Sumarið óvenju rólegt fyrir krónuna

Ekki er búist við miklum breytingum á gengi krónunnar í sumar miðað við árin á undan. Íslandsbanki telur þetta meðal annars stafa af auknu trausti í garð íslenska þjóðarbúsins.

Krónan hefur verið óvenju stöðug í sumar.
Krónan hefur verið óvenju stöðug í sumar.
Auglýsing

Allt bendir til stöðugasta gengis krónunnar í fjögur ár yfir sumarmánuðina, en talið er að það stafi meðal annars af auknu trausti á íslensku þjóðarbúi. Þetta kemur fram í greiningu Íslandsbanka um gjaldeyrismarkaðinn sem birtist fyrr í dag.

Mikið flökt í júlí undantekning

Greiningin tók saman gengi krónu undanfarna ársfjórðunga, en það hefur verið býsna stöðugt á undanförnum misserum þrátt fyrir að höftum hafi verið aflétt að mestu og Seðlabankinn sjáist ekki lengur á gjaldeyrismarkaði. 

Íslandsbanki bætti þó við að skammtímasveiflur í gengi krónu hafi aukist í júlí og flökt mælst það mesta frá september 2017, en gengi krónu var hins vegar á mjög svipuðum slóðum í lok mánaðarins og það var í byrjun hans. Sömuleiðis er ekki hægt að sjá  að leitni hafi einkennt gengisþróun síðustu fjórðunga, heldur hefur krónan sveiflast gagnvart meðalgengi erlendra gjaldmiðla innan u.þ.b. 7 prósent bils frá ágúst síðastliðnum. 

Auglýsing

Bankinn bendir einnig á að flöktið á krónunni hafi haldist rólegt þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi alfarið haldið sig frá gjaldeyrismarkaði það sem af er ári. Fram á síðasta ár væru inngrip bankans hins vegar verulegur hluti af veltu á markaði, og drægju þau inngrip úr gengisbreytingum sem annars hefðu líklegar orðið umtalsvert meiri á því tímabil.

Traust, jafnvægi og höft sem standa eftir

Í greiningu Íslandsbanka eru þrjár ástæður nefndar á bak við þennan óvænta stöðugleika krónunnar. Í fyrsta lagi segir bankinn ágætt jafnvægi hafa verið milli inn-og útflæðis gjaldeyris upp á síðkastið. Innlendir fjárfestar hafi fjárfest í verulegum mæli utan landsteinanna á meðan fjárfestingar erlendra aðila hér á landi hefur einnig aukist nokkuð. Í öðru lagi er bent á höft á gjaldeyrishreyfingum sem enn eru við lýði, til að mynda hið svokallaða fjárstreymistæki Seðlabankans sem leggi til að mynda þungar kvaðir á erlenda aðila sem kynnu að vilja fjárfesta í skuldabréfum í krónum. Í þriðja lagi nefnir svo Íslandsbanki að aukið traust á íslensku þjóðarbúi vegna stórbættrar erlendrar stöðu, minni skuldsetningar heimila, fyrirtækja og hins opinbera, hækkun lánshæfiseinkunna auk fleiri þátta hafi aukið á þolinmæði gagnvart skammtímasveiflum og dregið úr líkum á fjármagnsflótta.

„Lífleg“ sumur í gengisbreytingum

Samkvæmt Íslandsbanka hefur nokkrar spennu gætt meðal ýmissa þátttakenda á gjaldeyrismarkaði um hvort gengi krónu myndi breytast verulega á sumarmánuðum og þá hvernig. Undanfarin ár hafi tímabilið frá júní fram undir vetrarbyrjun verið „líflegt“ í gengishreyfingum, með 6% veikingu í fyrra, 14% styrkingu árið 2016 og 6% styrkingu árið 2015. Ekkert bendi hins vegar til þess að umtalsverðar breytingar verði á gengi krónu fram í vetrarbyrjun í ár, enn sem komið er. Þó slær greiningardeildin engu föstu og bætir við að „gengishreyfingar gjaldmiðla geta verið hin mestu ólíkindatól og aðstæður á þeim mörkuðum breyst býsna fljótt.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent