Stefán Einar ráðinn fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu

Uppsagnir voru á Morgunblaðinu nú um mánaðamótin. Nýr fréttastjóri viðskipta hefur verið ráðinn. Mikið tap var á rekstri blaðsins í fyrra.

Morgunblaðið
Auglýsing

Stefán Einar Stef­áns­son hefur verið ráð­inn frétta­stjóri við­skipta á Morg­un­blað­inu. Stefán Einar tekur við starf­inu af Sig­urði Nor­dal sem lét af störfum á blað­inu í gær eftir að hafa gegnt starf­inu í fjögur og hálft ár. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag.

­Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans var nokkrum starfs­mönnum Morg­un­blaðs­ins sagt upp í vik­unni og öðrum gert að taka á sig launa­lækk­an­ir. Einn þeirra sem missti starfið var Skapti Hall­gríms­son, blaða­maður á Akur­eyri, sem hafði starf­aði fyrir Morg­un­blaðið í hart­nær fjóra ára­tugi.

Stefán Einar hefur stafað á Morg­un­blað­inu frá því í árs­byrjun 2015. Hann var for­maður VR, stærsta stétt­ar­fé­lags lands­ins, um tveggja ára skeið 2011 til 2013 þegar hann beið lægri hlut í for­manns­kosn­ingu fyrir Ólafíu B. Rafns­dótt­ur. Stefán Einar er með meistara­gráðu í við­skiptasið­fræði frá Háskóla Íslands.

Mikið tap í fyrra

Kjarn­inn greindi frá því á fimmtu­dag að mikið tap hefði verið á rekstri Morg­un­blaðs­ins og tengdra miðla á árinu 2017.

Auglýsing
Þórs­mörk ehf., eig­andi útgáfu­­fé­lags Morg­un­­blaðs­ins, tap­aði um 267 millj­­ónum krónum í fyrra sam­­kvæmt því sem má lesa úr árs­­reikn­ingum eins stærsta eig­anda félags­­ins, Hlyns A ehf. Þar kemur fram að hlut­­deild Hlyns A ehf. í tapi Þór­s­­merkur á árinu 2017 hafi verið 43,9 millj­­ónir króna. Alls á félagið 16,45 pró­­sent hlut í Þór­s­­mörk sem þýðir að heild­­ar­tap Þór­s­­merkur var 267 millj­­ónir króna miðað við upp­­lýs­ing­­arnar í árs­­reikn­ingn­­um.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent