Sumarið óvenju rólegt fyrir krónuna

Ekki er búist við miklum breytingum á gengi krónunnar í sumar miðað við árin á undan. Íslandsbanki telur þetta meðal annars stafa af auknu trausti í garð íslenska þjóðarbúsins.

Krónan hefur verið óvenju stöðug í sumar.
Krónan hefur verið óvenju stöðug í sumar.
Auglýsing

Allt bendir til stöðugasta gengis krónunnar í fjögur ár yfir sumarmánuðina, en talið er að það stafi meðal annars af auknu trausti á íslensku þjóðarbúi. Þetta kemur fram í greiningu Íslandsbanka um gjaldeyrismarkaðinn sem birtist fyrr í dag.

Mikið flökt í júlí undantekning

Greiningin tók saman gengi krónu undanfarna ársfjórðunga, en það hefur verið býsna stöðugt á undanförnum misserum þrátt fyrir að höftum hafi verið aflétt að mestu og Seðlabankinn sjáist ekki lengur á gjaldeyrismarkaði. 

Íslandsbanki bætti þó við að skammtímasveiflur í gengi krónu hafi aukist í júlí og flökt mælst það mesta frá september 2017, en gengi krónu var hins vegar á mjög svipuðum slóðum í lok mánaðarins og það var í byrjun hans. Sömuleiðis er ekki hægt að sjá  að leitni hafi einkennt gengisþróun síðustu fjórðunga, heldur hefur krónan sveiflast gagnvart meðalgengi erlendra gjaldmiðla innan u.þ.b. 7 prósent bils frá ágúst síðastliðnum. 

Auglýsing

Bankinn bendir einnig á að flöktið á krónunni hafi haldist rólegt þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi alfarið haldið sig frá gjaldeyrismarkaði það sem af er ári. Fram á síðasta ár væru inngrip bankans hins vegar verulegur hluti af veltu á markaði, og drægju þau inngrip úr gengisbreytingum sem annars hefðu líklegar orðið umtalsvert meiri á því tímabil.

Traust, jafnvægi og höft sem standa eftir

Í greiningu Íslandsbanka eru þrjár ástæður nefndar á bak við þennan óvænta stöðugleika krónunnar. Í fyrsta lagi segir bankinn ágætt jafnvægi hafa verið milli inn-og útflæðis gjaldeyris upp á síðkastið. Innlendir fjárfestar hafi fjárfest í verulegum mæli utan landsteinanna á meðan fjárfestingar erlendra aðila hér á landi hefur einnig aukist nokkuð. Í öðru lagi er bent á höft á gjaldeyrishreyfingum sem enn eru við lýði, til að mynda hið svokallaða fjárstreymistæki Seðlabankans sem leggi til að mynda þungar kvaðir á erlenda aðila sem kynnu að vilja fjárfesta í skuldabréfum í krónum. Í þriðja lagi nefnir svo Íslandsbanki að aukið traust á íslensku þjóðarbúi vegna stórbættrar erlendrar stöðu, minni skuldsetningar heimila, fyrirtækja og hins opinbera, hækkun lánshæfiseinkunna auk fleiri þátta hafi aukið á þolinmæði gagnvart skammtímasveiflum og dregið úr líkum á fjármagnsflótta.

„Lífleg“ sumur í gengisbreytingum

Samkvæmt Íslandsbanka hefur nokkrar spennu gætt meðal ýmissa þátttakenda á gjaldeyrismarkaði um hvort gengi krónu myndi breytast verulega á sumarmánuðum og þá hvernig. Undanfarin ár hafi tímabilið frá júní fram undir vetrarbyrjun verið „líflegt“ í gengishreyfingum, með 6% veikingu í fyrra, 14% styrkingu árið 2016 og 6% styrkingu árið 2015. Ekkert bendi hins vegar til þess að umtalsverðar breytingar verði á gengi krónu fram í vetrarbyrjun í ár, enn sem komið er. Þó slær greiningardeildin engu föstu og bætir við að „gengishreyfingar gjaldmiðla geta verið hin mestu ólíkindatól og aðstæður á þeim mörkuðum breyst býsna fljótt.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion hagnast um 6 milljarða á þremur mánuðum
Þrátt fyrir lága vexti og efnahagssamdrátt var hagnaður Arion banka á fyrsta fjórðungi þessa árs mun meiri en á sama tímabili í fyrra.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent