Nær 40% Spánverja vilja ekki lýðræði

Tæplega fjórir af hverjum tíu Spánverjum og 35% Bandaríkjamanna eru hlynntir ólýðræðislegu stjórnarfyrirkomulagi með sterkum leiðtoga.

Calle De Alcalá í Madríd, höfuðborg Spánar.
Calle De Alcalá í Madríd, höfuðborg Spánar.
Auglýsing

Nær 40% allra Spán­verja myndu kjósa ólýð­ræð­is­legt stjórn­ar­fyr­ir­komu­lag með sterkum leið­toga fram yfir lýð­ræði. Hlut­fallið er það mesta sem mælt er á Vest­ur­lönd­um, en skoð­anir Banda­ríkja­manna eru ekki ósvip­aðar þeim að miklu leyti. Þetta kemur fram í nýrri frétt El Nacional.

Í frétt­inni er fjallað um nið­ur­stöður könn­un­ar­inn­ar World Valu­es S­ur­vey, en nýjasta útgáfa hennar tók saman við­horf í 60 löndum á tíma­bil­inu 2010 til 2014. Í könn­un­inni voru við­mæl­endur meðal ann­ars spurðir hvert við­horf þeirra væri til stjórn­ar­fyr­ir­komu­lags sem hefði sterkan leið­toga og þyrfti ekki að lúta vilja þings eða kosn­inga. Svar­mögu­leik­arnir voru fjór­ir: Mjög hlynnt­ur, frekar hlynnt­ur, frekar and­vígur og mjög and­víg­ur.

Auglýsing

Alls voru 7,6% Spán­verja mjög hlynntir slíku stjórn­ar­fyr­ir­komu­lagi og 31,9% þeirra frekar hlynnt­ir. Sam­tals svör­uðu því 39,5% spurn­ing­unni á jákvæðan hátt, en það hlut­fall er það mesta sem mælt var á Vest­ur­löndum og litlu minna en í Pakistan (42%) og Nígeríu (48%).

Hlut­fallið hefur hækkað

Hlut­fall þeirra sem vilja and­lýð­ræð­is­legt stjórn­ar­fyr­ir­komu­lag á spáni hefur stór­auk­ist síðan á tíunda ára­tugn­um, en þá svör­uðu ein­ungis um 25% lands­manna spurn­ing­unni á jákvæðan hátt. Heilt yfir könn­un­ina fór meira fyrir and­lýð­ræð­is­legum skoð­unum á árunum 2010-2014 heldur en 1995-1997, en umrætt hlut­fall hækk­aði hjá 23 af 30 löndum sem spurð vor­u þess­ar­ar ­spurn­ing­ar.

Í öðru sæti meðal Vest­ur­landa eru Banda­rík­in, en þar vilja um 30% lands­manna and­lýð­ræð­is­leg­t ­stjórn­ar­fyr­ir­komu­lag ­sam­kvæmt könn­un­inni. Þar hefur hlut­fallið hækkað úr 20% frá tíma­bil­inu 1995-1997.

WOW air er á uppleið á ný.
Indigo gæti fjárfest í WOW air fyrir 9,4 milljarða króna
Indigo Partners kemur inn í hluthafahóp WOW air og gefur mögulega út breytilegt skuldabréf til að fjármagna endurreisn félagsins.
Kjarninn 14. desember 2018
Skýrt í starfsreglum að meirihluti ræður niðurstöðum
Formaður tilnefningarnefndar VÍS segir engar heimildir vera í reglum nefndarinnar til að skila sératkvæði. Meirihlutinn ráði einfaldlega hverjum hún mæli með til stjórnarsetu.
Kjarninn 14. desember 2018
Vladimir Pútín, forseti Rússlands
Útflutningur til Rússlands dregist saman um 90 prósent vegna viðskiptaþvingana
Rúm þrjú ár eru síðan Rússland svaraði viðskiptaþvingunum íslenska ríkisins með innflutningsbanni á nær öll matvæli frá Íslandi. Í kjölfar innflutningsbannsins hefur útflutningur til Rússlands dregist saman um 90 prósent og tugi milljarða króna.
Kjarninn 14. desember 2018
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór pantar sér gult vesti
Formaður VR segir að ekkert sé að marka kosningaloforð stjórnmálamanna því þeir virðist eingöngu hafa hugsjónir og drifkraft í að breyta á fjögurra ára fresti, og þá aðeins í nokkra daga.
Kjarninn 14. desember 2018
Stakksberg telur íbúakosningu um stóriðju í Helguvík ólögmæta og geta leitt til bótaskyldu
Stakksberg, félag í eigu Arion banka, hefur sent Reykjanesbæ bréf þar sem félagið segir sveitarfélagið skaðabótaskylt ef komið verður í veg fyrir starfsemi kísilmálmverksmiðjunar sem áður var í eigu United Silicon.
Kjarninn 14. desember 2018
Miðflokkurinn hrynur í fylgi og Framsókn eykur við sig
Töluverðar sviptingar eru á fylgi stjórnmálaflokka samkvæmt nýrri könnun MMR.
Kjarninn 14. desember 2018
Vilhjálmur Árnason, stjórnarformaður Siðfræðistofnunar.
Siðfræðistofnun verður stjórnvöldum til ráðgjafar í siðfræðilegum efnum
Siðfræðistofnun verður stjórnvöldum til ráðgjafar í siðfræðilegum efnum tímabilið 1. janúar 2019 til 31. desember 2021. Greiðslur úr ríkissjóði fyrir verkið munu nema 10 milljónum króna árlega.
Kjarninn 14. desember 2018
Græðgi og spilling kemur enn upp í huga almennings - Bankasala framundan
Kannanir sem gerðar voru fyrir starfshóp stjórnvalda sem skilaði af sér Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið benda til þess að hrun fjármálakerfisins sé enn ferskt í minni almennings.
Kjarninn 14. desember 2018
Meira úr sama flokkiErlent