Úr borgarstjórn í starf á bráðageðdeild Landsspítalans

Fyrrverandi oddviti Pírata í Reykjavík hefur brennandi áhuga á geðheilbrigði, og hefur nú fengið starf á þeim vettvangi.

Halldór Auðar Svansson.
Halldór Auðar Svansson.
Auglýsing

Hall­dór Auðar Svans­son, sem var odd­viti Pírata í borg­ar­stjórn Reykja­víkur á síð­asta kjör­tíma­bili og einn þeirra sem mynd­uðu þá meiri­hluta, hefur ráðið sig í umönn­un­ar­starf á bráða­geð­deild Lands­spít­al­ans. Hall­dór til­kynnti í fyrra­haust að hann ætl­aði ekki að sækj­ast eftir end­ur­kjöri og var því ekki í fram­boði í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum í vor, þar sem Píratar bættu við sig fylgi og mynd­uðu í kjöl­farið nýjan meiri­hluta með Sam­fylk­ingu, Við­reisn og Vinstri græn­um.

Í stöðu­upp­færslu á Face­book segir Hall­dór að hann hafi und­an­farið verið að svip­ast um eftir næsta skrefi sínu á atvinnu­ferl­in­um. Þar hafi flest allt verið und­ir.

„Mér finnst ég vera að hefja alveg nýjan fasa, þar sem ég hef frekar tak­mark­aðan áhuga á því að snúa aftur til þess sem ég var að gera áður, að sitja við tölvu og for­rita. Ástæða þess að ég hellti mér út í póli­tík var sú að ég fyllt­ist áhuga á að gefa af mér á öðrum svið­um. Sá áhugi er enn til stað­ar.

Auglýsing

Eitt af því sem ég hef brenn­andi áhuga á er geð­heil­brigði. Það er eig­in­lega fátt sem ég hef meiri áhuga á enda er þetta und­ir­staða alls ann­ars í til­ver­unni. Ég hef líka per­sónu­lega reynslu af því að yfir­stíga miklar áskor­anir á þessu sviði sem ég vil leita leiða til að nýta.

Þegar ég sá aug­lýst starf á bráða­geð­deild Land­spít­al­ans fannst mér því vel við hæfi að sækja um. Það fór síðan þannig að ég er að byrja í þess­ari vinnu á mánu­dag­inn. Þetta er umönn­un­ar­starf í vakta­vinnu, almenn aðhlynn­ing með allra veikasta fólk­inu sem þarf mik­inn stuðn­ing við að fóta sig. Mjög krefj­andi en örugg­lega mjög gef­andi.

Ég hlakka til að takast á þessa glæ­nýju áskorun sem ég hef tekið að mér.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Forseti Brasilíu greinist með COVID-19 en segist ekkert óttast
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu greindi frá því í dag að hann hefði greinst með COVID-19, en hann hefur fundið fyrir slappleika frá því á sunnudag. Forsetinn hefur kallað veiruna aumt kvef, en 65.000 Brasilíumenn liggja í valnum eftir að hafa smitast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Færri alvarlega veikir – en er veiran að mildast?
Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að alvarlegum kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega. Í nýju svari á Vísindavefnum er farið yfir nokkra möguleika sem kunna að útskýra hvers vegna veiran virðist vera að veikjast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
Kjarninn 7. júlí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Skrifist á Sjálfstæðisflokkinn og „hamfarakapítalismann þeirra“
Þingmaður Pírata segir að sama hvert litið er hafi Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann en að ábyrgðin sé samt áfram hjá ríkinu. Þar vísar hann meðal annars til ástandsins í skimunum.
Kjarninn 7. júlí 2020
Lárus Sigurður Lárusson er fyrsti stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.
Lilja skipar Lárus sem stjórnarformann Menntasjóðs námsmanna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Lárus Sigurð Lárusson lögmann sem stjórnarformann nýs Menntasjóðs námsmanna. Hann leiddi lista Framsóknar í Reykjavík norður til síðustu alþingiskosninga.
Kjarninn 7. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Kári: Þú hreyfir þig ekki hægt í svona ástandi
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur boðið forsætisráðherra að koma til hans á fund í Vatnsmýrinni þar sem fyrirtækið er til húsa.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Korta.
Fjártæknifyrirtækið Rapyd kaupir Korta
Fjártæknifyrirtækið Rapyd hyggst samþætta og útvíkka starfsemi Korta í posa- og veflausnum, ásamt því að „efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks“.
Kjarninn 7. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – I. hluti
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent