Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu sinni í dag að nú þyki ekkert tiltökumál að koma fram opinberlega og saka mann og annan um hvers kyns brot eða óviðeigandi hegðun, sem áttu að vera framin fyrir árum eða áratugum síðan og með því tvístra fjölskyldum og eyðileggja líf manna.
Hann segir enn fremur að fjölmiðlar, sem trúi að þeir séu á vegum almennings og sérstakir verndarar lýðræðis og réttarríkisins, stígi ekki niður fæti, heldur þvert á móti og leggi rauðan dregil fyrir þá sem koma fram með ásakanir af þessu tagi.
Gagnrýni Brynjars kemur sama dag og viðtal DV við frú Agnesi Sigurðardóttur biskup Íslands birtist og umfjöllun um mál fyrrverandi dómkirkjuprests; hvernig kirkjan tók á hans máli eftir að hann viðurkenndi kynferðisbrot gegn barni um miðja síðustu öld.
Brynjar segir að kærur til lögreglu með tilheyrandi rannsókn þar sem sakborningr geta varið sig og hugsanlega sannað sakleysi sitt, sé alger óþarfi. „Dómstóll götunnar lætur reglur réttarríkisins ekki trufla sig og sakfellir umsvifalaust og jafnvel þá sem hafa verið sýknaðir fyrir dómi.“
Hann segir jafnframt að fjölmiðlamenn séu eins og hverjar aðrar klappstýrur í þessu ofstæki. Stjórnmálamennn þegi þunnu hljóði, að minnsta kosti þeir sem sé umhugað um endurkjör. „Lítið heyrist í lögmannastéttinni, sem í sögulegu ljósi hafa verið helstu talsmenn réttarríkisins. Og ekki heyrist boffs í þessari háskólaakademíu, sem virðist vera á svipuðu róli og fjölmiðlar.“
Í lok færslunnar ráðleggur Brynjar þeim sem vilja halda starfi sínu og jafnvel huga að starfsframa að læka ekki þessa færslu.
Nú um stundir þykir ekkert tiltökumál að koma fram opinberlega og saka mann og annan um hvers kyns brot eða óviðeigandi...
Posted by Brynjar Níelsson on Friday, August 24, 2018