Viðræðum um endurbættan fríverslunarsamning Bandaríkjanna og Kanada lauk í gær án niðurstöðu. Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði áður lofað því að niðurstað kæmi í dag, en af því verður ekki.
Hinvegar lét Chrystia Freeland, utanríkisráðherra Kanada sem fer með alþjóðasamninga fyrir hönd landsins, hafa eftir sér eftir að viðræður voru sigldar í stran, að stutt væri í góða niðurstöðu allra þjóðanna sem ættu aðild honum. Var þar átt við Bandaríkin, Kanada og Mexíkó.
Viðskiptasamband Bandaríkjanna og Kanada er djúpstætt og afar mikilvægt báðum ríkjum, eins og landfræðileg lega gefur til kynna. Flutningar milli landanna eru stöðugir og eru mörg fyrirtæki háð því að viðskiptin gangi vel fyrir sig milli landanna.
Wow, I made OFF THE RECORD COMMENTS to Bloomberg concerning Canada, and this powerful understanding was BLATANTLY VIOLATED. Oh well, just more dishonest reporting. I am used to it. At least Canada knows where I stand!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 31, 2018
Trump hefur sakað Kanadamenn um að hlunnfara Bandaríkin og lét meðal annars hækka tolla á kanadísk fyrirtæki, einkum innflutning á áli og stáli.
Kanadísk stjórnvölda hafa talað fyrir því að viðskiptasamband landanna verði áfram sterkt, svo að byggja megi enn frekar ofan á samband ríkjanna.
Bandaríkjaþing gefur stjórnvöldum þrjá mánuði til að fullvinna samninginn áður en hann verður samþykktur 1. desember.