Árvakur og 365 kaupa Póstmiðstöðina

Útgefendur Morgunblaðsins og Fréttablaðsins hafa hvor um sig keypt helmingshlut í Póstmiðstöðinni ehf.

Árvakur er útgáfufélag Morgunblaðsins
Árvakur er útgáfufélag Morgunblaðsins
Auglýsing

Árvakur hf., útgáfu­fé­lag Morg­un­blaðs­ins, og 365 miðlar hf., eig­andi útgáfu­fé­lags Frétta­blaðs­ins, hafa und­ir­ritað kaup­samn­ing um kaup á 100% hluta­fjár í Póst­mið­stöð­inn­i hf.. Þetta kemur fram í frétt á mbl.­is.

Selj­endur Póst­mið­stöðv­ar­innar voru Fiski­sund ehf., Sta­han I­I ehf. og Hannes Hann­es­son. Póst­mið­stöðin sér um mót­töku söfn­un, flokkun og flutn­ing á póst­send­ing­um, en fyr­ir­tækið er meðal ann­ars dreif­ing­ar­að­ili Frétta­blaðs­ins. 

Sam­kvæmt frétt Mbl verður eign­ar­hlut­föllum á fyr­ir­tæk­inu að kaupum loknum þannig háttað að Árvakur fer með 51% eign­ar­hlut í Póst­mið­stöð­inni, en að 365 miðlar fái 49%. Kaup­verðið er ekki gefið upp. 

Auglýsing

Sam­runa hafnað fyrir ára­tug

Árvakur og 365 miðlar hafa áður reynt að sam­eina rekstur sinn, en árið 2008 til­kynntu félögin fyr­ir­ætlun sína að renna Frétta­blað­inu inn í Árvakur gegn því að 365 myndi eign­ast 36,5 pró­senta eign­ar­hlut. 

Sam­run­inn var rök­studdur með þeim aðstæðum sem ríktu í sam­fé­lag­inu á þeim tíma. Þar var þeim rökum meðal ann­ars beitt að Árvakur myndi ekki lifa af nema sam­run­inn yrði sam­þykkt­ur. Fjár­hags­erf­ið­leikar félags­ins væru ein­fald­lega það miklir að þetta væri eina leiðin til þess. 

­Sam­keppn­is­eft­ir­litið hafn­aði hins vegar sam­run­anum í febr­úar 2009. Í ákvörðun sinni sagði að það væri „mat Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins að sam­runi Árvak­urs hf., Frétta­blaðs­ins ehf. og Póst­húss­ins ehf. muni skapa alvar­leg sam­keppn­is­leg vanda­mál og hindra þar með virka sam­keppni á öllum mörk­uðum máls­ins þar sem áhrifa gæt­ir[...] Sökum þess er það mat Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins að ógilda beri sam­run­ann.“

Í sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu 365 og Árvak­urs er haft eftir Ingi­björgu S. Pálma­dótt­ur, for­stjóra 365 miðla, að alþekkt sé að rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla á Íslandi hafi verið erfitt. „Þessi kaup Árvak­urs og 365 miðla eru liður í því að tryggja að áfram verði gefin út öflug dag­blöð á Íslandi, og að inn­lendir aðil­ar, stórir og smá­ir, hafi aðgang að öfl­ugri dreif­ing­ar­þjón­ustu sem veitir ein­ok­un­ar­þjón­ustu rík­is­ins sam­keppni og aðhald,“ bætir hún við. 

Har­ald­ur Jo­hanessen, fram­kvæmda­stjóri Árvak­urs, segir einnig að þró­unin hafi verið sú erlendis að dag­blöð hafi samnýtt dreifi­kerfi til að takast á við erf­iðar mark­aðs­að­stæð­ur. 

Álits Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins á kaup­unum er enn beð­ið, en kaup­samn­ing­ur­inn er gerður með fyr­ir­vara um sam­þykki eft­ir­lits­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Langfæstir ánægðir með Kristján Þór
Mest ánægja er með störf Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra en minnst með störf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kjarninn 27. maí 2020
Bjarni Benediktsson hefur lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um opinber fjármál.
Óvíst að efnahagsleg óvissa verði minni í haust en nú
Frumvarp fjármálaráðherra gerir ráð fyrir að endurskoðuð fjármálastefna og uppfærð fjármálaáætlun verði lögð fram á sama tíma og fjárlög 1. október. Fjármálaráð gerir athugasemd við að stefnumörkunin færist öll á einn tímapunkt.
Kjarninn 27. maí 2020
Samfélagsmiðillinn Facebook tekur til sín umtalsverðan hluta af íslensku birtingarfé, án þess að greiða virðisaukaskatt á Íslandi.
Fimm milljarðar fara árlega í auglýsingakaup á miðlum eins og Google og Facebook
Tekjur innlendra fjölmiðla af auglýsingum drógust saman milli ára og voru sambærilegar við árið 2004 í hitteðfyrra. Hlutdeild innlendra vefmiðla er mun minni en á þorra hinna Norðurlandanna og prentmiðla mun meiri.
Kjarninn 27. maí 2020
Guðmundur Franklín Jónsson (t.v.) og Guðni Th. Jóhannesson verða í kjöri til forseta.
Tveir verða í framboði til forseta Íslands
Guðni Th. Jóhannesson og Guðmundur Franklín Jónsson verða í kjöri til forseta Íslands en kosningarnar fara fram þann 27. júní næstkomandi.
Kjarninn 27. maí 2020
Ef eftirspurn verður fyrir hendi er mögulegt að Icelandair bjóði ferðir til Kanarí og Tenerife í sumar.
Kannski flogið til Kanarí í sumar
Icelandair vonast til þess að geta hafið daglegt flug til lykiláfangastaða eftir að landamæri Íslands verða opnuð um miðjan júní. Þá reiknar félagið með að geta boðið flugferðir til Kanarí, Tenerife og annarra áfangastaða á Spáni í sumar.
Kjarninn 27. maí 2020
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent