Segir dómsmálaráðuneytið skreyta sig með stolnum fjöðrum

Drífa Snædal framkvæmastjóri SGS gagnrýnir harðlega tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu sem kom fram samhliða birtingu skýrslu bandarískra stjórnvalda um mansal. Segir baráttuna gegn mansali keyrða áfram af einstaklingum en ekki stjónvöldum.

Sigríður Andersen Drífa Snædal
Auglýsing

Drífa Snæ­dal fram­kvæma­stjóri Starfs­greina­sam­bands­ins gagn­rýnir harð­lega til­kynn­ingu frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu sem kom fram sam­hliða birt­ingu skýrslu banda­rískra stjórn­valda um man­sal. Í stöðu­upp­færslu á Face­book segir Drífa að enn bóli ekk­ert á aðgerð­ar­á­ætlun gegn man­sali og „enn telur ráð­herra gagn­rýnar skýrslur vera byggðar á mis­skiln­ing­i.“ Þá segir hún ráðu­neytið skreyta sig með stolnum fjöðrum og bar­áttan gegn man­sali sé keyrð áfram af ein­stak­lingum innan kerf­is­ins í stað þess að vera skipu­lögð af yfir­völdum sem eigi að fjár­magna og fram­kvæma.

Ísland í 2. flokki - úrbætur nauð­syn­legar

Í skýrsl­unni, sem unnin er ein­hliða af hálfu banda­ríska utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, kemur meðal ann­ars fram að Ísland upp­fylli ekki lág­marks kröfur til útrým­ingar á man­sali í heim­inum þó verið sé að stíga þýð­ing­ar­mikil skref í þá átt. Ríkin eru flokkuð í fjóra flokka og er Ísland nú í 2. flokki, annað árið í röð. Ísland var í 1.flokki til árs­ins 2017.

Skýrslan segir að stjórn­völd hafi sýnt auk­inn vilja með því að rann­saka fleiri mansals­mál og fjölgan starfs­mönnum við þær rann­sókn­ir. Náðst hafi að bera kennsl á mögu­leg fórn­ar­lömb og almennt hafi vernd þeirra verið auk­in. Hins vegar hafi stjórn­völd ekki upp­fyllt lág­marks kröfur á nokkrum lykil svið­um. Eng­inn hafi verið ákærður eða sak­felldur sjö ár í röð hér á landi. Þekk­ing á mála­flokknum innan kerf­is­ins er ábóta­vant, sem og vernd, aðbún­aður og aðstæður sem mögu­legir þolendur búi við meðan mál þeirra eru til með­ferðar í rétt­ar­vörslu­kerf­inu.

Auglýsing

Í skýrsl­unni er til­lögum að úrbótum beint til Íslands. Meðal ann­ars að auka veru­lega við til­raunir til að bera kennsl á fórn­ar­lömb mansals, að beina þeim í réttar áttir til aðstoð­ar, að styrkja til­raunir til frek­ari rann­sókna, sak­sókna og sak­fell­inga á man­selj­end­um. Þá þurfi að auka við þjálfun lög­reglu, sak­sókn­ara og dóm­ara til að koma auga á mansals­brot, byggja upp traust milli lög­gæslu, fórn­ar­lamba auk þess sem nauð­syn­legt sé að útvega þeim vernd og vinnu­leyfi til að hvetja þau til að taka þátt í rann­sókn mál­anna. Þá þurfi sér­úr­ræði, til dæmis fyrir karl­menn og börn sem fórn­ar­lömb mansals, og auka þjálfun við öflun sönn­un­ar­gagna, svo ekki þurfi að reiða eins mikið á fram­burð vitna. Þá þurfi áherslu á að koma auga á þvinguð hjóna­bönd, vinnuman­sal og man­sal almennt hjá inn­flytj­end­um, fylgd­ar­lausum börnum og hæl­is­leit­end­um. Þá þurfi að ljúka við aðgerð­ar­átlun gegn man­sali og henni þurfi að fylgja nægt fjár­magn til inn­leið­ingar og eft­ir­fylgni.

Ný aðgerð­ar­á­ætlun í haust

Í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins kemur fram að ýmis­legt hafi verið að gert í þessum mála­flokki.

„Ís­lensk stjórn­völd hafa lagt kapp á að bæta með­ferð mansals­mála hér á landi, auka þekk­ingu á eðli og ein­kennum brot­anna sem og að vernda þolendur brot­anna og mæta þörfum þeirra. Aðgerð­ar­á­ætlun gegn man­sali var í gildi árin 2013-2016 og á grund­velli hennar var ráð­ist í fræðslu­á­tak í sam­ráði við alla hlut­að­eig­andi hér á landi. Yfir 2000 manns vítt og breytt um landið hafa nú þegar fengið fræðslu. Þá hefur Vel­ferð­ar­ráðu­neytið sett á lagg­irnar tvö teymi, þ.e. við­bragð­steymi sem leysir úr málum er varða hús­næði og þjón­ustu við meinta þolendur mansals og sam­ráð­steymi sem kemur með til­lögur að bættri þjón­ustu við þolend­ur.“

Þá segir að dóms­mála­ráð­herra hafi sett í for­gang vinnu við gerð nýrrar aðgerð­ar­á­ætl­unar gegn man­sali sem verði lögð fram strax í haust. „Við gerð þeirrar áætl­unar verður tekið mið af athuga­semdum og ábend­ingum sem fram hafa komið í úttekt GRETA (Group of Experts on Act­ion aga­inst Traffick­ing in Human Bein­gs), nefnd sér­fræð­inga sem hefur það hlut­verk að fylgja eftir inn­leið­ingu Evr­ópu­samn­ings um aðgerðir gegn mansali, sem Ísland hefur full­gilt. Helstu áherslur verða að efla fræðslu/­þjálfun t.d. hjá lög­reglu varð­andi rann­sókn­ir, vit­und­ar­vakn­ing og gerð fræðslu­efn­is, efla þjón­ustu og úrræði fyrir þolend­ur, skoða úrræði fyrir ger­endur og koma upp NRM (National refferral mechan­ism), sem myndi einnig tryggja áreið­an­legri töl­fræði, svo eitt­hvað sé nefn­t.“

Í til­kynn­ing­unni segir að Ísland muni þannig áfram skipa sér í fremstu röð þjóða sem berj­ast gegn masali í heim­in­um. „Ná­kvæm úttekt GRETA á stöðu mansals­mála á Íslandi er þýð­ing­ar­mikil í því sam­bandi og gagn­legt inn­legg í vinnu við nýja aðgerða­á­ætl­un. Teymi á vegum GRETA var hér á landi fyrir stuttu við gerð úttekt­ar­innar og vann hana í ítar­legu sam­ráði við íslensk stjórn­völd. Nið­ur­stöður hennar verða gerðar opin­berar í haust.

Nið­ur­staðan van­þekk­ing á íslensku rétt­ar­fari

Þá er haft eftir Sig­ríði Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra að helsta gagn­rýni skýrsl­unnar lúti enn að fjölda ákæra í mansals­málum „og hlýtur sú nið­ur­staða að byggj­ast á van­þekk­ingu þeirra á íslensku rétt­ar­fari. Ákærur eru ekki gefnar út nema meiri en minni líkur séu á sak­fell­ingu. Til sam­an­burðar eru gefnar út um 1000 ákærur í mansals­málum í Banda­ríkj­unum á ári sem hlýtur að telj­ast lágt hlut­fall miðað við mann­fjölda. Lög­gæslan hefur verið efld til muna hér á landi að und­an­förnu og meiri þungi lagður í fræðslu til handa þeim sem fara með rann­sókn mála af þessu tagi. Við vinnum nú að gerð nýrrar aðgerð­ar­á­ætl­unar gegn man­sali sem verður lögð fram í haust. Þar verður lögð áhersla á að aðgerðir séu raun­hæf­ar, tíma­settar og vel skil­greind­ar. Það þarf líka að stuðla að vit­und­ar­vakn­ingu á meðal almenn­ings um þessa teg­und mála svo þau þrí­fist ekki í skugg­anum og rati frekar til lög­regluyfir­valda. Það er óásætt­an­legt að ein­stak­lingar séu hnepptir í ánauð af hvaða ástæðu sem er og íslensk stjórn­völd munu gera það sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir og upp­ræta slík brot á frelsi fólks,“ segir Sig­ríður Á. And­er­sen, dóms­mála­ráð­herra, um skýrsl­una í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins.

Ekki haldið nægi­lega vel utan um þolendur

Drífa Snæ­dal segir ráðu­neytið skreyta sig með stolnum fjöðrum í til­kynn­ing­unni. Það fræðslu­á­tak sem ráð­ist hafi verið í, ráð­stefnur sem hafi verið haldnar og árverkn­is­verk­efni, hafi verið unnin af stétt­ar­fé­lög­um, lög­regl­unni og félags­þjón­ust­unni án þess að sér­stakt fjár­magn hafi feng­ist til verk­efn­is­ins. „Enn er bar­áttan gegn man­sali keyrð áfram af ein­stak­lingum innan kerf­is­ins í stað þess að vera skipu­lögð af yfir­völdum sem eiga að fjár­magna og fram­kvæma fræðslu, eft­ir­lit og vernd mansals­fórn­ar­lamba. Enn erum við að missa fólk úr landi aftur í ömur­legar aðstæður af því við tökum ekki nógu vel utanum þolend­ur. Þolendur sem hafa verið mis­not­aðir í vinnu til að keyra áfram góð­ær­ið. Nú er enn boðuð aðgerð­ar­á­ætlun gegn man­sali en ekki hefur verið haft sam­band við þá sem best þekkja til (alla­vega innan stétt­ar­fé­lag­anna) til að vinna þessa áætl­un. Það stendur ekki á okk­ur!!“ segir í stöðu upp­færslu Drífu.

Enn bólar ekk­ert á aðgerð­ar­á­ætlun gegn man­sali og enn telur ráð­herra gagn­rýnar skýrslur vera byggðar á mis­skiln­ingi. Að...

Posted by Drífa Snæ­dal on Wed­nes­day, July 11, 2018


Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent