VR: „Aldrei verið erfiðara að kaupa íbúð“

Erfiðleikar við að kaupa fyrstu íbúð hafa ekki mælst meiri í a.m.k. 20 ár samkvæmt nýju efnahagsyfirliti VR.

Frá kröfugöngu VR 1. maí 2018
Frá kröfugöngu VR 1. maí 2018
Auglýsing

Á und­an­gengnum 20 árum hefur aldrei verið erf­ið­ara erf­ið­ara að eign­ast fyrstu íbúð eins og í fyrra, miðað við íbúð­ar­hús­næði, ráð­stöf­un­ar­tekjur og aðgangi að láns­fé. Þetta kemur fram í nýju efna­hags­yf­ir­lit­i VR sem birt­ist í dag.

Sam­kvæmt VR­ hefur staðan á fast­eigna­mark­aði versnað á síð­ustu tveimur árum, en í mæl­ingum stétt­ar­fé­lags­ins fyrir árið 2015 voru fyrstu íbúð­ar­kaup einnig sögu­lega erf­ið. 

Árið 2015 var það helst hátt verð á fjöl­býli sem hlut­fall af launum sem tor­veldi kaup á fast­eign­um, en aðgengi að lánsfé var þá orðið betra en á tíunda ára­tugn­um, þótt það hafi ekki verið jafn­gott og á árunum fyrir hrunið 2008.

Auglýsing

Á síð­ustu tveimur árum hefur svo verð á fjöl­býli hækkað enn frekar í hlut­falli við út­borg­uð ­laun 25-34 ára, en aðgengi að lánsfé hefur staðið í stað. Sé litið til lengri tíma sést einnig að leiga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem hlut­fall af launum þess ald­urs­hóps hefur hækkað um 80% á síð­ustu tveimur ára­tug­um. 

Í frétta­til­kynn­ing­u VR sam­hliða birt­ingu yfir­lits­ins segir að ljóst sé að aldrei hafi verið erf­ið­ara að kaupa fyrstu íbúð. Út­borg­uð ­laun ungs fólks hafi ekki haldið í við verð­hækkun á fjöl­býli og það verði æ erf­ið­ara fyrir ungt fólk sem sé á leigu­mark­aði að leggja til hliðar fyrir íbúð. 

Í yfir­lit­inu er einnig vikið að stöðu launa á vinnu­mark­aði, en þrátt fyrir háar tekjur séu þær lægri en að með­al­tali í Evr­ópu­sam­band­inu þegar tekið er til­lit til verð­lags á vörum og þjón­ustu. Á þeim mæli­kvarða eru launin hærri í Nor­egi, Dan­mörk og Finn­landi, en verri í Sví­þjóð.

Helgi Hrafn hellti sér yfir Birgittu á átakafundi Pírata
Myndband hefur verið birt af átakafundi Pírata þar sem Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður flokksins, gagnrýndi Birgittu Jónsdóttur harðlega.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent