Barnafjölskyldur og millitekjufólk með verri skuldastöðu

Skulda-og greiðslubyrði hjóna með börn og meðalháar tekjur er hærri en annarra samkvæmt nýjum tölum Hagstofu.

Skuldahlutfall barnafjölskyldna er mun hærra en hlutfall barnlausra hjóna
Skuldahlutfall barnafjölskyldna er mun hærra en hlutfall barnlausra hjóna
Auglýsing

Skuldir barna­fjöl­skyldna í hlut­falli við tekjur þeirra eru allt að sex sinnum hærri en skulda­hlut­fall barn­lausra hjóna. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Hag­tíð­inda, en þær eru hluti af töl­fræði­verk­efni um skuldir heim­il­anna sem stjórn­völd fólu Hag­stof­unni.

Í töl­unum kemur fram að skulda­staða heim­il­anna hefur batnað tölu­vert á síð­ustu þremur árum, en fjöl­skyldum með lága greiðslu­byrði og lágt hlut­fall skulda af tekjum hefur farið fjölg­andi frá árinu 2015. Á tíma­bil­inu hafði rúm­lega helm­ingur fjöl­skyldna lága greiðslu­byrði, sem sam­svarar undir 10% af ráð­stöf­un­ar­tekjum sín­um. Í ár nálg­að­ist það hlut­fall svo 60%. 

Með því að skoða greiðslu­byrði eftir fjöl­skyldu­gerð fást svo ítar­legri upp­lýs­ing­ar, en nær 60% hjóna án barna flokk­ast með lága greiðslu­byrði. Til sam­an­burðar er um þriðj­ungur hjóna með börn í sömu spor­um, þ.e. með greiðslu­byrði sem sam­svarar 0-10% af ráð­stöf­un­ar­tekj­u­m. 

Auglýsing

Sé skulda­staða sem hlut­fall af tekjum skoðuð eftir fjöl­skyldu­gerð sést munur milli barna­fjöl­skyldna og barn­lausra hjóna enn bet­ur. Algeng­ast er að hjón án barna séu með skulda­stöðu á bil­inu 0-50% sem hlut­fall af ráð­stöf­un­ar­tekjum en algeng­ast er að hjón með börn hafi skulda­stöðu sem nemur um 100-300% af þeirra ráð­stöf­un­ar­tekj­u­m. 

Ung hjón og elli­líf­eyr­is­þegar skýr­ingin

Ein ástæða fyrir mis­ræmi þess­ara tveggja hópa gæti verið sú að hjón með börn eru lík­legri til að búa í stærra hús­næði. Auk þess sam­anstendur hópur barn­lausra hjóna meðal ann­ars af ungu fólki sem býr í ódýr­ara hús­næði og eldri hjónum sem greitt hafa skuldir sín­ar. 

Í Hag­tíð­indum er skulda­staðan einnig flokkuð eftir tekju-og eigna­tí­und­um, en þar kemur fram að hæsta skulda- og greiðslu­byrðin er meðal milli­tekju­fólks. Byrði lág­tekju­fólks sé að jafn­aði minni, en skýr­ingin á því gæti verið sú að þeir tekju­lægri séu eftir sem áður ann­ars vegar ungt fólk sem geti búið í smærri heim­ilum og elli­líf­eyr­is­þegum sem skulda lít­ið. 

Íbúðalánasjóður vill endurskilgreina viðmið um hvað sé hæfilegt leiguverð
Þau leigufélög sem eru með lán frá Íbúðalánasjóði eru að rukka leigu í samræmi við markaðsleigu eða aðeins undir henni. Íbúðalánasjóður segir markaðsleigu hins vegar ekki vera réttmætt viðmið og vill endurskilgreina hvað sé hæfilegt leiguverð.
Kjarninn 24. september 2018
ESB krefst rannsóknar á Danske Bank
Stærsti banki Danmerkur er nú í vondum málum vegna ásakana um peningaþvætti.
Kjarninn 24. september 2018
Niðurgreiðslur á póstsendingum milli landa að sliga Íslandspóst
Alþjóðasamningar um kostnaðarþátttöku í póstsendingum eru Íslandspósti og ríkisjóði dýrir.
Kjarninn 24. september 2018
Jákvæð áhrif staðla á norrænt efnahagslíf
Samkvæmt nýrri rannsókn hefur aukin notkun staðla jákvæð áhrif á efnahagslega þróun á Norðurlöndum.
Kjarninn 23. september 2018
Jáeindaskanni
Jáeindaskanninn stórt og tímafrekt verkefni
Forstjóri Landspítalans segir ákveðins misskilnings hafa gætt varðandi uppsetningu jáeindaskannans sem nú er kominn í notkun.
Kjarninn 23. september 2018
Ísland stendur sig ekki vel í meðhöndlun fráveitu
Ísland er í 2. sæti af 146 þjóðum þegar kemur að lífsgæðum og styrk félagslegra framfara samkvæmt nýjum lista Social Progress Imperative stofnunarinnar. Það sem dregur einkunn landsins niður er m.a. meðhöndlun fráveitu.
Kjarninn 23. september 2018
Úr mestu hækkun í heimi í snögga kólnun
Verulega hefur hægt á verðhækkunum á húsnæði að undanförnu. Verðlækkun mældist í ágúst. Þrátt fyrir það vantar ennþá þúsundir íbúa inn á markað til að mæta framboði, einkum litlar og meðalstórar íbúðir.
Kjarninn 23. september 2018
Af handaböndum og faðmlögum
Stundum er haft á orði að ekkert sé svo einfalt að ekki sé hægt að gera úr því stórmál. Fram til þessa hefur handaband og einfalt faðmlag ekki talist til stórmála en umræða um slíkt hefur nú ratað inn í sveitastjórnir í Danmörku, og danska þingið.
Kjarninn 23. september 2018
Meira úr sama flokkiInnlent