Eðlilegt að spyrja hvort talsmenn stóriðjunnar hafi skipað sér í fremstu röð í deilunni

Fyrrverandi dómsmálaráðherra segir misskilnings gæta um þriðja orkupakkann svokallaða frá Evrópusambandinu.

Björn Bjarnason
Auglýsing

Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra og þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, segir mis­skiln­ings gæta hjá þeim sem segja hinn svo­kall­aða orku­pakka 3 frá Evr­ópu­sam­band­inu geta opnað á að yfir­ráð yfir orku­auð­lindum fari til Brus­sel. Hann segir Alþingi ráða ferð­inni og að engin yfir­ráð fari til Brus­sel þó orku­pakk­inn verði form­lega sam­þykkt­ur, en það hefur þó ekki verið gert enn. 

Á Face­book síðu Björns hafa verið líf­legar umræður um færslu hans á síðu sinni, þar sem hann fjallar um útúr­sning vegna EES, þar sem orku­pakk­inn svo­nefndi er til umræðu. Í skrifum á Face­book síðu sinni segir Björn meðal ann­ars: „Að sjálf­sögðu ber stjórn­völdum að setja allar trygg­ingar og gera ráð­staf­anir til að verja auð­lind­ina, þau hafa fulla heim­ild til þess. Lítum til þess að stóru hags­mun­irnir í íslenska raf­orku­kerf­inu eru samn­ing­arnir við stór­iðju, sem kaupir 80% af raf­magn­inu. Aðildin að EES leiðir til þess að verð undir mark­aðs­verði eru bönn­uð, sem hefur fært Íslandi tugi millj­arða á ári í hærra orku­verði. Við getum auð­vitað ímyndað okkur að við hefðum samið um þau hvort sem er, en að hafa ESA sem svipu hefur ekki skaðað og nær örugg­lega hjálp­að,við að knýja fram hærri verð. Með því að hafna 3. orku­pakk­anum ýtum við þessu aðhaldi á brott. Þess vegna er eðli­legt að spurt sé hvort tals­menn stór­iðju­fyr­ir­tækja hafi skipað sér í fremstu röð í þess­ari deilu. Næsta verk­efni er lík­lega að greina það ef enginn gefur sig fram,“ segir Björn meðal ann­ar­s. 

Innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefur orku­pakk­inn verið til umræðu, og var meðal ann­ars fjöl­mennur fundur 30. ágúst síð­ast­lið­inn ­sem hverfa­­fé­lög Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins í Smá­í­­búða-, Bú­­staða- og Foss­vogs­hverfi og Hlíða- og Holta­hverfi í Reykja­vík­­ur boð­uðu til í kvöld í aðal­sal Val­hall­­ar, höf­uð­stöðva flokks­ins.

Auglýsing

Mikl­ar umræður urðu á fund­in­um, sam­kvæmt frá­sögn mbl.is, um fyr­ir­hug­aða sam­þykkt á þriðja orku­pakka Evr­­ópu­­sam­­bands­ins hér á landi í gegn­um aðild Íslands að EES-­samn­ingn­­um. Bor­in var upp álykt­un á fund­in­um þar sem skorað var á for­ystu Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins að sam­þykkja ekki orku­pakk­ann þegar hann kæmi til af­greiðslu á Alþingi og var hún sam­þykkt mót­­at­kvæða­laust, en álykt­un­in var svohljóð­andi, sam­kvæmt frétt mbl.is:

„Fund­­ur­inn skor­ar ein­­dregið á for­ystu Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins að hafna þriðja orku­pakka Evr­­ópu­­sam­­bands­ins á þeim grunni að hann stang­­ast á við ákvæði stjórn­­­ar­­skrár­inn­­ar, opn­ar Evr­­ópu­­sam­­band­inu leið til yf­ir­ráða yfir einni helstu auð­lind Íslands og hækk­­ar verð á raf­­orku og af­­leið­ing­ar til langs tíma eru óvis­s­­ar.“

Guð­laugur Þór Þórð­­ar­­son utan­­­rík­­is­ráð­herra skip­aði Björn Bjarna­­son for­­mann starfs­hóps á dög­unum sem falið verður það hlut­verk að vinna skýrslu um aðild Íslands að Evr­­ópska efna­hags­­svæð­inu (EES). 

Auk Björns sitja í hópnum þær Kristrún Heim­is­dótt­ir, lög­­fræð­ingur og fyrr­ver­andi fram­­kvæmda­­stjóri Sam­­taka iðn­­að­­ar­ins, og Berg­þóra Hall­­dór­s­dótt­ir, lög­­fræð­ingur hjá Sam­­tökum atvinn­u­lífs­ins og erind­reki um sam­­starf atvinn­u­lífs­ins og utan­­­rík­­is­­þjón­ust­unn­­ar. Þá fær hóp­­ur­inn starfs­­mann sem hefur aðsetur í utan­­­rík­­is­ráðu­­neyt­inu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent