Sigtryggur Magnason er nýr aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Þetta kemur fram í frétt ráðuneytisins.
Í fréttinni kemur jafnfram fram að Sigtryggur hafi starfað við stefnumótun og hugmyndavinnu hjá Hvíta húsinu og þar áður sem Creative Director hjá Íslensku auglýsingastofunni. „Hann á að baki feril í blaðamennsku sem ritstjóri Dægurmálaútvarps Rásar 2, umsjónarmaður Helgarblaðs DV, ritstjóri Sirkuss Reykjavík og fastur pistlahöfundur hjá Morgunblaðinu. Þá var hann aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra frá 2009-2010. Sigtryggur hefur einnig fengist við ritstörf og hafa leikverk hans verið sett upp hér á landi og í Bandaríkjunum og hefur eitt verka hans verið gefið út í Þýskalandi.“
Sigtryggur kemur í stað Ágústar Bjarna Garðarssonar og mun starfa við hlið Ingveldar Sæmundsdóttur.
Auglýsing