VR: „Aldrei verið erfiðara að kaupa íbúð“

Erfiðleikar við að kaupa fyrstu íbúð hafa ekki mælst meiri í a.m.k. 20 ár samkvæmt nýju efnahagsyfirliti VR.

Frá kröfugöngu VR 1. maí 2018
Frá kröfugöngu VR 1. maí 2018
Auglýsing

Á und­an­gengnum 20 árum hefur aldrei verið erf­ið­ara erf­ið­ara að eign­ast fyrstu íbúð eins og í fyrra, miðað við íbúð­ar­hús­næði, ráð­stöf­un­ar­tekjur og aðgangi að láns­fé. Þetta kemur fram í nýju efna­hags­yf­ir­lit­i VR sem birt­ist í dag.

Sam­kvæmt VR­ hefur staðan á fast­eigna­mark­aði versnað á síð­ustu tveimur árum, en í mæl­ingum stétt­ar­fé­lags­ins fyrir árið 2015 voru fyrstu íbúð­ar­kaup einnig sögu­lega erf­ið. 

Árið 2015 var það helst hátt verð á fjöl­býli sem hlut­fall af launum sem tor­veldi kaup á fast­eign­um, en aðgengi að lánsfé var þá orðið betra en á tíunda ára­tugn­um, þótt það hafi ekki verið jafn­gott og á árunum fyrir hrunið 2008.

Auglýsing

Á síð­ustu tveimur árum hefur svo verð á fjöl­býli hækkað enn frekar í hlut­falli við út­borg­uð ­laun 25-34 ára, en aðgengi að lánsfé hefur staðið í stað. Sé litið til lengri tíma sést einnig að leiga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem hlut­fall af launum þess ald­urs­hóps hefur hækkað um 80% á síð­ustu tveimur ára­tug­um. 

Í frétta­til­kynn­ing­u VR sam­hliða birt­ingu yfir­lits­ins segir að ljóst sé að aldrei hafi verið erf­ið­ara að kaupa fyrstu íbúð. Út­borg­uð ­laun ungs fólks hafi ekki haldið í við verð­hækkun á fjöl­býli og það verði æ erf­ið­ara fyrir ungt fólk sem sé á leigu­mark­aði að leggja til hliðar fyrir íbúð. 

Í yfir­lit­inu er einnig vikið að stöðu launa á vinnu­mark­aði, en þrátt fyrir háar tekjur séu þær lægri en að með­al­tali í Evr­ópu­sam­band­inu þegar tekið er til­lit til verð­lags á vörum og þjón­ustu. Á þeim mæli­kvarða eru launin hærri í Nor­egi, Dan­mörk og Finn­landi, en verri í Sví­þjóð.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Vill að verkalýðshreyfingin bjóði fram stjórnmálaafl gegn spillingu
Formaður VR kallar eftir þverpólitísku framboði, sem verkalýðshreyfingin stendur að. „Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sameinað umbótaafl gegn spillingunni,“ segir hann í pistli.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Ætlar enginn (virkilega) að gera neitt í þessu?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Fólk geti sett sig í spor annarra
Gylfi Zoega segir að hluti af því að hagkerfið geti virkað eins og það eigi að gera, sé að fólk og fjölmiðlar veiti valdhöfum aðhald.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Uppskrift að því að drepa umræðuna með börnum
Kjarninn 16. nóvember 2019
Rannsókn Alþingis á fjárfestingarleiðinni gæti náð yfir Samherja
Samherji flutti rúmlega tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Þeir peningar komu frá félagi samstæðunnar á Kýpur, sem tók við hagnaði af starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent