Stjórnvöld á Nýja-Sjálandi banna sölu húsa og jarða til erlendra aðila

Nýsjálendingar eru sagðir orðnir leiðir á því að vera leigjendur í eigin landi og hafa nú bannað erlendum aðilum að kaupa hús og landareignir.

Wellington, höfuðborg Nýja Sjálands.
Wellington, höfuðborg Nýja Sjálands.
Auglýsing

Stjórnvöld á Nýja-Sjálandi hafa bannað sölu húsa til erlendra aðila. Þetta kemur fram í frétt The Guardian en þar segir að Nýsjálendingar séu þreyttir á að vera „leigjendur í eigin landi.“ Bannið nær yfir allar aðrar þjóðir, fyrir utan Ástralíu og Singapúr.

David Parker, aðstoðarráðherra fjármála á Nýja-Sjálandi, segir að afleiðingar bannsins verði þær að húsnæði muni verða viðráðanlegra í verði fyrir heimamenn og að framboð aukist.

„Við teljum að markaðurinn fyrir hús og bújarðir á Nýja-Sjálandi eigi að vera fyrir nýsjálenska kaupendur, en ekki þá erlendu,“ segir Parker í viðtali við The Guardian.

Auglýsing

Hann segir að bannið komi þeim til góða sem leggi hönd á plóg í efnahagskerfi landsins, borgi þar skatta og eigi fjölskyldur. Hann telur að erlendir efnaðir einstaklingar eigi ekki að geta yfirboðið þetta fólk.

Í fréttinni kemur fram að einungis fjórðungur fullorðinna einstaklinga á Nýja-Sjálandi eigi eigið húsnæði. Til samanburðar er bent á að árið 1991 var það um helmingur og að síðustu fimm ár hafi heimilislausum fjölgað. Sumir Nýsjálendingar séu neyddir til að búa í bílum, skúrum og undir brúm.

Samkvæmt aðstoðarráðherranum eru 10 prósent heimila á Queenstown Lakes-svæðinu í eigu útlendinga og 20 prósent í Auckland.

Í frétt The Guardian kemur enn fremur fram að sala á landareignum hafi einnig blómstrað undir stjórn síðustu ríkisstjórnar en 465.863 hektarar voru seldir til erlendra aðila árið 2016, en það er næstum því sexföld aukning frá árinu áður. Það jafngildir 3,2 prósent af öllu ræktarlandi á Nýja-Sjálandi.

Erlendir aðilar munu þó enn keypt íbúðir í stórum fjölbýlisframkvæmdum, sem eru hugsaðar til að auka við gildi húsbréfa Nýsjálendinga.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Baldur Thorlacius
Áfram gakk og ekkert rugl
Kjarninn 22. júní 2021
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiErlent