Innheimtir fasteignaskattar í Reykjavík 9,1 milljarður á fyrri hluta árs

Þrátt fyrir að fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði hafi verið lækkaðir í fyrra aukast tekjur borgarinnar af tekjustofninum. Til stendur að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði á kjörtímabilinu.

Nýr borgarstjórnarmeirihluti ætlar að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði fyrir lok kjörtímabilsins.
Nýr borgarstjórnarmeirihluti ætlar að lækka fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði fyrir lok kjörtímabilsins.
Auglýsing

Fast­eigna­skattar voru 9,1 millj­arður króna á fyrstu sex mán­uðum árs­ins. Þeir voru 8.360 á sama tíma­bili í fyrra og skil­uðu því 748 millj­ónum krónum meira en stefnt hafði verið að. Það er aukn­ing upp á 8,9 pró­sent. Þetta kemur fram í hálfs­árs­upp­gjöri Reykja­vík­ur­borgar sem birt var í gær.

Inn­heimt fast­­eigna­­gjöld í Reykja­vík juk­ust um 34 pró­­sent frá árinu 2010 og fram að síð­ustu ára­mót­um. Vegna árs­ins 2010 inn­­heimti Reykja­vík­­­ur­­borg tæp­­lega 12,1 millj­­arð króna í fast­­eigna­­gjöld. Í fyrra voru þeir 16,3 millj­­arðar króna. Ef tekjur borg­ar­innar af fast­eigna­sköttum verða jafn­háar á síð­ari hluta árs­ins 2018 og þær voru á fyrri hluta þess má ætla að þær verði 18,2 millj­arðar króna í ár. Það myndi þýða að tekjur Reykja­vík­ur­borgar vegna inn­heimtra fast­eigna­skatta hefðu auk­ist um 50 pró­sent frá árinu 2010.

Stendur til að lækka skatta á atvinnu­hús­næði

Sveit­­ar­­fé­lög lands­ins eru með tvo meg­in­­tekju­­stofna. Ann­­ars vegar rukka þau útsvar, sem er beinn skattur á tekjur sem rennur til þess sveit­­ar­­fé­lags sem við­kom­andi býr í. Hins vegar rukka þau fast­­eigna­skatt

Auglýsing
Slík gjöld eru aðal­­­lega tvenns kon­­ar. Ann­­ars vegar er fast­­eigna­skattur (0,18 pró­­sent af fast­­eigna­mati á íbúð­­ar­hús­næði og 1,65 pró­­sent af fast­­eigna­mati á atvinn­u­hús­næði) og hins vegar lóð­­ar­­leiga (0,2 pró­sent af lóða­mati á íbúð­­ar­hús­næði og eitt pró­­sent af lóða­mati á atvinn­u­hús­næð­i). Auk þess þurfa íbúar að greiða sorp­­hirð­u­­gjald og gjald vegna end­­ur­vinnslu­­stöðva sem hluta af fast­­eigna­­gjöldum sín­­um.

Fast­eigna­skattur á íbúð­ar­hús­næði var lækk­aður um tíu pró­sent í fyrra, úr 0,20 í 0,18 pró­sent. Auk þess voru afslættir aldr­aðra og öryrkja af slíkum gjöldum aukn­ir. Í sátt­mála nýs meiri­hluta í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur, sem kynntur var í júní, kom fram að til standi að lækka fast­eigna­skatta á atvinnu­hús­næði á kjör­tíma­bil­inu úr 1,65 pró­sentum í 1,60 pró­sent.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hlaðvarp, vísanir inn á Hringbraut og myndbönd grundvöllur milljarðakröfu Sýnar
Fyrrverandi eigendur þeirra miðla sem mynduðu einu sinni fjölmiðlasamsteypuna 365 hefur tekist að selja þá frá sér fyrir milljarða króna á síðustu árum. Nýir eigendur hafa lent í rekstrarerfiðleikum með miðlana.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Aukning í byggingu dýrra íbúða átti sinn þátt í aukinni fjármunamyndun.
Fjármunamyndun í húsnæði ekki hærri síðan árið 2007
Alls jókst fjármunamyndun í íbúðarhúsnæði um 167 milljarða króna á árinu 2019 þrátt fyrir að dregið hafi verulega úr hækkun húsnæðisverðs. Nýjar íbúðir á markaði, margar hverjar í dýrari kantinum, og hagstæðari skilyrði til niðurgreiðslu lána skiptu máli.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent