Í júlí 2018 voru fluttar út vörur fyrir tæpa 50,5 milljarða króna og inn fyrir 63,5 milljarða króna. Vöruviðskiptin í júlí voru því óhagstæð um 13 milljarða króna. Sé litið til fyrri helmings ársins í heild sinni þá voru vöruskiptin óhagstæð um 96,4 milljarða króna, samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti í dag.
Í júlí 2017 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 20,7 milljarða króna á gengi hvors árs.¹ Vöruviðskiptahallinn í júlí 2018 var því 7,7 milljörðum króna minni en á sama tíma árið áður.
Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptahallinn í mánuðinum 15,1 milljarði króna samanborið við 20,1 milljarð króna halla í júlí 2017.
Á tímabilinu janúar til júlí 2018 voru fluttar út vörur fyrir 337,5 milljarða króna en inn fyrir 433,9 milljarða. Halli á vöruviðskiptum við útlönd nam því 96,4 milljörðum króna reiknað á fob verðmæti. Á sama tíma fyrir ári voru vöruviðskiptin óhagstæð um 105,8 milljarða á gengi hvors árs, og því dregur lítillega úr honum milli ára.