Stefán Einar Stefánsson hefur verið ráðinn fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu. Stefán Einar tekur við starfinu af Sigurði Nordal sem lét af störfum á blaðinu í gær eftir að hafa gegnt starfinu í fjögur og hálft ár. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.
Samkvæmt upplýsingum Kjarnans var nokkrum starfsmönnum Morgunblaðsins sagt upp í vikunni og öðrum gert að taka á sig launalækkanir. Einn þeirra sem missti starfið var Skapti Hallgrímsson, blaðamaður á Akureyri, sem hafði starfaði fyrir Morgunblaðið í hartnær fjóra áratugi.
Stefán Einar hefur stafað á Morgunblaðinu frá því í ársbyrjun 2015. Hann var formaður VR, stærsta stéttarfélags landsins, um tveggja ára skeið 2011 til 2013 þegar hann beið lægri hlut í formannskosningu fyrir Ólafíu B. Rafnsdóttur. Stefán Einar er með meistaragráðu í viðskiptasiðfræði frá Háskóla Íslands.
Mikið tap í fyrra
Kjarninn greindi frá því á fimmtudag að mikið tap hefði verið á rekstri Morgunblaðsins og tengdra miðla á árinu 2017.
Auglýsing