Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hefur ráðið nýjan aðstoðarmann, Jón Pétursson. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingflokknum.
Í tilkynningunni kemur fram að hann sé fæddur 1971 og stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1991. Hann lauk prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík árið 1994 og var stýrimaður til margra ára. Hann er einn af stofnendum Miðflokksins. Jón er giftur og á einn son og býr í Mosfellsbæ.
Jóhannes Þór Skúlason, fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, var ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar í maí síðastliðnum og hóf störf í júní.
Auglýsing