Neytendastofa: Ekki einungis seljendur gulls verði skráningarskyldir

Neytendastofa hefur sent inn umsögn við drög að lögum um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka en stofnunin vill að lögin taki líka til kaupenda gulls og annarra eðalmálma, ekki einungis seljanda.

gull.jpg
Auglýsing

Neytendastofa hefur sent inn umsögn við drög að lögum um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka en stofnunin vill að lögin taki líka til kaupenda gulls og annarra eðalmálma, ekki einungis seljanda. Þetta kemur fram í frétt RÚV í dag.

Samkvæmt núverandi drögum að lögunum verða einungis seljendur eðalsteina og -málma skráningarskyldir. Neytendastofa, eini umsagnaraðili frumvarpsins, leggur til að kaupendur sem hafa milligöngu um verslun með slíkan varning verði einnig skráningarskyldir. Neytendastofa telur þar af leiðandi að ákvæðið eigi ekki aðeins að ná til aðila sem „selja“ eðalmálma- og steina heldur einnig aðila sem „kaupa“ slíkar vörur.

Fram kemur í umsögn Neytendastofu að viðskipti með eðalmálma með milligöngu þriðja aðila hafi farið vaxandi á undanförnum árum. „Til að mynda hafa komið hingað til lands erlendir aðilar í innkaupaferðir gagngert til að kaupa eðalmálma eða eðalsteina af íslenskum neytendum og auglýst í fjölmiðlum komu sína og tímabil heimsóknarinnar. Vandséð er að ákvæðið nái til slíkrar starfsemi“, segir umsögninni.

Auglýsing

Í drögunum að frumvarpinu kemur fram að frumvarpið sé samið af starfshópi sem dómsmálaráðherra skipaði til innleiðingar á fjórðu peningaþvættistilskipun Evrópusambandsins og valin ákvæði úr fimmtu peninga-þvættistilskipun Evrópusambandsins. Fjórða peningaþvættistilskipunin tók gildi í Evrópusambandinu 27. júlí 2017 og verður tekin upp í EES-samninginn í október 2018.

„Þrátt fyrir að um heildarskoðun laganna sé að ræða byggja þau á grunni eldri laga. Meginefni laganna snýr að skyldu tilkynningarskyldra aðila til að framkvæma áreiðanleikakönnun, haga innra skipulagi með þeim hætti að þeim sé kleift að greina grunsamlegar færslur og tilkynna til skrifstofu fjármálagreiningu lögreglu allar grunsamlegar færslur eða viðskipti.

Til að tryggja að einstök ákvæði frumvarpsins séu ekki of íþyngjandi fyrir litla tilkynningarskylda aðila sem stunda einsleita starfsemi er gert ráð fyrir því að tekið sé tillit til til stærðar, eðlis og umfangs tilkynningarskyldra aðila og margbreytileika starfseminnar,“ segir í drögunum.

Frestur til að skila inn umsögnum við frumvarpið rennur út á morgun.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Tækifæri í rafmyntaiðnaði til staðar meðan rafmyntir halda velli að mati ráðherra
Líklega mun hið opinbera nýta sér bálkakeðjutækni þegar fram líða stundir samkvæmt svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn um rafmyntir. Ekki er þó enn útlit fyrir að rafmyntir taki við af hefðbundinni greiðslumiðlun í bráð.
Kjarninn 17. maí 2021
Viðar Hjartarson
Glæpur og refsing – Hugleiðingar vegna nýfallins dóms
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent