Hagnaður Landsvirkjunar tæpir 6 milljarðar á sex mánuðum

Landsvirkjun er með meira en 200 milljarða í eigin fé.

burfell_16464637190_o.jpg
Auglýsing

Rekstr­ar­tekjur Lands­virkj­unar á fyrstu sex mán­uðum árs­ins juk­ust um 16 pró­sent í fyrra og námu þær 28,6 millj­örðum króna. Hagn­aður fyr­ir­tæk­is­ins á tíma­bil­inu, fyrir óinn­leysta fjár­magnslið­i,  nam 9,2 millj­örðum króna, en hagn­að­ur­inn á tíma­bil­inu nam 5,8 millj­örðum króna. 

Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, segir í til­kynn­ingu að rekstur fyr­ir­tæk­is­ins hafi þró­ast með jákvæðum hætti, en fyrri helm­ingur þessa árs var tekju­hæsti árs­helm­ingur í sögu fyr­ir­tæk­is­ins. „Hagn­aður fyrir óinn­leysta fjár­magnsliði, sem er sá mæli­kvarði á rekstur sem við lítum helst til, er rúmir 9 millj­arðar króna á fyrri helm­ingi árs­ins og jókst um 15% frá sama tíma­bili árið áður. Þá lækk­uðu nettó skuldir fyr­ir­tæk­is­ins um 5 millj­arða króna, eftir að tíma­bundið hafði hægt á lækkun skulda vegna umfangs­mik­illa fram­kvæmda. Í lok júní var horn­steins­lagn­ing og gang­setn­ing Búr­fells­stöðvar II, átj­ándu afl­stöðvar Lands­virkj­un­ar, og verður hún tekin í fullan rekstur í ágúst 2018. Áður hafði Þeista­reykja­stöð hafið fullan rekstur í apr­íl,“ segir Hörð­ur. 

Landsvirkjun er ein stærsta eign íslenska ríkisins.

AuglýsingUm mitt þetta ár var eigið fé Lands­virkj­unar tæp­lega 2,1 millj­arður Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 225 millj­örðum króna. 

Lands­virkjun hefur á und­an­förnum árum styrkt fjár­hags­lega stöðu sína veru­lega með nið­ur­greiðslu skulda og hækk­andi orku­verð­i. 

Þá hefur þróun á álverði verið fyr­ir­tæk­inu hag­stæð að und­an­förnu, sem hafði jákvæð áhrif á rekstur fyr­ir­tæk­is­ins á fyrri hluta árs­ins.

Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu
Nokkur skjálftavirkni hefur verið í eldstöðinni að undanförnu.
Kjarninn 24. febrúar 2019
Segir ríkasta hlutann kerfisbundið nýta sér glufur til að borga ekki skatta
Formaður VR segir að grunnstefið í baráttu verkalýðsfélaganna sé að laga stöðu þeirra sem nái ekki endum saman. Það þurfi kerfisbreytingar og hægt sé að búa til svigrúm til aðgerða með því að koma í veg fyrir 100 milljarða króna skattsvik.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hallgerður Hauksdóttir
Óverjandi herferð gegn hvölum
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hæfileikar eru alls staðar en tækifærin ekki
Fjöldi alþjóðlegra samtaka og einstaklinga hefur barist fyrir því að auka fjölbreytni og sýnileika minnihlutahópa innan hugbúnaðar- og tæknigeirans. Ein þeirra er Sheree Atcheson en hún hefur vakið athygli á alþjóðlegum vettvangi fyrir frumkvöðlavinnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Hefur ekki orðið var við mikla eftirspurn eftir íslenskum stjórnendum á alþjóðavettvangi
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir verkalýðsfélögin geta bent á hinar miklu hækkanir sem ráðamenn og bankastjórar hafi tekið sér þegar þeir ræða við sína félagsmenn um átök á vinnumarkaði.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Klikkið
Klikkið
Réttindi fatlaðs fólks - Viðtal við Sigurjón Unnar Sveinsson
Kjarninn 23. febrúar 2019
„Líkamar intersex fólks eru ekki mistök sem þarf að leiðrétta“
Samtökin Amnesty International skora á íslensk stjórnvöld að tryggja og vernda jafna meðferð einstaklinga með ódæmigerð líffræðileg kyneinkenni, bæði í lögum og framkvæmd. Yfir 68 börn fæðast hér á landi með ódæmigerð kyneinkenni á hverju ári.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Óútskýrt hvers vegna aðalfundi Íslandspósts var frestað
Íslandspóstur er í eigu ríkisins, en rekstur fyrirtækisins hefur gengið erfiðlega að undanförnu.
Kjarninn 23. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent