Nær 40% Spánverja vilja ekki lýðræði

Tæplega fjórir af hverjum tíu Spánverjum og 35% Bandaríkjamanna eru hlynntir ólýðræðislegu stjórnarfyrirkomulagi með sterkum leiðtoga.

Calle De Alcalá í Madríd, höfuðborg Spánar.
Calle De Alcalá í Madríd, höfuðborg Spánar.
Auglýsing

Nær 40% allra Spán­verja myndu kjósa ólýð­ræð­is­legt stjórn­ar­fyr­ir­komu­lag með sterkum leið­toga fram yfir lýð­ræði. Hlut­fallið er það mesta sem mælt er á Vest­ur­lönd­um, en skoð­anir Banda­ríkja­manna eru ekki ósvip­aðar þeim að miklu leyti. Þetta kemur fram í nýrri frétt El Nacional.

Í frétt­inni er fjallað um nið­ur­stöður könn­un­ar­inn­ar World Valu­es S­ur­vey, en nýjasta útgáfa hennar tók saman við­horf í 60 löndum á tíma­bil­inu 2010 til 2014. Í könn­un­inni voru við­mæl­endur meðal ann­ars spurðir hvert við­horf þeirra væri til stjórn­ar­fyr­ir­komu­lags sem hefði sterkan leið­toga og þyrfti ekki að lúta vilja þings eða kosn­inga. Svar­mögu­leik­arnir voru fjór­ir: Mjög hlynnt­ur, frekar hlynnt­ur, frekar and­vígur og mjög and­víg­ur.

Auglýsing

Alls voru 7,6% Spán­verja mjög hlynntir slíku stjórn­ar­fyr­ir­komu­lagi og 31,9% þeirra frekar hlynnt­ir. Sam­tals svör­uðu því 39,5% spurn­ing­unni á jákvæðan hátt, en það hlut­fall er það mesta sem mælt var á Vest­ur­löndum og litlu minna en í Pakistan (42%) og Nígeríu (48%).

Hlut­fallið hefur hækkað

Hlut­fall þeirra sem vilja and­lýð­ræð­is­legt stjórn­ar­fyr­ir­komu­lag á spáni hefur stór­auk­ist síðan á tíunda ára­tugn­um, en þá svör­uðu ein­ungis um 25% lands­manna spurn­ing­unni á jákvæðan hátt. Heilt yfir könn­un­ina fór meira fyrir and­lýð­ræð­is­legum skoð­unum á árunum 2010-2014 heldur en 1995-1997, en umrætt hlut­fall hækk­aði hjá 23 af 30 löndum sem spurð vor­u þess­ar­ar ­spurn­ing­ar.

Í öðru sæti meðal Vest­ur­landa eru Banda­rík­in, en þar vilja um 30% lands­manna and­lýð­ræð­is­leg­t ­stjórn­ar­fyr­ir­komu­lag ­sam­kvæmt könn­un­inni. Þar hefur hlut­fallið hækkað úr 20% frá tíma­bil­inu 1995-1997.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Í þrjú ár hafa þau þrjóskast við og tekið flokkshollustu og valdastóla fram yfir hagsmuni þjóðarinnar“
Píratar hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu.
Kjarninn 1. desember 2020
Yfirdeild MDE kvað upp niðurstöðu í málinu í morgun.
Íslenska ríkið tapaði málinu fyrir yfirdeildinni
Yfirdeild Mannréttindadómstól Evrópu staðfesti í dag fyrri dóm réttarins í Landsréttarmálinu.
Kjarninn 1. desember 2020
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Rithöfundaspjall: Sagnaheimur og „neðanmittisvesen“
Kjarninn 1. desember 2020
Frumvarp Páls breytir litlu um samþjöppun í íslenskum sjávarútvegi
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp takmarkanir á úthlutaðri aflahlutdeild. Það gengur mun skemur en aðrar tillögur sem lagðar hafa verið fram til að draga úr samþjöppun í sjávarútvegi.
Kjarninn 1. desember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Hefði verið gott að „átta sig fyrr á því að þessi bruni væri öðruvísi en aðrir“
Dagur B. Eggertsson segir að borgaryfirvöld verði að taka til sín þá gagnrýni sem eftirlifendur brunans á Bræðraborgarstíg hafa sett fram á þann stuðning og aðstoð sem þeir fengu.
Kjarninn 1. desember 2020
Barist við elda í Ástralíu.
Eldar helgarinnar slæmur fyrirboði
„Svarta sumarið“ er öllum Áströlum enn í fersku minni. Nú, ári seinna, hafa gróðureldar kviknað á ný og þó að slökkvistarf hafi gengið vel um helgina er óttast að framundan sé óvenju heit þurrkatíð.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Húsarústirnar standa enn.
Dómstjóri synjar beiðni um lokað þinghald í manndrápsmálinu á Bræðraborgarstíg
Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur hefur synjað beiðni um lokað þinghald í máli mannsins sem er ákærður fyrir brennu og manndráp á Bræðraborgarstíg 1 í sumar. Þrír fórust í eldsvoðanum og tveir slösuðust alvarlega.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Vísaði frá kvörtun vegna ummæla Þórhildar Sunnu um merki á lögreglubúningum
Viðbrögð þingmanns Pírata í pontu Alþingis við umfjöllun í fjölmiðlum um þýðingu merkja sem lögreglumenn hefðu borið við störf sín fela ekki í sér brot á siðareglum þingmanna.
Kjarninn 30. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiErlent