„Ísland er að fara að verða umferðarmiðstöð Atlantshafsins“

Dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að miklu máli skipti að Keflavíkurflugvöllur hafi verið ryðja sér til rúms sem flutningamiðja á Atlantshafi. Sá vöxtur hafi skapað margar beinar og breiðar leiðir til landsins frá bæði Bandaríkjunum og Evrópu.

Leifsstöð
Leifsstöð
Auglýsing

Ásgeir Jóns­son, dós­ent í hag­fræði við Háskóla Íslands, segir að sú þróun að fjöl­mörg flug­fé­lög fljúga nú hingað til lands skipti meira máli heldur en þróun á olíu­verði eða afkoma íslensku flug­fé­lag­anna. Hann segir að Ís­land sé að fara að verða umferð­ar­mið­stöð Atl­ants­hafs­ins.

Þetta kemur fram í Frétta­blað­inu í dag. 

Ásgeir Jónsson Mynd: HÍÁsgeir segir í þessu sam­hengi að beinum flug­ferðum til og frá Íslandi, í gegnum Kefla­vík­ur­flug­völl sem höfn, hafi fjölgað veru­lega með til­heyr­andi netá­hrif­um. „Ég tel að þessi þróun haldi áfram, hvort sem íslensku flug­fé­lögin verði áfram leið­andi í þeirri þróun eða hve mikið af þessu ferða­fólki gerir sér ferð inn í landið sjálft.“

Hann segir jafn­framt í sam­tali við Frétta­blaðið að vöxtur ferða­þjón­ust­unnar verði ekki lengur eins „fyr­ir­hafn­ar­laus“ og verið hef­ur. „Við munum þurfa að vinna heima­vinn­una okkar til þess að ná áfram­hald­andi árangri. Það þýðir ekki ein­göngu að reiða sig á sjarma lands­ins líkt og verið hef­ur. Fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu þurfa að huga betur að rekstr­inum og hvaða hópum þau ætla að þjóna. Miklar kostn­að­ar­hækk­anir og geng­is­hækkun hafa sett gríð­ar­legan þrýst­ing á hag­ræð­ingu í grein­inn­i,“ segir Ásgeir.

Auglýsing

Kjarn­inn hefur fjallað um afkomu íslensku flug­fé­lag­anna en Icelandair tap­aði 6,3 millj­­örðum króna á fyrri helm­ingi árs­ins. Tapið skýrist aðal­­­lega af hækkun olíu­­verðs og sveiflum á gengi krón­unn­­ar, en for­­stjóri félags­­ins, Björgólfur Jóhanns­­son, segir að fleiri þættir komi til sem félagið geti haft áhrif á. Félagið hefur að und­an­­förnu breytt skipu­lagi sínu og mun ganga lengra í þeim efn­um, sam­­kvæmt Björgólfi.

Flug­­­fé­lög hafa mörg hver gengið í gegnum erf­iða tíma að und­an­­förnu vegna hækk­­andi verðs á olíu, og harðrar sam­keppni. Helsti sam­keppn­is­að­ili Icelandair í flugi til Íslands, WOW Air, hefur ekki birt árs­­reikn­ing fyrir árið 2017 eða upp­­lýs­ingar um rekstur félags­­ins á þessu ári.

Tölu­verðs titr­ings hefur gætt á mörk­uðum vegna stöðu flug­­­fé­lag­anna, enda er flug­­­rekstur hluti af burð­­ar­stólpa í íslensku atvinn­u­­lífi sem ferða­­þjón­ustan í heild er orð­in. Vöxtur hennar hefur verið hrað­­ur. Í fyrra komu um 2,7 millj­­ónir ferða­­manna til lands­ins, en til sam­an­­burðar voru þeir innan við 500 þús­und árið 2010.

Ásgeir segir að hærri far­gjöld geti haft þau áhrif að fólk ferð­ist minna. Lágt olíu­verð og lág far­gjöld hafi átt þátt í vexti ferða­þjón­ust­unn­ar. „Meira máli skiptir þó að Kefla­vík­ur­flug­völlur hefur verið ryðja sér til rúms sem flutn­inga­miðja á Atl­ants­hafi. Sá vöxtur hefur skapað margar beinar og breiðar leiðir til lands­ins frá bæði Banda­ríkj­unum og Evr­ópu og aukið aðgengi að land­inu. Það hefur verið meg­in­drif­kraft­ur­inn að baki mik­illi fjölgun ferða­manna á und­an­förnum árum,“ segir Ásgeir við Frétta­blað­ið. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent