Jáeindaskanninn tekinn í notkun von bráðar

Eftir tvö ár frá því upphaflega var gert ráð fyrir að jáeindaskanninn yrði tekinn í notkun á Landspítalanum þá hefur spítalinn fengið nauðsynleg leyfi til að hefja framleiðslu á þeim lyfjum sem notuð verða í rannsóknum í jáeindaskannanum.

Auglýsing
Einstaklingur í jáeindaskanna
Einstaklingur í jáeindaskanna

Land­spít­ali hefur fengið nauð­syn­leg leyfi frá Lyfja­stofnun til að hefja fram­leiðslu á þeim lyfjum sem notuð verða í rann­sóknum í jáeindaskanna spít­al­ans. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag.

Pétur H. Hann­es­son, yfir­læknir röntgen­deild­ar, segir í sam­tali við blaðið að verið sé að leggja síð­ustu hönd á frá­gang fyrir fram­leiðslu merki­efna og fyrir fram­kvæmd rann­sókna. Þá munu erlendir sér­fræð­ingar verða starfs­fólki til halds og trausts við upp­haf notk­unar bún­að­ar­ins. „Þess er skammt að bíða að fyrstu rann­sóknir verði fram­kvæmdar á tæk­in­u.“

Kjarn­inn fjall­aði um ferlið í des­em­ber síð­ast­liðnum en jáeindas­kanni hefur aldrei fyrr verið í notkun á Íslandi. Í byrjun ágúst árið 2015 til­kynnti Kári Stef­áns­son að Íslensk erfða­grein­ing hefði skuld­bundið sig til að gefa íslensku þjóð­inni jáeindaskanna til notk­unar á Land­spít­al­an­um.

Auglýsing

Pét­ur ­sagði í sam­tali við Kjarn­ann að mikla vinnu tæki að und­ir­búa verk­efn­ið og að stærsti hluti und­ir­bún­ings starf­sem­innar hefði farið í að setja upp fram­leiðslu­ein­ingu fyrir það efni sem sjúk­lingum er gefið vegna rann­sókn­ar­inn­ar. Síð­asta haust hefði tækja­bún­aður vegna fram­leiðsl­unnar verið í próf­un.

Farið eftir ströngum alþjóð­legum reglum

­Miklar kröfur eru gerðar til hús­næð­is, tækja og fram­leiðslu­fer­ils­ins og er notkun merki­efnis í jáeindaskanna háð leyfis Lyfja­stofn­un­ar, að sögn Pét­urs. Farið væri eftir mjög ströngum alþjóð­legum reglum við leyf­is­veit­ing­una og væri umsókn­ar­fer­ill­inn langur og strangur og sömu kröfur gerðar til þess­arar fram­leiðslu og lyfja­fram­leiðslu stórra lyfja­fyr­ir­tækja.

Hann sagði enn fremur að bygg­ing 250 fer­metra hús­næðis undir starf­sem­ina, upp­setn­ing tækja­bún­aðar og próf­anir hefði gengið vel. Stefnt hefði verið að því að hefja notkun snemma síð­ast­liðið haust en dráttur á afhend­ingu vott­aðs hús­næðis hefði ollið nokkrum töf­um. 

Eru þá liðin tæp þrjú frá því að verk­efnið fór í gang og sagði Pétur að fá dæmi mundi vera um svo hraðan fram­gang verk­efnis sem þessa. Notkun þessar rann­sókn­ar­að­ferðar væri ný hér á landi og mundi taka tíma að koma starf­sem­inni og notkun jáeindaskanna í end­an­legt horf.

Jáeindas­kanni olli miklum fram­förum

Jáeindas­kanni er íslenska heitið á mynd­grein­ing­ar­tæki sem kall­ast PET/CT á fræði­máli og er einkum notað til að greina og meta æxli í mann­lík­am­an­um. Þessi tækni sá dags­ins ljós á sein­ustu ára­tugum 20. aldar og olli miklum fram­förum í grein­ingu og með­höndlun á krabba­meinsæxlum en bún­að­inn má einnig nota við grein­ingar á öðrum sjúk­dóm­um.

Jáeindas­kann­inn varð til við sam­runa tveggja áður þekktra grein­ing­ar­tækja; ann­ars vegar tölvu­sneið­mynda­tækis sem er röntgentæki sem gerir okkur kleift að sjá og mynda innri líf­færi sjúk­lings og hins vegar mynd­grein­ing­ar­tækis sem greinir geisla­virkar jáeindir frá efni sem sprautað er í sjúk­ling og safn­ast fyrir til dæmis í krabba­meins­frum­um. Heiti tæk­is­ins er dregið af jáeind­un­um.

Geisla­virk efni búin til í hring­hraðli

Jáeindaskann­anum fylgir óhjá­kvæmi­lega mik­ill og flók­inn bún­aður sem not­aður er til að fram­leiða geisla­virk merki­efni í sér­stakri lyfja­fram­leiðslu­stofu sem er síðan sprautað í sjúk­ling­inn. Sjúk­ling­ur­inn sér aðeins jáeindaskann­ann en bún­að­ur­inn er að öðru leyti aðeins aðgengi­legur starfs­fólki spít­al­ans því fram­leiðsla og með­höndlun geisla­virkra efna er aðeins á færi þeirra sem fengið hafa til þess þjálf­un.

Geisla­virku efnin eru búin til í svoköll­uðum hring­hraðli sem komið er fyrir í stein­steypum klefa neð­an­jarð­ar. Inni í hraðl­inum er raf­straumur not­aður til að auka hraða öreind­ar, og seg­ul­svið til þess að halda henni á hring­laga braut. Öreind­inni er skotið á efni sem umbreyt­ist í geisla­virka sam­sætu.

Geisla­virka efnið er leitt inn í lyfja­fram­leiðslu­stofu þar sem það er sam­einað efni með sækni í ákveðna vefi í lík­am­an­um. Merki­efn­inu er sprautað er í sjúk­ling­inn með vél­menni en áður en það er gert þarf að prófa það til þess að ganga úr skugga um allt sé full­kom­lega rétt og hrein­leiki og gæði eins og vera ber. Þær próf­anir fara fram á gæða­stjórn­un­ar­stofu við hlið fram­leiðslu­stof­unn­ar.

Sjúk­ling­ur­inn þarf að liggja kyrr í klukku­tíma

Eftir að merki­efn­inu hefur verið sprautað í sjúk­ling­inn þarf hann að liggja kyrr í um það bil klukku­stund á meðan geisla­virka efnið dreif­ist um lík­amann og safn­ast fyrir í þeim krabba­meinsæxlum sem kunna að vera í hon­um. Að því búnu fer sjúk­ling­ur­inn í jáeindaskann­ann sem tekur myndir þar sem hægt er að greina þá staði þar sem að merki­efnið gefur frá sér jáeind­ir.

Geisla­virkni efn­is­ins dvínar hratt og eftir skamma stund er hún orðin svo lítil að ekki stafar hætta af henni. Nauð­syn­legt er að hanna og byggja sér­stakt hús yfir jáeindaskann­ann og tækja­bún­að­inn sem honum fylg­ir. Fram­leiðsla og með­höndlun geisla­virkra efna er mjög vand­með­farin og krefst ýtr­ustu aðgætni. Búa þarf þannig um hnút­ana að eng­inn verði fyrir hættu­legri geisl­un.

Merki­efnið sem sprautað er í sjúk­linga verður fram­leitt í rann­sókn­ar­stofu sem full­nægir alþjóð­legum stöðlum um hrein­leika. Hús­næðið rann­sókn­ar­stof­unnar og allt sem í því verður þarf að vera eins hreint og frekast er unnt. Til þess að tryggja hámarks­ná­kvæmni við skömmtun lyfj­anna er notað vél­menni en eftir að geisla­virku lyfi hefur verið sprautað í sjúk­ling er hann geisla­virkur skamma stund og því ber að forð­ast að starfs­fólk og aðrir sjúk­lingar nálgist hann um of. Haga þarf innri skipan húss­ins í sam­ræmi við það.

Heim­ild­ir: Íslensk erfða­grein­ing

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent