Jón Kalman blandar sér í umræður um hina umdeildu Piu Kjærsgaard

Rithöfundurinn Jón Kalman segir í pistli í dönskum miðli að ekki sé hægt að líta fram hjá þeim fasisma sem læðist aftan að hinum vestræna heimi og telur að forseti Alþingis eigi að biðjast afsökunar á að hafa boðið Piu Kjærsgaard til Íslands.

Pia Kjærsgaard og Jón Kalman
Pia Kjærsgaard og Jón Kalman
Auglýsing

Jón Kalman Stef­áns­son rit­höf­undur segir ákvörðun Stein­gríms J. Sig­fús­sonar for­seta Alþing­is, að hafa boðið Piu Kjærs­gaard að ávarpa hátíð­ar­fund Alþing­is, klaufa­lega og ætti hann að biðj­ast afsök­un­ar, segja af sér og leyfa öðrum að taka við.

Þetta kemur fram í pistli sem Jón skrifar í danska blaðið Information og birt­ist í dag en Kvenna­blaðið greindi fyrst frá hér á landi.

Miklar umræður spruttu upp í kjöl­far komu Kjærs­gaard til lands­ins þegar hún hélt ávarp á hátíð­­ar­fundi Alþingis á Þing­­völlum þann 18. júlí síð­ast­lið­inn. Margir gagn­rýndu aðkomu hennar og ákváðu Píratar til að mynda að snið­ganga þjóð­fund­inn og gekk þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Helga Vala Helga­dótt­ir, af fund­inum þegar Kjærs­gaard tók til máls.

Auglýsing

Jón segir í grein sinni að Íslend­ingar standi frammi fyrir þeirri stað­reynd að þeir geta ekki litið í hina átt­ina á meðan fas­ismi læð­ist aftan að Evr­ópu­bú­um. Hann ber saman stjórn­mála­skoð­anir Kjærs­gaard við aðferða­fræði Don­alds Trump í Banda­ríkj­unum og Mar­ine Le Pen í Frakk­landi. Hann segir jafn­framt að stjórn­mála­menn eins og Kjærs­gaard bjóði upp á ein­faldar lausnir við flóknum vanda­málum eins og fyrr­nefnd skoð­ana­systk­ini.

Hann spyr sig hvort við eigum að sætta okkur við það að fas­ismi herji nú á hinn vest­ræna heim dul­bú­inn með grímu lýð­ræðis sem býður upp á fram­tíð þar sem hatur og umburð­ar­leysi gagn­vart öðrum skoð­unum kemur í stað­inn fyrir sam­ræðu og leit eftir sam­kennd.

Stein­grímur J. Sig­fús­son sendi frá sér til­kynn­ingu þann 19. júlí síð­ast­lið­inn þar sem hann sagð­ist harmar að heim­­sókn danska þing­­for­­set­ans hefði verið notuð til að varpa skugga á hátíð­­ar­höldin og sagð­ist hann leyfa sér að trúa því að það væri minn­i­hluta­­sjón­­ar­mið að við­eig­andi sé að sýna danska þing­­for­­set­­anum óvirð­ingu þegar hann sækir Íslend­inga heim og kemur fram fyrir hönd danska Þjóð­­þings­ins og dönsku þjóð­­ar­inn­­ar.

Guð­­mundur Andri Thors­son, rit­höf­undur og þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, skrif­aði einnig gagn­rýn­inn pistil vegna komu Kjærs­gaard til lands­ins sem bar tit­il­inn „Um kurt­eisi“ og birt­ist fyrst á Kjarn­­an­um. Dönsk þýð­ing pistils­ins birt­ist svo í Information, ásamt skýr­ingu á orð­inu „Stórdan­i“ sem á að lýsa hroka­­fullu við­­móti Dana í garð Íslend­inga.

Kjær­s­gaard sagði í kjöl­farið skrif Guð­­mundar Andra lykta af hræsni, móð­­ur­­sýki og „ís­­lenskri minn­i­mátt­­ar­­kennd.“ Guð­­mundur svar­aði gagn­rýn­inni og sagði hana byggj­­ast á sýn Stórdan­ans á Íslend­inga.

Kjarn­inn fjall­aði um Piu Kjær­s­gaard þegar umræð­urnar spruttu upp vegna komu hennar hingað til lands. Hún er einn stofn­enda Danska þjóð­­ar­­flokks­ins og leiddi flokk­inn á árunum 1995 til 2012. Hún er einn þekkt­­asti stjórn­­­mála­­maður í Dan­­mörku í dag og hefur talað hart gegn fjöl­­menn­ingu og inn­­flytj­endum og íslam sér­­stak­­lega.

Árið 2001 skrif­aði Kjær­s­gaard í frétta­bréf flokk­s­ins að múslimar væru lygar­­ar, svind­l­­arar og svik­­ar­­ar. Hún var kærð fyrir þessi ummæli en ekki ákærð af yfir­­völd­­um. Ári síðar var hún sektuð fyrir að hóta konu með pip­ar­úða, sem að auki var brot gegn dönskum vopna­lög­­um. Kjær­s­gaard sagði sér til varnar að hún hafi upp­­lifað sér ógnað og tal­aði í kjöl­farið fyrir breyt­ingu á lög­­un­um, svo eitt­hvað af afrekum hennar séu nefnd. Þá hefur hún beitt sér fyrir því að lokað sé fyrir útsend­ingar arab­ískra sjón­­varps­­stöðva í Dan­­mörku, þar sem þær flyttu hat­­ursá­róður og vildi að öllum inn­­flytj­endum sem gerst hefðu brot­­legir við dönsk lög yrði vísað úr landi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Ferðaþjónustufyrirtæki axli þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki
ASÍ kallar eftir því að loforð Lífskjarasamninganna um lagalegar heimildir til refsinga vegna brota á kjarasamningum verði uppfyllt, enda sé ólíðandi að slík brot, sem séu hreinn og klár þjófnaður, viðgangist refsilaust.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent