Eðlilegt að spyrja hvort talsmenn stóriðjunnar hafi skipað sér í fremstu röð í deilunni

Fyrrverandi dómsmálaráðherra segir misskilnings gæta um þriðja orkupakkann svokallaða frá Evrópusambandinu.

Björn Bjarnason
Auglýsing

Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra og þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, segir mis­skiln­ings gæta hjá þeim sem segja hinn svo­kall­aða orku­pakka 3 frá Evr­ópu­sam­band­inu geta opnað á að yfir­ráð yfir orku­auð­lindum fari til Brus­sel. Hann segir Alþingi ráða ferð­inni og að engin yfir­ráð fari til Brus­sel þó orku­pakk­inn verði form­lega sam­þykkt­ur, en það hefur þó ekki verið gert enn. 

Á Face­book síðu Björns hafa verið líf­legar umræður um færslu hans á síðu sinni, þar sem hann fjallar um útúr­sning vegna EES, þar sem orku­pakk­inn svo­nefndi er til umræðu. Í skrifum á Face­book síðu sinni segir Björn meðal ann­ars: „Að sjálf­sögðu ber stjórn­völdum að setja allar trygg­ingar og gera ráð­staf­anir til að verja auð­lind­ina, þau hafa fulla heim­ild til þess. Lítum til þess að stóru hags­mun­irnir í íslenska raf­orku­kerf­inu eru samn­ing­arnir við stór­iðju, sem kaupir 80% af raf­magn­inu. Aðildin að EES leiðir til þess að verð undir mark­aðs­verði eru bönn­uð, sem hefur fært Íslandi tugi millj­arða á ári í hærra orku­verði. Við getum auð­vitað ímyndað okkur að við hefðum samið um þau hvort sem er, en að hafa ESA sem svipu hefur ekki skaðað og nær örugg­lega hjálp­að,við að knýja fram hærri verð. Með því að hafna 3. orku­pakk­anum ýtum við þessu aðhaldi á brott. Þess vegna er eðli­legt að spurt sé hvort tals­menn stór­iðju­fyr­ir­tækja hafi skipað sér í fremstu röð í þess­ari deilu. Næsta verk­efni er lík­lega að greina það ef enginn gefur sig fram,“ segir Björn meðal ann­ar­s. 

Innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefur orku­pakk­inn verið til umræðu, og var meðal ann­ars fjöl­mennur fundur 30. ágúst síð­ast­lið­inn ­sem hverfa­­fé­lög Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í Smá­í­­búða-, Bú­­staða- og Foss­vogs­hverfi og Hlíða- og Holta­hverfi í Reykja­vík­­ur boð­uðu til í kvöld í aðal­sal Val­hall­­ar, höf­uð­stöðva flokks­ins.

Auglýsing

Mikl­ar umræður urðu á fund­in­um, sam­kvæmt frá­sögn mbl.is, um fyr­ir­hug­aða sam­þykkt á þriðja orku­pakka Evr­­ópu­­sam­­bands­ins hér á landi í gegn­um aðild Íslands að EES-­samn­ingn­­um. Bor­in var upp álykt­un á fund­in­um þar sem skorað var á for­ystu Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins að sam­þykkja ekki orku­pakk­ann þegar hann kæmi til af­greiðslu á Alþingi og var hún sam­þykkt mót­­at­kvæða­laust, en álykt­un­in var svohljóð­andi, sam­kvæmt frétt mbl.is:

„Fund­­ur­inn skor­ar ein­­dregið á for­ystu Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins að hafna þriðja orku­pakka Evr­­ópu­­sam­­bands­ins á þeim grunni að hann stang­­ast á við ákvæði stjórn­­­ar­­skrár­inn­­ar, opn­ar Evr­­ópu­­sam­­band­inu leið til yf­ir­ráða yfir einni helstu auð­lind Íslands og hækk­­ar verð á raf­­orku og af­­leið­ing­ar til langs tíma eru óvis­s­­ar.“

Guð­laugur Þór Þórð­­ar­­son utan­­­rík­­is­ráð­herra skip­aði Björn Bjarna­­son for­­mann starfs­hóps á dög­unum sem falið verður það hlut­verk að vinna skýrslu um aðild Íslands að Evr­­ópska efna­hags­­svæð­inu (EES). 

Auk Björns sitja í hópnum þær Kristrún Heim­is­dótt­ir, lög­­fræð­ingur og fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri Sam­­taka iðn­­að­­ar­ins, og Berg­þóra Hall­­dór­s­dótt­ir, lög­­fræð­ingur hjá Sam­­tökum atvinn­u­lífs­ins og erind­reki um sam­­starf atvinn­u­lífs­ins og utan­­­rík­­is­­þjón­ust­unn­­ar. Þá fær hóp­­ur­inn starfs­­mann sem hefur aðsetur í utan­­­rík­­is­ráðu­­neyt­inu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ísak Már Jóhannesson
Má bjóða þér skógarelda með kaffinu?
Kjarninn 26. september 2020
Sæunn Kjartansdóttir
Tímaskekkja
Kjarninn 26. september 2020
Vilhjálmur Árnason gagnrýndi nýtt frumvarp um fæðingarorlof í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun.
Telur ný heildarlög um fæðingarorlof skerða frelsi fjölskyldna
Í aðsendri grein í Morgunblaðinu segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að nýtt frumvarp um fæðingarorlof feli í sér skerðingu á frelsi fjölskyldna. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir frumvarpið auka jafnrétti.
Kjarninn 26. september 2020
Jón Guðni Kristjánsson
Diplómatískt stórslys
Kjarninn 26. september 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds leysir vandann
Kjarninn 26. september 2020
Sjávarútvegurinn sterk stoð þegar aðrar bresta
Rækja selst illa þegar Bretum er sagt að vinna heima og fáir borða þorskhnakka á Zoom-fundum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS segir í ítarlegu viðtali við Kjarnann að áskoranir séu í sjávarútvegi vegna óvissunnar sem fylgir faraldrinum.
Kjarninn 26. september 2020
38 ný smit í gær
Alls greindust 38 manns með COVID-19 hér á landi í gær. Nú eru 435 í einangrun vegna sjúkdómsins en í sóttkví eru 1.780.
Kjarninn 26. september 2020
Brenglað bragðskyn eftir COVID –„Þetta er bara allt svo steikt!“
Hann finnur myglubragð af papriku og „COVID-lykt“ í miðbænum. Það skrítnasta er þó að hann finnur alls enga skítafýlu. Háskólaneminn Kolbeinn Arnarson fékk COVID-19 síðasta vetur og segir einangrunina, sem stóð í mánuð, hafa tekið verulega á.
Kjarninn 26. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent