Hagnaður Landsvirkjunar tæpir 6 milljarðar á sex mánuðum

Landsvirkjun er með meira en 200 milljarða í eigin fé.

burfell_16464637190_o.jpg
Auglýsing

Rekstr­ar­tekjur Lands­virkj­unar á fyrstu sex mán­uðum árs­ins juk­ust um 16 pró­sent í fyrra og námu þær 28,6 millj­örðum króna. Hagn­aður fyr­ir­tæk­is­ins á tíma­bil­inu, fyrir óinn­leysta fjár­magnslið­i,  nam 9,2 millj­örðum króna, en hagn­að­ur­inn á tíma­bil­inu nam 5,8 millj­örðum króna. 

Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, segir í til­kynn­ingu að rekstur fyr­ir­tæk­is­ins hafi þró­ast með jákvæðum hætti, en fyrri helm­ingur þessa árs var tekju­hæsti árs­helm­ingur í sögu fyr­ir­tæk­is­ins. „Hagn­aður fyrir óinn­leysta fjár­magnsliði, sem er sá mæli­kvarði á rekstur sem við lítum helst til, er rúmir 9 millj­arðar króna á fyrri helm­ingi árs­ins og jókst um 15% frá sama tíma­bili árið áður. Þá lækk­uðu nettó skuldir fyr­ir­tæk­is­ins um 5 millj­arða króna, eftir að tíma­bundið hafði hægt á lækkun skulda vegna umfangs­mik­illa fram­kvæmda. Í lok júní var horn­steins­lagn­ing og gang­setn­ing Búr­fells­stöðvar II, átj­ándu afl­stöðvar Lands­virkj­un­ar, og verður hún tekin í fullan rekstur í ágúst 2018. Áður hafði Þeista­reykja­stöð hafið fullan rekstur í apr­íl,“ segir Hörð­ur. 

Landsvirkjun er ein stærsta eign íslenska ríkisins.

AuglýsingUm mitt þetta ár var eigið fé Lands­virkj­unar tæp­lega 2,1 millj­arður Banda­ríkja­dala, eða sem nemur um 225 millj­örðum króna. 

Lands­virkjun hefur á und­an­förnum árum styrkt fjár­hags­lega stöðu sína veru­lega með nið­ur­greiðslu skulda og hækk­andi orku­verð­i. 

Þá hefur þróun á álverði verið fyr­ir­tæk­inu hag­stæð að und­an­förnu, sem hafði jákvæð áhrif á rekstur fyr­ir­tæk­is­ins á fyrri hluta árs­ins.

Meira úr sama flokkiInnlent