„Ísland er að fara að verða umferðarmiðstöð Atlantshafsins“

Dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að miklu máli skipti að Keflavíkurflugvöllur hafi verið ryðja sér til rúms sem flutningamiðja á Atlantshafi. Sá vöxtur hafi skapað margar beinar og breiðar leiðir til landsins frá bæði Bandaríkjunum og Evrópu.

Leifsstöð
Leifsstöð
Auglýsing

Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að sú þróun að fjölmörg flugfélög fljúga nú hingað til lands skipti meira máli heldur en þróun á olíuverði eða afkoma íslensku flugfélaganna. Hann segir að Ísland sé að fara að verða umferðarmiðstöð Atlantshafsins.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. 

Ásgeir Jónsson Mynd: HÍÁsgeir segir í þessu samhengi að beinum flugferðum til og frá Íslandi, í gegnum Keflavíkurflugvöll sem höfn, hafi fjölgað verulega með tilheyrandi netáhrifum. „Ég tel að þessi þróun haldi áfram, hvort sem íslensku flugfélögin verði áfram leiðandi í þeirri þróun eða hve mikið af þessu ferðafólki gerir sér ferð inn í landið sjálft.“

Hann segir jafnframt í samtali við Fréttablaðið að vöxtur ferðaþjónustunnar verði ekki lengur eins „fyrirhafnarlaus“ og verið hefur. „Við munum þurfa að vinna heimavinnuna okkar til þess að ná áframhaldandi árangri. Það þýðir ekki eingöngu að reiða sig á sjarma landsins líkt og verið hefur. Fyrirtæki í ferðaþjónustu þurfa að huga betur að rekstrinum og hvaða hópum þau ætla að þjóna. Miklar kostnaðarhækkanir og gengishækkun hafa sett gríðarlegan þrýsting á hagræðingu í greininni,“ segir Ásgeir.

Auglýsing

Kjarninn hefur fjallað um afkomu íslensku flugfélaganna en Icelandair tapaði 6,3 millj­örðum króna á fyrri helm­ingi árs­ins. Tapið skýrist aðal­lega af hækkun olíu­verðs og sveiflum á gengi krón­unn­ar, en for­stjóri félags­ins, Björgólfur Jóhanns­son, segir að fleiri þættir komi til sem félagið geti haft áhrif á. Félagið hefur að und­an­förnu breytt skipu­lagi sínu og mun ganga lengra í þeim efn­um, sam­kvæmt Björgólfi.

Flug­fé­lög hafa mörg hver gengið í gegnum erf­iða tíma að und­an­förnu vegna hækk­andi verðs á olíu, og harðrar sam­keppni. Helsti sam­keppn­is­að­ili Icelandair í flugi til Íslands, WOW Air, hefur ekki birt árs­reikn­ing fyrir árið 2017 eða upp­lýs­ingar um rekstur félags­ins á þessu ári.

Tölu­verðs titr­ings hefur gætt á mörk­uðum vegna stöðu flug­fé­lag­anna, enda er flug­rekstur hluti af burð­ar­stólpa í íslensku atvinnu­lífi sem ferða­þjón­ustan í heild er orð­in. Vöxtur hennar hefur verið hrað­ur. Í fyrra komu um 2,7 millj­ónir ferða­manna til lands­ins, en til sam­an­burðar voru þeir innan við 500 þús­und árið 2010.

Ásgeir segir að hærri fargjöld geti haft þau áhrif að fólk ferðist minna. Lágt olíuverð og lág fargjöld hafi átt þátt í vexti ferðaþjónustunnar. „Meira máli skiptir þó að Keflavíkurflugvöllur hefur verið ryðja sér til rúms sem flutningamiðja á Atlantshafi. Sá vöxtur hefur skapað margar beinar og breiðar leiðir til landsins frá bæði Bandaríkjunum og Evrópu og aukið aðgengi að landinu. Það hefur verið megindrifkrafturinn að baki mikilli fjölgun ferðamanna á undanförnum árum,“ segir Ásgeir við Fréttablaðið. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent