Árvakur og 365 kaupa Póstmiðstöðina

Útgefendur Morgunblaðsins og Fréttablaðsins hafa hvor um sig keypt helmingshlut í Póstmiðstöðinni ehf.

Árvakur er útgáfufélag Morgunblaðsins
Árvakur er útgáfufélag Morgunblaðsins
Auglýsing

Árvakur hf., útgáfu­fé­lag Morg­un­blaðs­ins, og 365 miðlar hf., eig­andi útgáfu­fé­lags Frétta­blaðs­ins, hafa und­ir­ritað kaup­samn­ing um kaup á 100% hluta­fjár í Póst­mið­stöð­inn­i hf.. Þetta kemur fram í frétt á mbl.­is.

Selj­endur Póst­mið­stöðv­ar­innar voru Fiski­sund ehf., Sta­han I­I ehf. og Hannes Hann­es­son. Póst­mið­stöðin sér um mót­töku söfn­un, flokkun og flutn­ing á póst­send­ing­um, en fyr­ir­tækið er meðal ann­ars dreif­ing­ar­að­ili Frétta­blaðs­ins. 

Sam­kvæmt frétt Mbl verður eign­ar­hlut­föllum á fyr­ir­tæk­inu að kaupum loknum þannig háttað að Árvakur fer með 51% eign­ar­hlut í Póst­mið­stöð­inni, en að 365 miðlar fái 49%. Kaup­verðið er ekki gefið upp. 

Auglýsing

Sam­runa hafnað fyrir ára­tug

Árvakur og 365 miðlar hafa áður reynt að sam­eina rekstur sinn, en árið 2008 til­kynntu félögin fyr­ir­ætlun sína að renna Frétta­blað­inu inn í Árvakur gegn því að 365 myndi eign­ast 36,5 pró­senta eign­ar­hlut. 

Sam­run­inn var rök­studdur með þeim aðstæðum sem ríktu í sam­fé­lag­inu á þeim tíma. Þar var þeim rökum meðal ann­ars beitt að Árvakur myndi ekki lifa af nema sam­run­inn yrði sam­þykkt­ur. Fjár­hags­erf­ið­leikar félags­ins væru ein­fald­lega það miklir að þetta væri eina leiðin til þess. 

­Sam­keppn­is­eft­ir­litið hafn­aði hins vegar sam­run­anum í febr­úar 2009. Í ákvörðun sinni sagði að það væri „mat Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins að sam­runi Árvak­urs hf., Frétta­blaðs­ins ehf. og Póst­húss­ins ehf. muni skapa alvar­leg sam­keppn­is­leg vanda­mál og hindra þar með virka sam­keppni á öllum mörk­uðum máls­ins þar sem áhrifa gæt­ir[...] Sökum þess er það mat Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins að ógilda beri sam­run­ann.“

Í sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu 365 og Árvak­urs er haft eftir Ingi­björgu S. Pálma­dótt­ur, for­stjóra 365 miðla, að alþekkt sé að rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla á Íslandi hafi verið erfitt. „Þessi kaup Árvak­urs og 365 miðla eru liður í því að tryggja að áfram verði gefin út öflug dag­blöð á Íslandi, og að inn­lendir aðil­ar, stórir og smá­ir, hafi aðgang að öfl­ugri dreif­ing­ar­þjón­ustu sem veitir ein­ok­un­ar­þjón­ustu rík­is­ins sam­keppni og aðhald,“ bætir hún við. 

Har­ald­ur Jo­hanessen, fram­kvæmda­stjóri Árvak­urs, segir einnig að þró­unin hafi verið sú erlendis að dag­blöð hafi samnýtt dreifi­kerfi til að takast á við erf­iðar mark­aðs­að­stæð­ur. 

Álits Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins á kaup­unum er enn beð­ið, en kaup­samn­ing­ur­inn er gerður með fyr­ir­vara um sam­þykki eft­ir­lits­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dauði geisladisksins, tilkoma Spotify og upprisa vínylplötunnar
Áætlað er að Spotify hafi haft um 700 milljónir króna í tekjur af íslenskum notendum á árinu 2019, og að 90 prósent allra tekna vegna sölu á tónlist hafi verið vegna streymisveitna. Sala á vínylplötum hefur þó líka tekið kipp, og átjánfaldast á fáum árum.
Kjarninn 2. mars 2021
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent