„Ísland er að fara að verða umferðarmiðstöð Atlantshafsins“

Dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að miklu máli skipti að Keflavíkurflugvöllur hafi verið ryðja sér til rúms sem flutningamiðja á Atlantshafi. Sá vöxtur hafi skapað margar beinar og breiðar leiðir til landsins frá bæði Bandaríkjunum og Evrópu.

Leifsstöð
Leifsstöð
Auglýsing

Ásgeir Jóns­son, dós­ent í hag­fræði við Háskóla Íslands, segir að sú þróun að fjöl­mörg flug­fé­lög fljúga nú hingað til lands skipti meira máli heldur en þróun á olíu­verði eða afkoma íslensku flug­fé­lag­anna. Hann segir að Ís­land sé að fara að verða umferð­ar­mið­stöð Atl­ants­hafs­ins.

Þetta kemur fram í Frétta­blað­inu í dag. 

Ásgeir Jónsson Mynd: HÍÁsgeir segir í þessu sam­hengi að beinum flug­ferðum til og frá Íslandi, í gegnum Kefla­vík­ur­flug­völl sem höfn, hafi fjölgað veru­lega með til­heyr­andi netá­hrif­um. „Ég tel að þessi þróun haldi áfram, hvort sem íslensku flug­fé­lögin verði áfram leið­andi í þeirri þróun eða hve mikið af þessu ferða­fólki gerir sér ferð inn í landið sjálft.“

Hann segir jafn­framt í sam­tali við Frétta­blaðið að vöxtur ferða­þjón­ust­unnar verði ekki lengur eins „fyr­ir­hafn­ar­laus“ og verið hef­ur. „Við munum þurfa að vinna heima­vinn­una okkar til þess að ná áfram­hald­andi árangri. Það þýðir ekki ein­göngu að reiða sig á sjarma lands­ins líkt og verið hef­ur. Fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu þurfa að huga betur að rekstr­inum og hvaða hópum þau ætla að þjóna. Miklar kostn­að­ar­hækk­anir og geng­is­hækkun hafa sett gríð­ar­legan þrýst­ing á hag­ræð­ingu í grein­inn­i,“ segir Ásgeir.

Auglýsing

Kjarn­inn hefur fjallað um afkomu íslensku flug­fé­lag­anna en Icelandair tap­aði 6,3 millj­­örðum króna á fyrri helm­ingi árs­ins. Tapið skýrist aðal­­­lega af hækkun olíu­­verðs og sveiflum á gengi krón­unn­­ar, en for­­stjóri félags­­ins, Björgólfur Jóhanns­­son, segir að fleiri þættir komi til sem félagið geti haft áhrif á. Félagið hefur að und­an­­förnu breytt skipu­lagi sínu og mun ganga lengra í þeim efn­um, sam­­kvæmt Björgólfi.

Flug­­­fé­lög hafa mörg hver gengið í gegnum erf­iða tíma að und­an­­förnu vegna hækk­­andi verðs á olíu, og harðrar sam­keppni. Helsti sam­keppn­is­að­ili Icelandair í flugi til Íslands, WOW Air, hefur ekki birt árs­­reikn­ing fyrir árið 2017 eða upp­­lýs­ingar um rekstur félags­­ins á þessu ári.

Tölu­verðs titr­ings hefur gætt á mörk­uðum vegna stöðu flug­­­fé­lag­anna, enda er flug­­­rekstur hluti af burð­­ar­stólpa í íslensku atvinn­u­­lífi sem ferða­­þjón­ustan í heild er orð­in. Vöxtur hennar hefur verið hrað­­ur. Í fyrra komu um 2,7 millj­­ónir ferða­­manna til lands­ins, en til sam­an­­burðar voru þeir innan við 500 þús­und árið 2010.

Ásgeir segir að hærri far­gjöld geti haft þau áhrif að fólk ferð­ist minna. Lágt olíu­verð og lág far­gjöld hafi átt þátt í vexti ferða­þjón­ust­unn­ar. „Meira máli skiptir þó að Kefla­vík­ur­flug­völlur hefur verið ryðja sér til rúms sem flutn­inga­miðja á Atl­ants­hafi. Sá vöxtur hefur skapað margar beinar og breiðar leiðir til lands­ins frá bæði Banda­ríkj­unum og Evr­ópu og aukið aðgengi að land­inu. Það hefur verið meg­in­drif­kraft­ur­inn að baki mik­illi fjölgun ferða­manna á und­an­förnum árum,“ segir Ásgeir við Frétta­blað­ið. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent