VR: „Aldrei verið erfiðara að kaupa íbúð“

Erfiðleikar við að kaupa fyrstu íbúð hafa ekki mælst meiri í a.m.k. 20 ár samkvæmt nýju efnahagsyfirliti VR.

Frá kröfugöngu VR 1. maí 2018
Frá kröfugöngu VR 1. maí 2018
Auglýsing

Á und­an­gengnum 20 árum hefur aldrei verið erf­ið­ara erf­ið­ara að eign­ast fyrstu íbúð eins og í fyrra, miðað við íbúð­ar­hús­næði, ráð­stöf­un­ar­tekjur og aðgangi að láns­fé. Þetta kemur fram í nýju efna­hags­yf­ir­lit­i VR sem birt­ist í dag.

Sam­kvæmt VR­ hefur staðan á fast­eigna­mark­aði versnað á síð­ustu tveimur árum, en í mæl­ingum stétt­ar­fé­lags­ins fyrir árið 2015 voru fyrstu íbúð­ar­kaup einnig sögu­lega erf­ið. 

Árið 2015 var það helst hátt verð á fjöl­býli sem hlut­fall af launum sem tor­veldi kaup á fast­eign­um, en aðgengi að lánsfé var þá orðið betra en á tíunda ára­tugn­um, þótt það hafi ekki verið jafn­gott og á árunum fyrir hrunið 2008.

Auglýsing

Á síð­ustu tveimur árum hefur svo verð á fjöl­býli hækkað enn frekar í hlut­falli við út­borg­uð ­laun 25-34 ára, en aðgengi að lánsfé hefur staðið í stað. Sé litið til lengri tíma sést einnig að leiga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem hlut­fall af launum þess ald­urs­hóps hefur hækkað um 80% á síð­ustu tveimur ára­tug­um. 

Í frétta­til­kynn­ing­u VR sam­hliða birt­ingu yfir­lits­ins segir að ljóst sé að aldrei hafi verið erf­ið­ara að kaupa fyrstu íbúð. Út­borg­uð ­laun ungs fólks hafi ekki haldið í við verð­hækkun á fjöl­býli og það verði æ erf­ið­ara fyrir ungt fólk sem sé á leigu­mark­aði að leggja til hliðar fyrir íbúð. 

Í yfir­lit­inu er einnig vikið að stöðu launa á vinnu­mark­aði, en þrátt fyrir háar tekjur séu þær lægri en að með­al­tali í Evr­ópu­sam­band­inu þegar tekið er til­lit til verð­lags á vörum og þjón­ustu. Á þeim mæli­kvarða eru launin hærri í Nor­egi, Dan­mörk og Finn­landi, en verri í Sví­þjóð.

Árshækkun fasteignaverðs nú 1,3 prósent
Verulega hefur dregið úr hækkunum á fasteignamarkaði að undanförnu.
Kjarninn 21. maí 2019
Viðar: Ég vona innilega að þú fyrir hönd Hörpu aflýsir viðburðinum
Framkvæmdastjóri Eflingar vill að Harpan aflýsi viðburði sem á að fara fram 23. maí þar sem þekktur hægri öfgamaður á að koma fram.
Kjarninn 21. maí 2019
Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir
Að borða fíl
Kjarninn 21. maí 2019
Meirihluti landsmanna telur að vel hafi tekist til við gerð kjarasamninga
Rúmlega 60 prósent landsmanna telur að vel hafi tekist til við gerð kjarasamninga VR og Eflingar við Samtök atvinnulífsins. Þá telja sjö af hverjum tíu að stéttarfélögunum sé að þakka að vel hafi tekist til við gerð samningana.
Kjarninn 21. maí 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Rökstuddur grunur um að Ásmundur hafi dregið sér fé
Þingmaður Pírata endurtók orð Þórhildar Sunnu sem siðanefnd Alþingis þóttu brotleg í pontu Alþingis í dag. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, taldi þau ekki við hæfi.
Kjarninn 21. maí 2019
Píratar ekki alltaf vinsælustu krakkarnir á kaffistofu Alþingis
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segist telja að eftirlitsstofnanir séu mögulega viljandi undirfjármagnaðar. Það sé erfitt að vera að slást í því að auka gagnsæi og traust, en láta svo slá á puttana á sér þegar bent sé á að rannsaka þurfi meint misferli.
Kjarninn 21. maí 2019
Kynntu aðgerðir stjórnvalda gegn mansali og félagslegu undirboði
Forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og félags- og barnamálaráðherra kynntu sameiginlega aðgerðir stjórnvalda gegn mansali og félagslegu undirboði á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 21. maí 2019
Hæstiréttur vísar frá endurupptökubeiðni Jóns Ásgeirs
Hæstiréttur féllst í morgun á kröfu saksóknara um að vísa frá endurupptökubeiðni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar í einum anga af Baugs-málinu svokallaða.
Kjarninn 21. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent