Skuldir ríkissjóðs hafa lækkað um rúma 88 milljarða á síðustu 12 mánuðum, og stendur ríkissjóður sterkari eftir.
Greint er frá þessu í Morgunblaðinu í dag, en skuldalækkunina má að mestu leyti rekja til sölu ríkisins á 13 prósenta hlut í Arion banka. Fyrir hann fékk ríkið 23,4 milljarða króna. Þá komu einnig til inngreiðslur á skuld ríkisins vegna Arion banka. „Þessum fjármunum höfum við ráðstafað til uppgreiðslu á skuldum, auk þess að ganga lítillega á inneign ríkisins hjá Seðlabankanum. Við gátum gengið aðeins á lausafjárstöðuna. Þannig að við erum að nýta, eins og lagt var upp með, upphaflegu fjárfestinguna í Arion banka, söluna á hlutabréfum í bankanum og síðan stöðugleikaframlagið til uppgreiðslu á skuldum. Það munar verulega um þetta,“ segir í Bjarni í samtali við Morgunblaðið.
Í umfjöllun blaðsins er ennfremur fjallað um það, að Seðlabanki Íslands hafa á undanförnu ári keypt til baka skuldabréfaflook sem gefinn var út fyrir tæpum áratug, til að endurfjármagna endurreista banka. Flokkurinn hefur lækkað um 122 milljarða á einu ári.