Meirihluti íbúðakaupenda fær aðstoð frá fjölskyldu

Þeir sem kaupa sína fyrstu íbúð hafa orðið eldri og eldri síðustu áratugi. Þetta kemur fram í nýrri könnun Íbúðalánasjóðs.

7DM_3071_raw_170615.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Þeir sem kaupa sína fyrstu íbúð hafa orðið eldri og eldri síð­ustu ára­tugi. Þetta kemur fram í nýrri könnun Íbúða­lána­sjóðs en árið 1970 voru kaup­endur fyrstu fast­eignar að með­al­tali 22 ára og þeir sem keyptu á árunum 1970 til 1970 að með­al­tali um 24 ára. Þessi með­al­aldur fer svo hækk­andi með hverjum ára­tug og voru þeir sem keyptu sína fyrstu fast­eign eftir síð­ustu ald­ar­mót að með­al­tali um 28 ára gaml­ir.

Þrátt fyrir að með­al­aldur kaup­enda á árunum 2000 til 2018 hafi verið 28 ár var um 41 pró­sent kaup­enda yngri en 25 ára á árunum 2000 til 2009 en aðeins um 28 pró­sent kaup­enda var undir 25 ára aldri eftir árið 2010. Þessar nið­ur­stöður eru sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Íbúða­lána­sjóði vís­bend­ing um að ann­að­hvort hafi sífellt orðið erf­ið­ara fyrir ungt fólk að koma inn á mark­að­inn eða fólk kjósi að kaupa sér sína fyrstu fast­eign síðar á lífs­leið­inni.

Auglýsing

Meiri­hluti fyrstu kaup­enda í dag fær aðstoð frá fjöl­skyldu

Af þeim sem keyptu sína fyrstu fast­eign á árunum 1970 til 1979 fengu 38 pró­sent aðstoð við fjár­mögnun frá ætt­ingjum og vin­um. Næsta ára­tug þar á eftir eða frá 1980 til 1989 fengu ein­göngu um 35 pró­sent þeirra sem voru að kaupa sína fyrstu fast­eign aðstoð frá ætt­ingjum eða vinum en það er lægsta hlut­fallið sem mæld­ist í könn­un­inni.

Árið 2004 hófu bank­arnir inn­reið sína inn á lána­mark­að­inn með látum og buðu allt að 100 pró­sent lán. Þrátt fyrir það jókst hlut­fall þeirra sem fengu aðstoð við fjár­mögnun fyrstu hús­næð­is­kaupa í 44 pró­sent á árunum 2000 til 2009. Eftir hrun eða á árunum eftir 2010 hefur þetta hlut­fall farið upp í 59 pró­sent og því telur Íbúða­lána­sjóður því ljóst að meiri­hluti kaup­enda fékk aðstoð við sín fyrstu hús­næð­is­kaup eftir hrun.

Leigj­endur ólík­legir til þess að ráð­ast í fast­eigna­kaup

Lang­flestir leigj­end­ur, eða 89 pró­sent, telja lík­legt eða öruggt að þeir yrðu áfram á leigu­mark­aði eftir hálft ár. Auk þeirra telur 21 pró­sent þeirra sem eru í for­eldra­húsum líkur á að þeir færi sig yfir á leigu­markað á næstu 6 mán­uð­um.

Íbúða­skuldir heim­il­anna halda áfram að vaxa að raun­virði

Í lok maí voru íbúða­skuldir heim­il­anna 5,7 pró­sent meiri að raun­virði en í sama mán­uði árið áður og hefur 12 mán­aða hækkun íbúða­skulda að raun­virði ekki verið meiri frá byrjun árs 2010.

Frá því í byrjun árs 2016 hafa heild­ar­skuldir heim­il­anna með veð í íbúð auk­ist lang­mest hjá líf­eyr­is­sjóð­unum af fjár­mála­stofn­unum lands­ins eða um ríf­lega 100 pró­sent að raun­virð­i.  

Þórarinn Snorri Sigurgeirsson
22. júlí
Kjarninn 22. júlí 2018
Birgir Hermannsson
Klúður Steingríms J. Sigfússonar
Kjarninn 22. júlí 2018
Bás hjá frambjóðanda Danska þjóðarflokksins
10 staðreyndir um Dansk Folkeparti
Danski þingflokksforsetinn Pia Kjærsgaard hefur verið áberandi í umræðunni í síðustu viku vegna hlutverks hennar á fullveldishátíðinni. Pia er þekktust fyrir tengingu sína við flokkinn Dansk Folkeparti, en Kjarninn tók saman tíu staðreyndir um hann.
Kjarninn 22. júlí 2018
Sá mikli uppgangur sem á sér stað á Íslandi útheimtir mikið af nýju vinnuafli. Það vinnuafl þarf að sækja erlendis.
Erlendir ríkisborgarar orðnir 23 prósent íbúa í Reykjanesbæ
Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga á Íslandi. Án komu þeirra myndi íbúum landsins fækka. Mjög mismunandi hvar þeir setjast að. Í Reykjanesbæ voru erlendir ríkisborgarar 8,6 prósent íbúa í lok árs 2011. Nú eru þeir 23 prósent þeirra.
Kjarninn 22. júlí 2018
Klámið í kjallarageymslunum
Í geymslum danska útvarpsins, DR, leynast margar útvarps- og sjónvarpsperlur. Danir þekkja margar þeirra en í geymslunum er einnig að finna efni sem fæstir hafa nokkurn tíma heyrt minnst á, hvað þá heyrt eða séð.
Kjarninn 22. júlí 2018
Ljósmæðrafélagið hefur aflýst yfirvinnubanninu sínu.
Verkfalli ljósmæðra aflýst
Ljósmæðrafélag Íslands hefur samþykkt að aflýsa yfirstandandi yfirvinnubanni í ljósi þess að ríkissáttarsemjari hefur lagt fram miðlunartillögu.
Kjarninn 21. júlí 2018
Björn Leví Gunnarsson
Réttar skoðanir?
Kjarninn 21. júlí 2018
Guðmundur Andri Thorsson
Um kurteisi
Kjarninn 21. júlí 2018
Meira úr sama flokkiInnlent