Ákveðið hefur verið að innkalla grísakótilettur frá Krónunni eftir að Salmonella hafi fundist í vörunni. Þetta kemur fram í nýrri fréttatilkynningu Reykjavíkurborgar.
Varan sem um ræðir er merkt Krónunni og ber heitið Lúxus grísakótilettur, en þær fást kryddaðar og ókryddaðar. Upprunaland kjötsins í kótilettunum er Spánn. Við eftirlit á markaði greindist Salmonellusýking í einni kótilettu, en í kjölfarið ákváðu dreifingaraðili vörunnar, Krónan ehf., í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, að inkalla allar slíkar vörur af markaði.
Neytendur sem keypt hafa þessar vörur eru beðnir um að skila þeim í næstu Krónuverslun og fá þær endurgreiddar.
Auglýsing