Greiningardeild Arion baka spáir því að verðbólga verði áfram 2,7 prósent á ársgrundvelli, en æsta mæling verður birt 30. ágúst.
Spáin hljóðar upp á 0,3% hækkun á vísitölu neysluverðs í ágúst, sem er eilítið minni hækkun en bráðabirgðaspá deildarinnar gerði ráð fyrir. Bráðabirgðaspáin hljóðaði upp á 0,4% hækkun.
Verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands er 2,5 prósent, en verðbólga hefur farið lítið eitt hækkandi að undanförnu eftir um fjögurra ára tímabil, samhliða fjármagnshöftum, þar sem verðbólga hélst undir markmiðinu.
Til hækkunar í spánni eru nefnd áhrif þess að sumarútsölur gangi til baka en aðrir liðir sem hækka eru fasteignaverð, ýmsar innfluttar vörur, matvæli, hótel og veitingastaðir. „Á móti vegur að flugfargjöld lækka umtalsvert eins og þau gera venjulega í ágúst,“ segir í umfjölluninni.
Hagstofan mælir vísitöluna 8. til 14. ágúst og mælingin verður birt miðvikudaginn 30. ágúst.