Nær 40% Spánverja vilja ekki lýðræði

Tæplega fjórir af hverjum tíu Spánverjum og 35% Bandaríkjamanna eru hlynntir ólýðræðislegu stjórnarfyrirkomulagi með sterkum leiðtoga.

Calle De Alcalá í Madríd, höfuðborg Spánar.
Calle De Alcalá í Madríd, höfuðborg Spánar.
Auglýsing

Nær 40% allra Spán­verja myndu kjósa ólýð­ræð­is­legt stjórn­ar­fyr­ir­komu­lag með sterkum leið­toga fram yfir lýð­ræði. Hlut­fallið er það mesta sem mælt er á Vest­ur­lönd­um, en skoð­anir Banda­ríkja­manna eru ekki ósvip­aðar þeim að miklu leyti. Þetta kemur fram í nýrri frétt El Nacional.

Í frétt­inni er fjallað um nið­ur­stöður könn­un­ar­inn­ar World Valu­es S­ur­vey, en nýjasta útgáfa hennar tók saman við­horf í 60 löndum á tíma­bil­inu 2010 til 2014. Í könn­un­inni voru við­mæl­endur meðal ann­ars spurðir hvert við­horf þeirra væri til stjórn­ar­fyr­ir­komu­lags sem hefði sterkan leið­toga og þyrfti ekki að lúta vilja þings eða kosn­inga. Svar­mögu­leik­arnir voru fjór­ir: Mjög hlynnt­ur, frekar hlynnt­ur, frekar and­vígur og mjög and­víg­ur.

Auglýsing

Alls voru 7,6% Spán­verja mjög hlynntir slíku stjórn­ar­fyr­ir­komu­lagi og 31,9% þeirra frekar hlynnt­ir. Sam­tals svör­uðu því 39,5% spurn­ing­unni á jákvæðan hátt, en það hlut­fall er það mesta sem mælt var á Vest­ur­löndum og litlu minna en í Pakistan (42%) og Nígeríu (48%).

Hlut­fallið hefur hækkað

Hlut­fall þeirra sem vilja and­lýð­ræð­is­legt stjórn­ar­fyr­ir­komu­lag á spáni hefur stór­auk­ist síðan á tíunda ára­tugn­um, en þá svör­uðu ein­ungis um 25% lands­manna spurn­ing­unni á jákvæðan hátt. Heilt yfir könn­un­ina fór meira fyrir and­lýð­ræð­is­legum skoð­unum á árunum 2010-2014 heldur en 1995-1997, en umrætt hlut­fall hækk­aði hjá 23 af 30 löndum sem spurð vor­u þess­ar­ar ­spurn­ing­ar.

Í öðru sæti meðal Vest­ur­landa eru Banda­rík­in, en þar vilja um 30% lands­manna and­lýð­ræð­is­leg­t ­stjórn­ar­fyr­ir­komu­lag ­sam­kvæmt könn­un­inni. Þar hefur hlut­fallið hækkað úr 20% frá tíma­bil­inu 1995-1997.

Páfinn harmar glæpi presta gegn börnum
Prestar innan kaþólsku kirkjunnar hafa gerst sekir um að misnota þúsundir barna. Nýleg mál í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum sýna að yfirhylmingum var beitt til að þagga málin niður.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Ráðamenn funduðu um stöðu flugfélaga
WOW Air er í þröngri fjárhagsstöðu og leita nú aukins fjár til að geta haldið vexti sínum áfram. Stjórnvöld fylgjast náið með gangi mála.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Telja ekki skynsamlegt að breyta sköttum verulega á ökutæki og eldsneyti
Starfshópur telur gildandi kerfi skattlagningar ökutækja og eldsneytis í meginatriðum einfalt og haganlegt og telur ekki skynsamlegt að það taki stakkaskiptum.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Þorvaldur Logason
Landráðasamsæri vinstri stjórnarinnar
Kjarninn 20. ágúst 2018
Jón Pétursson
Jón Pétursson nýr aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs
Formaður Miðflokksins ræður nýjan aðstoðarmann.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Framlag Kjarnans á árinu 2013
Kjarninn er fimm ára í vikunni. Af því tilefni verður rifjað upp það helsta sem hann hafði til málanna að leggja á hverju því starfsári sem hann hefur verið til, á hverjum degi í þessari viku. Í dag er farið yfir árið 2013.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Auðlindagjöld og hagrænir hvatar
Kjarninn 20. ágúst 2018
Sauðfjár- og kúabúum fer fækkandi
Búum með sauðfjárrækt sem aðalstarfsemi hefur fækkað um tæplega 14 prósent síðan árið 2008 og kúabúum með ræktun mjólkurkúa hefur fækkað um tæplega 11 prósent.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Meira úr sama flokkiErlent