Júlíus Vífill: Ákæran kom á óvart og er honum vonbrigði

Fyrrverandi borgarfulltrúi segist telja að engar lagalegar forsendur séu fyrir ákæru héraðssaksóknara á hendur honum.

Júlíus Vífill
Auglýsing

Júl­íus Víf­ill Ingv­ars­son, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, segir að ákæra hér­aðs­sak­sókn­ara á hendur hon­um, sem Kjarn­inn greindi frá í morg­un, hafi komið honum á óvart og séu von­brigð­i. 

Í stöðu­upp­færslu á Face­book segir Júl­íus Víf­ill að hann telji „engar laga­legar for­sendur vera fyrir ákærunni og mun auð­vitað takast á við hana fyrir dóm­stól­um. Það mál verður útkljáð á þeim vett­vangi. Það krist­all­ast margt í líf­inu við mót­læti og átök. Eftir stendur að lokum það sem er mik­il­vægast: fjöl­skyld­an, vin­áttan og kær­leik­ur­inn.“

Í stöðu­upp­færsl­unni segir hann einnig að honum finn­ist sem að á und­an­förnum tveimur árum hafi hann staðið í veð­ur­báli. „Á mig voru bornar ótrú­legar og frá­leitar sakir í æsifrétta­stíl um að fjár­munir á erlendum banka­reikn­ingum væru illa fengnir og ekki mín eign. Hér­aðs­sak­sókn­ari hefur nú kannað sann­leiks­gildi máls­ins og kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að ekki sé fótur fyrir þeim ásök­un­um. Hann hefur hins vegar birt mér ákæru sem snýr að skatta­mál­u­m.“

Und­an­farin tvö ár finnst mér eins og ég hafi staðið í veð­ur­báli. Á mig voru bornar ótrú­legar og frá­leitar sakir í...

Posted by Julius Vif­ill Ingv­ars­son on Fri­day, Aug­ust 17, 2018


Þann 5. jan­úar 2017 kærði skatt­rann­­­sókn­­­ar­­­stjóri Júl­­íus Vífil til emb­ætti hér­­­aðs­sak­­­sókn­­­ara vegna meintra brota á skatta­lögum og vegna gruns um pen­inga­þvætti. Við síð­­­­­ara brot­inu getur legið allt að sex ára fang­els­is­­­dóm­­­ur.

Auglýsing
Í kærunni kom fram að Júl­­­íus Víf­ill hafi átt fjár­­­muni á erlendum banka­­­reikn­ingum að minnsta kosti frá árinu 2005. Frá árinu 2014 hafi þeir verið hjá svis­s­­­neska bank­­­anum Julius Bär í nafni aflands­­­fé­lags Júl­í­us­­ar Víf­ils.

Kjarn­inn greindi frá því í morgun að emb­ætti hér­aðs­sak­sókn­ara hefði ákært Júl­íus Víf­ill fyrir pen­inga­þvætti og að ákæran sé dag­sett 28. júní síð­ast­lið­inn.

Einar Óli – „Mind like a maze“
Húsvíkingur safnar fyrir sinni fyrstu plötu.
Kjarninn 21. júlí 2019
Eigið fé Síldarvinnslunnar 42 milljarðar króna
Hagnaður Síldarvinnslunnar jókst í fyrra frá árinu á undan, um 21 prósent. Hagnaðurinn var 4,1 milljarður króna.
Kjarninn 21. júlí 2019
Bókasafn framtíðarinnar
Hundrað handrit eftir hundrað af þekkustu rithöfundum samtímans verða geymd í Bókasafni framtíðarinnar í hundrað ár.
Kjarninn 21. júlí 2019
Umdeild græn skírteini skila 850 milljónum í hagnað á ári
Upprunaábyrgð raforku, eða svokölluð græn skírteini, hefur verið hampað sem ein af lykilstoðunum í baráttunni við loftslagsbreytingar og lastað sem aflátsbréf í loftslagsmálum.
Kjarninn 21. júlí 2019
Hundruð milljarða til að verjast sjónum
Vegna hækkandi sjávarborðs þurfa Danir að eyða milljörðum til að koma í veg fyrir að sjórinn leggi undir sig stórt landsvæði.
Kjarninn 21. júlí 2019
Kristbjörn Árnason
Peningaelítan á í heiftugri baráttu um völdin á fjármálakerfinu
Kjarninn 20. júlí 2019
Rafbílasala heldur áfram að aukast
Hreinir rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar og hybrid bílar voru 22 prósent af heildar fólksbílasölu fyrstu sex mánuði ársins. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að árið 2030 verði 100.000 skráðir rafbílar og önnur vistvæn ökutæki hér á landi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Össur kaupir fyrirtæki í Detroit
Markaðsvirði Össurnar hefur aukist mikið að undanförnu en félagið er skráð á markað í Kaupmannahöfn.
Kjarninn 20. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent