósa aðra flokka, þar af 1% Sósíalistaflokk Íslands.