Meirihluti íbúðakaupenda fær aðstoð frá fjölskyldu

Þeir sem kaupa sína fyrstu íbúð hafa orðið eldri og eldri síðustu áratugi. Þetta kemur fram í nýrri könnun Íbúðalánasjóðs.

7DM_3071_raw_170615.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Þeir sem kaupa sína fyrstu íbúð hafa orðið eldri og eldri síðustu áratugi. Þetta kemur fram í nýrri könnun Íbúðalánasjóðs en árið 1970 voru kaupendur fyrstu fasteignar að meðaltali 22 ára og þeir sem keyptu á árunum 1970 til 1970 að meðaltali um 24 ára. Þessi meðalaldur fer svo hækkandi með hverjum áratug og voru þeir sem keyptu sína fyrstu fasteign eftir síðustu aldarmót að meðaltali um 28 ára gamlir.

Þrátt fyrir að meðalaldur kaupenda á árunum 2000 til 2018 hafi verið 28 ár var um 41 prósent kaupenda yngri en 25 ára á árunum 2000 til 2009 en aðeins um 28 prósent kaupenda var undir 25 ára aldri eftir árið 2010. Þessar niðurstöður eru samkvæmt tilkynningu frá Íbúðalánasjóði vísbending um að annaðhvort hafi sífellt orðið erfiðara fyrir ungt fólk að koma inn á markaðinn eða fólk kjósi að kaupa sér sína fyrstu fasteign síðar á lífsleiðinni.

Auglýsing

Meirihluti fyrstu kaupenda í dag fær aðstoð frá fjölskyldu

Af þeim sem keyptu sína fyrstu fasteign á árunum 1970 til 1979 fengu 38 prósent aðstoð við fjármögnun frá ættingjum og vinum. Næsta áratug þar á eftir eða frá 1980 til 1989 fengu eingöngu um 35 prósent þeirra sem voru að kaupa sína fyrstu fasteign aðstoð frá ættingjum eða vinum en það er lægsta hlutfallið sem mældist í könnuninni.

Árið 2004 hófu bankarnir innreið sína inn á lánamarkaðinn með látum og buðu allt að 100 prósent lán. Þrátt fyrir það jókst hlutfall þeirra sem fengu aðstoð við fjármögnun fyrstu húsnæðiskaupa í 44 prósent á árunum 2000 til 2009. Eftir hrun eða á árunum eftir 2010 hefur þetta hlutfall farið upp í 59 prósent og því telur Íbúðalánasjóður því ljóst að meirihluti kaupenda fékk aðstoð við sín fyrstu húsnæðiskaup eftir hrun.

Leigjendur ólíklegir til þess að ráðast í fasteignakaup

Langflestir leigjendur, eða 89 prósent, telja líklegt eða öruggt að þeir yrðu áfram á leigumarkaði eftir hálft ár. Auk þeirra telur 21 prósent þeirra sem eru í foreldrahúsum líkur á að þeir færi sig yfir á leigumarkað á næstu 6 mánuðum.

Íbúðaskuldir heimilanna halda áfram að vaxa að raunvirði

Í lok maí voru íbúðaskuldir heimilanna 5,7 prósent meiri að raunvirði en í sama mánuði árið áður og hefur 12 mánaða hækkun íbúðaskulda að raunvirði ekki verið meiri frá byrjun árs 2010.

Frá því í byrjun árs 2016 hafa heildarskuldir heimilanna með veð í íbúð aukist langmest hjá lífeyrissjóðunum af fjármálastofnunum landsins eða um ríflega 100 prósent að raunvirði.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent