„Ísland er að fara að verða umferðarmiðstöð Atlantshafsins“

Dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að miklu máli skipti að Keflavíkurflugvöllur hafi verið ryðja sér til rúms sem flutningamiðja á Atlantshafi. Sá vöxtur hafi skapað margar beinar og breiðar leiðir til landsins frá bæði Bandaríkjunum og Evrópu.

Leifsstöð
Leifsstöð
Auglýsing

Ásgeir Jóns­son, dós­ent í hag­fræði við Háskóla Íslands, segir að sú þróun að fjöl­mörg flug­fé­lög fljúga nú hingað til lands skipti meira máli heldur en þróun á olíu­verði eða afkoma íslensku flug­fé­lag­anna. Hann segir að Ís­land sé að fara að verða umferð­ar­mið­stöð Atl­ants­hafs­ins.

Þetta kemur fram í Frétta­blað­inu í dag. 

Ásgeir Jónsson Mynd: HÍÁsgeir segir í þessu sam­hengi að beinum flug­ferðum til og frá Íslandi, í gegnum Kefla­vík­ur­flug­völl sem höfn, hafi fjölgað veru­lega með til­heyr­andi netá­hrif­um. „Ég tel að þessi þróun haldi áfram, hvort sem íslensku flug­fé­lögin verði áfram leið­andi í þeirri þróun eða hve mikið af þessu ferða­fólki gerir sér ferð inn í landið sjálft.“

Hann segir jafn­framt í sam­tali við Frétta­blaðið að vöxtur ferða­þjón­ust­unnar verði ekki lengur eins „fyr­ir­hafn­ar­laus“ og verið hef­ur. „Við munum þurfa að vinna heima­vinn­una okkar til þess að ná áfram­hald­andi árangri. Það þýðir ekki ein­göngu að reiða sig á sjarma lands­ins líkt og verið hef­ur. Fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu þurfa að huga betur að rekstr­inum og hvaða hópum þau ætla að þjóna. Miklar kostn­að­ar­hækk­anir og geng­is­hækkun hafa sett gríð­ar­legan þrýst­ing á hag­ræð­ingu í grein­inn­i,“ segir Ásgeir.

Auglýsing

Kjarn­inn hefur fjallað um afkomu íslensku flug­fé­lag­anna en Icelandair tap­aði 6,3 millj­­örðum króna á fyrri helm­ingi árs­ins. Tapið skýrist aðal­­­lega af hækkun olíu­­verðs og sveiflum á gengi krón­unn­­ar, en for­­stjóri félags­­ins, Björgólfur Jóhanns­­son, segir að fleiri þættir komi til sem félagið geti haft áhrif á. Félagið hefur að und­an­­förnu breytt skipu­lagi sínu og mun ganga lengra í þeim efn­um, sam­­kvæmt Björgólfi.

Flug­­­fé­lög hafa mörg hver gengið í gegnum erf­iða tíma að und­an­­förnu vegna hækk­­andi verðs á olíu, og harðrar sam­keppni. Helsti sam­keppn­is­að­ili Icelandair í flugi til Íslands, WOW Air, hefur ekki birt árs­­reikn­ing fyrir árið 2017 eða upp­­lýs­ingar um rekstur félags­­ins á þessu ári.

Tölu­verðs titr­ings hefur gætt á mörk­uðum vegna stöðu flug­­­fé­lag­anna, enda er flug­­­rekstur hluti af burð­­ar­stólpa í íslensku atvinn­u­­lífi sem ferða­­þjón­ustan í heild er orð­in. Vöxtur hennar hefur verið hrað­­ur. Í fyrra komu um 2,7 millj­­ónir ferða­­manna til lands­ins, en til sam­an­­burðar voru þeir innan við 500 þús­und árið 2010.

Ásgeir segir að hærri far­gjöld geti haft þau áhrif að fólk ferð­ist minna. Lágt olíu­verð og lág far­gjöld hafi átt þátt í vexti ferða­þjón­ust­unn­ar. „Meira máli skiptir þó að Kefla­vík­ur­flug­völlur hefur verið ryðja sér til rúms sem flutn­inga­miðja á Atl­ants­hafi. Sá vöxtur hefur skapað margar beinar og breiðar leiðir til lands­ins frá bæði Banda­ríkj­unum og Evr­ópu og aukið aðgengi að land­inu. Það hefur verið meg­in­drif­kraft­ur­inn að baki mik­illi fjölgun ferða­manna á und­an­förnum árum,“ segir Ásgeir við Frétta­blað­ið. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Þórdís Kolbrún verður ekki dómsmálaráðherra áfram
Formaður Sjálfstæðisflokksins mun ákveða hver tekur við dómsmálaráðuneytinu á næstu dögum og gera tillögu um það til þingflokks fyrir þingsetningu. Hann vill fá meira en 25 prósent fylgi í næstu kosningum.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum
Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum í ljósi loftslagsbreytinga.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Jón Ólafsson, stofnandi Icelandic Glacial.
Átta milljarða fjármögnun Icelandic Glacial
Drykkjarvöruframleiðandinn Icelandic Glacial hefur lokið hlutafjáraukningu að fjárhæð tæplega 4 milljarða íslenskra króna. Jafnframt hefur fyrirtækið fengið tæplega 4,4 milljarða lán frá bandarískum skuldabréfasjóði.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent