Barnafjölskyldur og millitekjufólk með verri skuldastöðu

Skulda-og greiðslubyrði hjóna með börn og meðalháar tekjur er hærri en annarra samkvæmt nýjum tölum Hagstofu.

Skuldahlutfall barnafjölskyldna er mun hærra en hlutfall barnlausra hjóna
Skuldahlutfall barnafjölskyldna er mun hærra en hlutfall barnlausra hjóna
Auglýsing

Skuldir barna­fjöl­skyldna í hlut­falli við tekjur þeirra eru allt að sex sinnum hærri en skulda­hlut­fall barn­lausra hjóna. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Hag­tíð­inda, en þær eru hluti af töl­fræði­verk­efni um skuldir heim­il­anna sem stjórn­völd fólu Hag­stof­unni.

Í töl­unum kemur fram að skulda­staða heim­il­anna hefur batnað tölu­vert á síð­ustu þremur árum, en fjöl­skyldum með lága greiðslu­byrði og lágt hlut­fall skulda af tekjum hefur farið fjölg­andi frá árinu 2015. Á tíma­bil­inu hafði rúm­lega helm­ingur fjöl­skyldna lága greiðslu­byrði, sem sam­svarar undir 10% af ráð­stöf­un­ar­tekjum sín­um. Í ár nálg­að­ist það hlut­fall svo 60%. 

Með því að skoða greiðslu­byrði eftir fjöl­skyldu­gerð fást svo ítar­legri upp­lýs­ing­ar, en nær 60% hjóna án barna flokk­ast með lága greiðslu­byrði. Til sam­an­burðar er um þriðj­ungur hjóna með börn í sömu spor­um, þ.e. með greiðslu­byrði sem sam­svarar 0-10% af ráð­stöf­un­ar­tekj­u­m. 

Auglýsing

Sé skulda­staða sem hlut­fall af tekjum skoðuð eftir fjöl­skyldu­gerð sést munur milli barna­fjöl­skyldna og barn­lausra hjóna enn bet­ur. Algeng­ast er að hjón án barna séu með skulda­stöðu á bil­inu 0-50% sem hlut­fall af ráð­stöf­un­ar­tekjum en algeng­ast er að hjón með börn hafi skulda­stöðu sem nemur um 100-300% af þeirra ráð­stöf­un­ar­tekj­u­m. 

Ung hjón og elli­líf­eyr­is­þegar skýr­ingin

Ein ástæða fyrir mis­ræmi þess­ara tveggja hópa gæti verið sú að hjón með börn eru lík­legri til að búa í stærra hús­næði. Auk þess sam­anstendur hópur barn­lausra hjóna meðal ann­ars af ungu fólki sem býr í ódýr­ara hús­næði og eldri hjónum sem greitt hafa skuldir sín­ar. 

Í Hag­tíð­indum er skulda­staðan einnig flokkuð eftir tekju-og eigna­tí­und­um, en þar kemur fram að hæsta skulda- og greiðslu­byrðin er meðal milli­tekju­fólks. Byrði lág­tekju­fólks sé að jafn­aði minni, en skýr­ingin á því gæti verið sú að þeir tekju­lægri séu eftir sem áður ann­ars vegar ungt fólk sem geti búið í smærri heim­ilum og elli­líf­eyr­is­þegum sem skulda lít­ið. 

Segir ríkasta hlutann kerfisbundið nýta sér glufur til að borga ekki skatta
Formaður VR segir að grunnstefið í baráttu verkalýðsfélaganna sé að laga stöðu þeirra sem nái ekki endum saman. Það þurfi kerfisbreytingar og hægt sé að búa til svigrúm til aðgerða með því að koma í veg fyrir 100 milljarða króna skattsvik.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hallgerður Hauksdóttir
Óverjandi herferð gegn hvölum
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hæfileikar eru alls staðar en tækifærin ekki
Fjöldi alþjóðlegra samtaka og einstaklinga hefur barist fyrir því að auka fjölbreytni og sýnileika minnihlutahópa innan hugbúnaðar- og tæknigeirans. Ein þeirra er Sheree Atcheson en hún hefur vakið athygli á alþjóðlegum vettvangi fyrir frumkvöðlavinnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hefur ekki orðið var við mikla eftirspurn eftir íslenskum stjórnendum á alþjóðavettvangi
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir verkalýðsfélögin geta bent á hinar miklu hækkanir sem ráðamenn og bankastjórar hafi tekið sér þegar þeir ræða við sína félagsmenn um átök á vinnumarkaði.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Klikkið
Klikkið
Réttindi fatlaðs fólks - Viðtal við Sigurjón Unnar Sveinsson
Kjarninn 23. febrúar 2019
„Líkamar intersex fólks eru ekki mistök sem þarf að leiðrétta“
Samtökin Amnesty International skora á íslensk stjórnvöld að tryggja og vernda jafna meðferð einstaklinga með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni, bæði í lögum og framkvæmd. Yfir 68 börn fæðast hér á landi með ódæmigerð kyneinkenni á hverju ári.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Óútskýrt hvers vegna aðalfundi Íslandspósts var frestað
Íslandspóstur er í eigu ríkisins, en rekstur fyrirtækisins hefur gengið erfiðlega að undanförnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Viðar Freyr Guðmundsson
Mikill er máttur minnihlutans
Leslistinn 23. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent