Útlán bankanna ekki vaxið jafnhratt frá hruni

Bæði innlend og erlend útlán íslenska bankakerfisins uxu töluvert milli júnímánaða, en aukningin hefur ekki verið jafnmikil á ársgrundvelli frá hruni.

Útlán frá íslensku bönkunum þremur auk annarra innlánsstofnanna hefur aukist hratt á síðustu tólf mánuðum.
Útlán frá íslensku bönkunum þremur auk annarra innlánsstofnanna hefur aukist hratt á síðustu tólf mánuðum.
Auglýsing

Lántaka fólks og fyrirtækja hjá íslenskum bankastofnunum hefur ekki aukist jafnhratt frá hruni, ef miðað er við ársgrundvöll. Þetta kemur fram ef rýnt er í hagtölur Seðlabanka Íslands sem birtust í gær. 

Samkvæmt hagtölunum aukast umsvif íslenskra banka nokkuð milli mánaða, en í júní  námu eignir innlánsstofnanna tæpum 3.600 milljörðum króna og hækkuðu um 48,2 milljarða frá mánuðinum á undan. Þar af námu innlendar eignir um 3.200 milljörðum, en erlendar eignir um 401 milljörðum. Innlendar skuldir hækkuðu um 42,2 milljarða í mánuðinum og námu 2.329 milljörðum, en erlendar skuldir námu 653,7 milljörðum og hækkuðu um 456 milljónir. 

Ef litið er sérstaklega á útlán bankakerfisins, þá stóðu þau alls í 2.730 milljörðum í lok júní. Þar af voru innlend útlán bankakerfisins 2.556 milljarðar króna og jukust um 12% frá því á sama tíma og í fyrra. Sömuleiðis jukust erlend útlán um 32,7%, eða úr 132 milljörðum í 175 milljarða. Þetta eru stærstu hækkanir útlána á ársgrundvelli frá fjármálahruninu árið 2008.

Auglýsing

Góðæristíminn á árunum rétt fyrir hrun einkenndist af stóraukinni skuldsetningu, en frá 2005 til 2008 jukust innlend útlán að jafnaði um 50% á ári og erlend útlán tvöfölduðust á hverju ári. Á árunum rétt eftir hrun tók svo við nokkur samdráttur í útlánastarfi bankanna, og eftir það stöðugur en hægur vöxtur innlendra útlána um 5% á ári og sveiflukenndur samdráttur erlendra útlána.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Fátækleg umfjöllun – Stefna Flokks fólksins í umhverfismálum
Kjarninn 20. september 2021
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent