Velta bókaútgáfu dregst enn saman

Áframhaldandi samdráttur er í bóksölu en velta bókaútgáfu hefur dregist saman um 36% síðustu tíu ár. Samdrátturinn var 5% í fyrra og virðist þróunin ætla að halda þannig áfram.

_mg_2856_raw_1812130735_13223446884_o.jpg
Auglýsing

Mik­ill sam­dráttur hefur orðið í bók­sölu hér á landi síð­ustu ár. Sam­kvæmt Morg­un­blað­inu varð 5 pró­sent sam­dráttur á síð­asta ári, 11 pró­sent árið þar á undan og alls ríf­lega 31 pró­sent frá árinu 2008 til 2016. ­Sam­tals nemur sam­drátt­ur­inn á þessum tíu árum um 36 pró­sentu­stig­um.

Egill Örn Jóhanns­son, fram­kvæmda­stjóri For­lags­ins og fyrrum for­maður Félags íslenskra bóka­út­gef­anda, segir í sam­tali við Morg­un­blaðið þessa nei­kvæðu þróun vera dap­ur­lega. „­Fyrir ári síðan sagði ég íslensku bóka­út­gáf­una komna að þol­mörkum og það er auð­vitað aug­ljóst að sú staða hefur í engu skán­að,“ segir hann.

Salan fyrstu fjóra mán­uði árs­ins gefur ekki góð fyr­ir­heit, segir í Morg­un­blað­inu, en sam­kvæmt tölum sem ­Fé­lag íslenskra bóka­út­gef­enda hefur unnið upp úr gögnum Hag­stof­unnar nem­ur ­sam­dráttur á þessu ári 5 pró­sent frá fyrra ári.

Auglýsing

Egill seg­ist vona að af­nám virð­is­auka­skatts af bók­um hjálpi til við að snúa þess­ari þró­un. „Von­ar­glætan er kannski ekki síst sú að stjórn­völd hafa lofað afnámi virð­is­auka­skatts af bókum um næst­kom­andi ára­mót. Ég er þeirrar skoð­unar að það geti orðið sú við­spyrna sem greinin þarf á að halda. Auð­vitað leysir afnám virð­is­auka­skatts eitt og sér ekki vand­ann en það gæti orðið eitt stærsta skrefið í þá átt. Ég tel hins vegar að fleiri skref muni þurfa að stíga til þess að snúa þess­ari vondu þróun við.“

Hann segir við Morg­un­blaðið að hann bindi þó vonir við að bjart­ari tímar renni upp, ekki síst með nýjum kyn­slóð­um. „Það er þó ákaf­lega jákvætt fyrir okkur sem störfum að íslenskri bóka­út­gáfu að sjá að barna- og ung­linga­bækur hafa átt góðu gengi að fagna á und­an­förnum miss­er­um. Í því felst stærsta og mesta sókn­ar­færi bóka­út­gáf­unn­ar, að fylgja því eft­ir. Þannig sjáum við suma barna- og ung­linga­bóka­höf­unda selja bækur sínar í bíl­förmum á ári hverju. Maður er óneit­an­lega bjart­sýnni á fram­haldið þegar unga kyn­slóðin virð­ist vera, ef eitt­hvað er, að taka vel við sér í lestri. Það lofar góð­u.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir
Segir að endurskoða þurfi afléttingar ef mörg fleiri smit greinast
Sóttvarnarlæknir segir næstu tvo daga munu gefa skýrari mynd af umfangi nýrra COVID-19 smita utan sóttkvíar innanlands. Að hans mati þyrfti að endurskoða fyrirhugaðar afléttingar á sóttvarnaraðgerðum ef það kemur í ljós að mikið fleiri eru smitaðir.
Kjarninn 7. mars 2021
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent