Jáeindaskanninn tekinn í notkun von bráðar

Eftir tvö ár frá því upphaflega var gert ráð fyrir að jáeindaskanninn yrði tekinn í notkun á Landspítalanum þá hefur spítalinn fengið nauðsynleg leyfi til að hefja framleiðslu á þeim lyfjum sem notuð verða í rannsóknum í jáeindaskannanum.

Auglýsing
Einstaklingur í jáeindaskanna
Einstaklingur í jáeindaskanna

Landspítali hefur fengið nauðsynleg leyfi frá Lyfjastofnun til að hefja framleiðslu á þeim lyfjum sem notuð verða í rannsóknum í jáeindaskanna spítalans. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.

Pétur H. Hannesson, yfirlæknir röntgendeildar, segir í samtali við blaðið að verið sé að leggja síðustu hönd á frágang fyrir framleiðslu merkiefna og fyrir framkvæmd rannsókna. Þá munu erlendir sérfræðingar verða starfsfólki til halds og trausts við upphaf notkunar búnaðarins. „Þess er skammt að bíða að fyrstu rannsóknir verði framkvæmdar á tækinu.“

Kjarninn fjallaði um ferlið í desember síðastliðnum en jáeindaskanni hefur aldrei fyrr verið í notkun á Íslandi. Í byrjun ágúst árið 2015 tilkynnti Kári Stefánsson að Íslensk erfðagreining hefði skuldbundið sig til að gefa íslensku þjóðinni jáeindaskanna til notkunar á Landspítalanum.

Auglýsing

Pétur sagði í samtali við Kjarnann að mikla vinnu tæki að undirbúa verkefnið og að stærsti hluti undirbúnings starfseminnar hefði farið í að setja upp framleiðslueiningu fyrir það efni sem sjúklingum er gefið vegna rannsóknarinnar. Síðasta haust hefði tækjabúnaður vegna framleiðslunnar verið í prófun.

Farið eftir ströngum alþjóðlegum reglum

Miklar kröfur eru gerðar til húsnæðis, tækja og framleiðsluferilsins og er notkun merkiefnis í jáeindaskanna háð leyfis Lyfjastofnunar, að sögn Péturs. Farið væri eftir mjög ströngum alþjóðlegum reglum við leyfisveitinguna og væri umsóknarferillinn langur og strangur og sömu kröfur gerðar til þessarar framleiðslu og lyfjaframleiðslu stórra lyfjafyrirtækja.

Hann sagði enn fremur að bygging 250 fermetra húsnæðis undir starfsemina, uppsetning tækjabúnaðar og prófanir hefði gengið vel. Stefnt hefði verið að því að hefja notkun snemma síðastliðið haust en dráttur á afhendingu vottaðs húsnæðis hefði ollið nokkrum töfum. 

Eru þá liðin tæp þrjú frá því að verkefnið fór í gang og sagði Pétur að fá dæmi mundi vera um svo hraðan framgang verkefnis sem þessa. Notkun þessar rannsóknaraðferðar væri ný hér á landi og mundi taka tíma að koma starfseminni og notkun jáeindaskanna í endanlegt horf.

Jáeindaskanni olli miklum framförum

Jáeindaskanni er íslenska heitið á myndgreiningartæki sem kallast PET/CT á fræðimáli og er einkum notað til að greina og meta æxli í mannlíkamanum. Þessi tækni sá dagsins ljós á seinustu áratugum 20. aldar og olli miklum framförum í greiningu og meðhöndlun á krabbameinsæxlum en búnaðinn má einnig nota við greiningar á öðrum sjúkdómum.

Jáeindaskanninn varð til við samruna tveggja áður þekktra greiningartækja; annars vegar tölvusneiðmyndatækis sem er röntgentæki sem gerir okkur kleift að sjá og mynda innri líffæri sjúklings og hins vegar myndgreiningartækis sem greinir geislavirkar jáeindir frá efni sem sprautað er í sjúkling og safnast fyrir til dæmis í krabbameinsfrumum. Heiti tækisins er dregið af jáeindunum.

Geislavirk efni búin til í hringhraðli

Jáeindaskannanum fylgir óhjákvæmilega mikill og flókinn búnaður sem notaður er til að framleiða geislavirk merkiefni í sérstakri lyfjaframleiðslustofu sem er síðan sprautað í sjúklinginn. Sjúklingurinn sér aðeins jáeindaskannann en búnaðurinn er að öðru leyti aðeins aðgengilegur starfsfólki spítalans því framleiðsla og meðhöndlun geislavirkra efna er aðeins á færi þeirra sem fengið hafa til þess þjálfun.

Geislavirku efnin eru búin til í svokölluðum hringhraðli sem komið er fyrir í steinsteypum klefa neðanjarðar. Inni í hraðlinum er rafstraumur notaður til að auka hraða öreindar, og segulsvið til þess að halda henni á hringlaga braut. Öreindinni er skotið á efni sem umbreytist í geislavirka samsætu.

Geislavirka efnið er leitt inn í lyfjaframleiðslustofu þar sem það er sameinað efni með sækni í ákveðna vefi í líkamanum. Merkiefninu er sprautað er í sjúklinginn með vélmenni en áður en það er gert þarf að prófa það til þess að ganga úr skugga um allt sé fullkomlega rétt og hreinleiki og gæði eins og vera ber. Þær prófanir fara fram á gæðastjórnunarstofu við hlið framleiðslustofunnar.

Sjúklingurinn þarf að liggja kyrr í klukkutíma

Eftir að merkiefninu hefur verið sprautað í sjúklinginn þarf hann að liggja kyrr í um það bil klukkustund á meðan geislavirka efnið dreifist um líkamann og safnast fyrir í þeim krabbameinsæxlum sem kunna að vera í honum. Að því búnu fer sjúklingurinn í jáeindaskannann sem tekur myndir þar sem hægt er að greina þá staði þar sem að merkiefnið gefur frá sér jáeindir.

Geislavirkni efnisins dvínar hratt og eftir skamma stund er hún orðin svo lítil að ekki stafar hætta af henni. Nauðsynlegt er að hanna og byggja sérstakt hús yfir jáeindaskannann og tækjabúnaðinn sem honum fylgir. Framleiðsla og meðhöndlun geislavirkra efna er mjög vandmeðfarin og krefst ýtrustu aðgætni. Búa þarf þannig um hnútana að enginn verði fyrir hættulegri geislun.

Merkiefnið sem sprautað er í sjúklinga verður framleitt í rannsóknarstofu sem fullnægir alþjóðlegum stöðlum um hreinleika. Húsnæðið rannsóknarstofunnar og allt sem í því verður þarf að vera eins hreint og frekast er unnt. Til þess að tryggja hámarksnákvæmni við skömmtun lyfjanna er notað vélmenni en eftir að geislavirku lyfi hefur verið sprautað í sjúkling er hann geislavirkur skamma stund og því ber að forðast að starfsfólk og aðrir sjúklingar nálgist hann um of. Haga þarf innri skipan hússins í samræmi við það.

Heimildir: Íslensk erfðagreining

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent